Réttur


Réttur - 01.05.1965, Side 19

Réttur - 01.05.1965, Side 19
R É T T U R 83 en hafÖi mikinn áhuga fyrir öllu því, sem sameiginlegt er í sögu ÞjóSverja og íslendinga, heljusögum hinna fornu ættarsamfélaga, arfleifð þeirra í frelsisharáttu bændastéttanna á miðöldum og g.ildi þessa fyrir nútímann og framtíðina. Attum við oft samræður um þessi efni. Otto Grotewohl, sem verið hefur forsætisráðherra Austur-Þýzka- lands frá stofnun þess 1949, og formaður flokksins, dó og á síðasta ári, — einn af færustu foringjum þess flokks. Atti hann langa bar- áttusögu að baki sér, allt frá því í þingflokki sósíaldemokrata á tímum Weimar-lýðveldisins. Heinrich Rau, utanríkisverzlunarráðherra Austur-Þýzkalands og varaforsætisráðherra, lézt fyrir tveimur árum síðan. Hann var einn af mest virtu foringjum flokksins og mun vart nokkur hafa ált meiri vinsældum að fagna en hann. Hann var mikill frumkvöðull viðskipta Austur-Þýzkalands við Afríku- og Asíulöndin, sem nú eru að setja Bonn-stjórn,ina í bobba. Heinrich Rau sýndi mikinn áhuga á við- skiptunum við ísland, auðsýndi landi voru skilning og samúð í landhelgisdeilunni 1958 og vildi að því vinna að auka skilning og tengsl á milli Þjóðverja og íslendinga. Allir voru þessir ágælu foryslumenn komnir yfir sextugt, er þeir dóu, útslitnir af erfiðri vinnu við uppbyggingu sósíalismans í landi sínu og sumir illa leiknir eftir fangabúðarvist. Og nú berst fregn um að Bruno Leuschner hafi látizt 10. febrúar 1965, 54 ára að aldr.i. Bruno Leuschner var fæddur í Neukölln, hinu rauða verkamanna- hverfi Berlínar. Hann vann frá unga aldri í þýzku verkalýðshreyf- ingunni, sjálfur verkamannssonur. Hann varð snemma meðlimur f Kommún.istaflokki Þýzkalands og tók að starfa á laun, eftir að naz- isminn komst til valda. í þrjú ár var liann einn af forystukröflum leynibaráltunnar, en á árinu 1936 tókst nazistum að ná honum og í næstum áratug var hann í fangabúðunum í Sachsenhausen og Mauthausen. Þar var hann píndur og kvalinn og beið þeirra meiðsla, er liann þá hlaut, aldrei bætur. Eg hilti Bruno Leuschner nokkrum árum eftir stríð í Berlín. Hann sagði mér þá frá því að um tíma hefðu þeir Einar Gerhardsen, nú íorsætisráðherra Noregs, verið í sama „bragga“ í fangabúðunum og bað mig fyrir kveðju til hans, sem ég flulli síðan. Bruno var þá ’eiðtogi fanganna í þessum bragga. Einm.itt þessir þýzku kommún- istar, sem fyrstir fengu að kenna á nazismanum Og lengst þjáðust

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.