Réttur


Réttur - 01.11.1968, Blaðsíða 15

Réttur - 01.11.1968, Blaðsíða 15
asta fjórðungi þessarar aldar. Um skáldið sjálft, hinn nýja Jónas, vildi ég segja þetta: A sínum tíma var Jónas í Halakoti það skáld, sem lá næst hjartarótum þjóðarinnar. Þó nafn hans hafi nú verið gleymsku hulið um nokkurt skeið hafa ljóð hans og vísur hljóm- að á vörum fólks við öll tækifæri, allt fram á síðasta áratug. Eg segi fyrir mig, mér er í fersku minni, bæði úr réttum, meðan þær tíðkuðust, blesspartíum, sem enn eru í fullum gangi, svo og frá hverskyns öðrum skemmrnn- um fólks á öllum aldri, hvernig samhliða léku á vörum fólks í átakanlegum grátklökkva: Yfir kaldan eyðisand, Ansélía ég á þrá sem enginn veit, og vísa Jónasar í Halakoti: Græt ég yfir gamla Rauð. Og mér er nær að halda, að sú vísa hafi verið sungin af langmestri til- finningu og oftast, enda er hún sungin enn í dag, þó menn hafi nú gleymt nafninu á höf- undinum. En nú verður þeirri hulu kippt burt með þessu stórvirki, sem hér er kynnt. Þar segir: Jónas átti heima í Halakoti alla sína lífstíð, nema hvað hann reri nokkrar vertíðir í Vestmannaeyjum og Sandgerði og lá banaleguna á Landspítalanum. Það er því furðulegt, eins og Sigurhansi Valentínusarso.i segir, að Jónas skyldi yrkja þau hjartnæmustu saknaðarljóð til heimahaganna og sveitalífs- ins sem fyrirfinnast, o-og — sem hver sveita- maður og sveitakona, sem í kaupstað fluttu, töldu ort beint út úr sínu hjarta. Sýnir það bezt hvílíkt feikna skáld maðurinn hefir verið, að hann skyldi geta ort um hluti, sem hann hafði aldrei reynt sjálfur. Sigurhansi lýsir því af frábærri snilld, hvernig gamlir sveitamenn hér í Reykjavík hafa margsinnis, á fylliríi með honum, grátandi vitnað í ljóð Jónasar og gert hans orð að sínum. Og þurfum vér þá framar vitnanna við? Sama er að segja um ástaljóðin. Hja — ég segi fyrir mig — mér er í minni frá skóla- árunum, jæja, sleppum því — en eins og Sigurhansi segir í þessu verki, þau eru hrein snilld og fjalla nær eingöngu um söknuð og glataða hamingju. Jónas segir sjálfur í drög- um að ævisögu sinni, að hann hafi fengið þá einu konu, sem hann hafi óskað sér og lifað með henni í hamingjusömu hjónabandi í fjörutíu ár, (hún lifði mann sinn, en ævisögu- drögin eru skrifuð í banalegu hans á Lands- spítalanum) eignast með henni tíu börn, sem öll komust upp, giftust og eignuðust hús og komust í góð efni fyrir andlát föður síns. Þessi ástaljóð geta því ekki með nokkru lif- andi móti átt við þann kvenmann, það gefur auga leið. Manni datt í hug vinnukona, eins og algengt er í gömlum sögum, en þau höfðu aðeins eina, sem enn er á lífi, gustukamann- eskju, hálfgerðan fávita og eftir því ófríða. Og enginn vissi til að Jónas heitinn hefði nokkurntíma sleppt fram af sér beizlinu. En með frábærri elju og hugkvæmni tókst Sig- urhansa að grafa up þennan æsispennandi leyndardóm. Stúlkan var fósmrsystir Jónasar heitins, tveimur árum eldri en hann og dó úr botnlangabólgu aðeins sextán ára gömul á þessum afskekkta stað, þar sem enginn læknir fyrirfannst í einum þremur læknishéruðum, af því að læknar þverneituðu að leika lengur hinn miskunnsama Samverja, þar sem slíkt hlutverk væri algerlega utan við þróun efna- hags-, hagræðingar- og menningarlífs þjóð- arbúsins. (Reynslan hefir sannað að þeir höfðu rétt fyrir sér, því samkvæmt núgildandi lögum deyr hver sjúklingur á eigin ábyrgð, sem ekki staðsetur heimili sitt það nærri læknamiðstöð, að hann geti á eigin spýtur náð læknisfundi fyrir andlát sitt). Sem sagt, stúlkan dó úr botnlangabólgu um hávetur í ofsaveðri og sjógangi, það fórust fleiri bátar, jafnvel brezkur togari. Sigurhansi lýsir þessum ægilega harmleik svo vel, að vér skulum á- byrgjast að þér skælið úr yður augun, sér- staklega skilnaður Jónasar og stúlkunnar, það 179

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.