Réttur


Réttur - 01.01.1954, Síða 39

Réttur - 01.01.1954, Síða 39
39 RÉTTUR svo að segja í áföngum þjóðfélag auðvalds og peningadýrkunar í mannfélag sameignar, samvinnu og manngildis? Þessari spurningu verður að vísu ekki svarað hér, en tímabært er að fara að hugleiða það mál frekar en verið hefur. Þegar Þorsteinn Erlingsson benti íslenzkri alþýðu leiðina, sem hún skyldi brjótast, þá vakti það fyrir honum og þeirri verka- lýðshreyfingu, er þá skapaðist hér, að „brjótast það beint“. Svo var og um alla heiðarlega flokka verkalýðsins. í harðvítugri bar- áttu við auðvaldsskipulagið hlutu þeir eldskírn sína og án þess að blandast nokkru sinni við hið borgaralega þjóðfélag brutust þeir beint fram til verkalýðsvaldanna og skópu þjóðfélag sósíalism- ans. Rússneski Bolsjevikkaflokkurinn er hin mikla og glæsilega fyrirmynd slíkra verkalýðsflokka, þeirra er þjóðfélagsþróunin á fyrri hluta þessarar aldar krafðist, þeirra er fluttu alþýðunni sig- urinn yfir auðvaldinu í þriðja hluta heims. Þeir flokkar og reynsla þessa þróunarskeiðs hafa gefið jafnt íslenzkri verkalýðshreyfingu sem erlendri hina dýrmætustu lærdóma, er hún aldrei má gleyma. En hvað er það í viðbót við þá lærdóma, sem verkalýðurinn verður að afla sér, ef braut hans verður skrykkjóttari, en hann ætlar samt að komast að markinu og aldrei missa sjónar á því? Þarf hann máske síður á sterkum flokki og hreyfingu að halda, ef hann skyldi hvað eftir annað standa í samstarfi, einnig um ríkisstjórn, við borgaralega eða hálfborgaralega flokka, sem hann væri að fá til þess að vinna að verkefnum, sem þjóðinni ligg- ur lífið á að leyst sé og hrinda þjóðfélagsþróuninni fram á leið? Kemst verkalýðurinn máske af með veikari flokk og slappari hreyfingu, þegar hann þarf við hvert skref að taka á einn eða annan hátt þátt í raunhæfum ákvörðunum, sem geta ráðið örlög- um þjóðarinnar um áratugi eða aldir, jafnvel lifi hennar? Til þess að geta rekið þá pólitík, sem rædd hefur verið hér að framan þarf verkalýðurinn næstum því nýja tegund sósíalistisks flokks. Hann þarf markvissan flokk, er aldrei bregst, aldrei missir sjónar á lokatakmarkinu, man eftir því og miðar við það í aðgerð- um sínum. Hann þarf raunsæjan flokk, sem aldrei einangrar sig, aldrei óttast það að einbeita sér að lausn vandamála dagsins, í ríkisstjórn eða utan, — flokk, sem ekki er svo hræddur um sjálfan sig fyrir freistingum umhverfisins, að hann hætti sér ekki út í hringiðu dægurmálanna þess vegna. Hann þarf siðferðilega sterk- an flokk, sem hvorki hopar frá hugsjónamálum alþýðunnar né
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.