Réttur


Réttur - 01.11.1968, Blaðsíða 32

Réttur - 01.11.1968, Blaðsíða 32
/ INNLEND agss VÍÐSJÁ ■||B 1 GENGISLÆKKUN ENN 12. nóvember 1968 felldi ríkisstjórnin enn einu sinni gengi íslenzku krónunnar. Sam- svarar dollar nú 88 krónum. Var þá ekki liðið ár frá síðustu gengislækkun 24. nóv. 1967 og hefur dollarinn meir en tvöfaldazt á einu ári, úr kr. 43 kr. í 88 kr. Það er bandaríska bankavaldið sem bak við stendur. Island, íslenzkt vinnuafl og íslenzk framleiðsla er þannig gerð ódýrari fyrir erlent auðvald og hervald, en erfiðleikar íslenzkrar alþýðu auknir að sama skapi. I desember 1947 var lágmarksdagvinnu- kaup Dagsbrúnar 9-13 kr. um tímann. Það var þá 1.40 dollar. Síðan Marshallsamningur- inn var gerður og hernámsflokkarnir skuld- bundu sig til þess að skrá gengi íslenzku krón- unnar „rétt” — að áliti ameríska auðvaldsins — hefur gengi dollarsins gagnvart íslenzkri krónu meir en þrettánfaldast, en kaupgjald Dagsbrúnarverkamanns, ef miðað er við kaupgjald verkamanns í 2. flokki (5 6,57 kr.) sexfaldast, en ef miðað er við hafnarverka- mann með aldursuppbót 614 faldast. Fram á árið 1967 hélzt enn kaupgjald í humátt við hlutfallið 1947 gagnvart dollar, (var ca. 1.20 dollar), en með þeim hraða, sem fulltrúar dollaravaldsins á Islandi setja nú á gengis- lækkanir íslenzku krónunnar, dregst kaup- gjaldið alveg aftur úr og er nú ca. 0,65 dollar. Þetta sýnir bezt hvílíkt vald ríkisvaldið er til mómnar lífskjaranna og alveg sérstaklega hvílíkt vald erindrekar erlends auðvalds hafa þar -^m gengisskráningarvaldið er. En í júlí —ágúst 1961 sviftir ríkisstjórn og forseti laiidsins Alþingi gengisskráningarvaldinu með bráðabirgðalögum, til þess að geta fellt gengið 2. ágúst í hefndarskyni við kauphækk- anir verkamanna í júlí. (Sbr. grein í Rétti 1961, bls. 161—180). Áður hafði bandaríska bankavaldið heimtað gengisskráningarvaldið tekið af Alþingi 1949, en þá tókst að hindra það gerræði. En síðan Alþingi var svift þessu valdi hafa einræðisherrar efnahagslífsins fellt krónuna örar og meir en nokkru sinni fyrr. En verkalýður og launþegar allir þurfa að læra það af þessum hrottaárásum að kaup- gjaldsbarátta verkalýðsins verður ekki háð með fullum árangri, ef hún er aðeins fagleg, heldur verður hún að vera pólitísk, þ.e.a.s. allur verkalýðurinn stefni að því með sam- tökum sínum að hafa áhrif á ríkisvaldið og ráða því. Gengisbreytingar íslenzkrar krónu gagn- vart dollar hafa verið þessar síðustu 30 ár. Dollarinn var sem hér segir í íslenzkum krón- um: 1930—49 6,51 1949 9,36 1950—60 16,32 1960 38,10 1961—67 43,06 1967 57,00 1968 88,00 196

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.