Réttur


Réttur - 01.03.1941, Page 74

Réttur - 01.03.1941, Page 74
árinu nýlið'na, og þjóðin þiggur gjarnan framriald á því. Magellan, könnuður Kyrrahafsins, eftir Ste- fan Zweig, Gísli Ásmundsson íslenzkaði. — Heimdallur, bókaútgáfa, Rvík 1940. „Það er alltaf eitthvaö ósennilegt viö stærstu af- rek mannsins af þeirri einföldu ástæðu, aö þau standa svo langt ofar venjulegum mannlegum mætti. En einmitt með því að framkvæma hiö ótrúlega öölast maðurinn aftur trúna á sjálfan sig“. Og frá slíku af- reki, einhverri glæsilegustu Ódysseifskviöu veraldar- innar, segir þessi bók Zweigs, sýnir í lifandi myndum sægarpana, sem leggja 265 af staö í háskaförina vest- ur kringum hnöttinn og ná aöeins 18 aftur til Spán- ar á sökkvandi skipi aö unnum sigri, en leiötoginn berar beinin á villimannaey í Austurlöndum. Sag-nfræöileg nákvæmni og skáldlegt ímyndunar- afl leggjast þarna á eitt aö gera söguna ógleyman- lega. Atburöahraöinn og skilningsdýpt Zweigs halda huga lesandans föstum. Útdráttur feröasögunnar gæti litla hugmynd gefiö um hana. Mannlýsing Magell- ans, hins einræna, óásjálega, stálharöa brautryðj- anda, hefur tekizt frábærlega. Honum hlotnaöist líka tíðasta hlutskipti afburðamanna, að deyja jafn- skjótt og leiðin hefur verið rudd til fyrirheitna lands- ins, og sérhver stafur í þaulhugsaöri erfðaskrá hans varö að engu. Ætt hans varö aldauöa, án heiðurs- launa. Mannkynið hlaut sigur Magellans í erfö. Föður- land hans, Portúgal, gat ekki stöövaö verk hans meö illu né góöu. Spánarkonungur viröist hafa skilið furðu lítið í þyöing sigursins annaö en peningana, sem hann gat haft upp úr Kryddeyjunum nýfundnu; hann seldi þær Portúgalskonungi fyrir 350 þúsund dúkata, og leiö Magellans hefur jafnan veriö sjald- 74

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.