Réttur


Réttur - 01.05.1937, Page 38

Réttur - 01.05.1937, Page 38
til varnar og sóknar gegn hættunni. Er ekki hin lif- andi heimssaga, sem nú gerist í kringum okkur — þrátt fyrir sína mörgu sorgarþætti, — svo auðug af Ijósblettum hetjuskapar, vaxandi þekkingar fjöld- ans og glæsilegra sigra hans, að hún geti framkallað þyt karlmennskunnar, dirfskunnar, sigurvissunnar, söngsins, í Shörpu listarinnar og þar með látið mann- legan og eðlilegan harm fjöldans hefja sig upp í eld- móð baráttunnar, í stað þess að hafna í óttanum og úrræðaleysinu, þessari háskalegu lýgi og rökvillu vanmáttartilf inningarinnar ? Hefir ekki nú þegar málstaður menningarinnar, sósíalisminn, unnið úrslitasigur um einn sjötta hluta veraldarinnar, — hafa ekki tugir miljóna verkalýðs og bænda austur í Kína, að dæmi sovét-rússnesku al- þýðunnar stökkt á flótta „tröllinu á glugganum" og lagt grundvöllinn að menningarríki sínu, á meðan her menningarinnar sækir fram, staðráðinn í að hreinsa ættjörð sína fyrir fullt og allt af villimennsku fasismans. — Og hversu mikið eiga ekki þessir ómet- anlegu mannkynssigrar listinni að þakka, hver á sín- um tíma og hver á sínum stað? I kvæði Jóhannesar úr Kötlum „Maxim Gorki“ kemur einmitt í ljós skilningur skáldsins á þessu þýð- ingarmikla hlutverki listarinnar. Þar segir m. a.: „Já enn fór þín ríka, rússneska list, sem rjúkandi stormur um dal og fjörð . . Og enn kveður Jóhannes: „Og bændurnir hófu nú höndum tveim þinn hárauða fána og lögðu af stað til að heimta frelsið og flytja það til félaga sinna um allan heim . . .“ Enginn skyldi ætla, að listamenn hinnar sigursælu menningar í Sovétríkjunum hafi verið eftirbátar sam- herja sinna í öðrum löndum, í því að opna augu þjóð- ar sinnar fyrir ógnum hins grimma óvinar og að- steðjandi hættum, en þetta hlaut að haldast í hendur 118

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.