Réttur


Réttur - 01.03.1941, Page 3

Réttur - 01.03.1941, Page 3
í herbúningi tugþúsundum saman, koma fram í landi okkar. Hin kyrrláta og hæverska framkoma þessara manna, hið þokkalega fas þeirra þrátt fyrir fátækt og hálfgildings-sveltu hermannaskálans, kurteisi sú, sem þeir sýna manni í orðum og æöi, og hið glaöværa lát- bragð þeirra, þrátt fyrir hið óvirðulega líf, sem þeir verða að þola hér fjarri heimilum sínum, ættingjum og ástvinum, sýnir okkur betur en allt annað hvern mann enska þjóðin hefur að geyma. Þeir eru eins og útilegumenn á meðal okkar, óvelkomnir gestir í landi, sem í þeirra augum er autt og óblítt, ómegnugir þess að sýna heimafólkinu hverjir menn þeir voru í sínu landi, en hafa verið rifnir upp frá heimilum sínum og lífsstarfi til aö klæöast hermannatreyjimni, fluttir hingaö sem réttlausir herþrælar á hjara veraldar. En enginn íslendingur hefur þurft aö bera sig upp und- an framkomu þessara óbreyttu manna, enda lætur enginn maöur þá gjalda erinda sinna hér, sem þeim eru ósjálfráö, heldur er þeim yfirleitt sýnd samúð og vorkunn, hvar sem þeir fara. En eins viðfeldnir og dagfarsgóöir og þessir óbreyttu liösmenn eru, jafn óskyld íslenzkri hegöun og íslenzk- um mannasiöum er oft framkoma sumra þeirra yfir- stéttarmanna, sem hafa foringjastig í her þessum. Og þó er ekki loku fyrir þaö skotiö, að þegar brezkir yfir- stéttarmenn og íslendingar mætast, geti báðir lært nokkuð, hvorir af öörum. Yfirstéttarbretar kunna vel aö matast með hníf og gaffli, þeir ræskja sig ekki né hósta í útvarp eins og við, og þeir ganga ekki heldur í óvönduöum, illa fægöum og hælaskökkum skóm, eins og okkur finnst sjálfsagt. í þessum greinum get- um viö mikiö lært af yfirstéttarbretum. En yfirstéttarbretar geta líka ýmisiegt lært af okk- ur, og hafa, hvort sem þeim var það ljúft eða leitt, orðið aö gera þaö í þessari óvæntu sambúö, sem þeir 3

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.