Réttur


Réttur - 01.11.1968, Blaðsíða 33

Réttur - 01.11.1968, Blaðsíða 33
1 ÞRJÚ ÞING ALÞÝÐU í október og nóvember 1968 fóru fram þrenn þing á vegum verkalýðshreyfingarinn- ar íslenzku. 25.—27. október var háð 16. þing Sam- einingarflokks alþýðu — Sósíalistaflokksins. Varð það síðasta þing flokksins, þar sem ákvörðun var tekin um að flokkurinn hætti störfum, ef ákveðnum forsendum væri full- nægt. Miðstjórn flokksins lagði í san við samþykkt flokksþingsins svohljóðandi nJlögu fyrir flokksstjórn: „16. flokksþing Sameiningarflokks al- þýðn — Sásíalistaflokksins, ákvað að verði Alþýðubandalaginu breytt í sósíalistiskan flokk á landsfundi þess og séu að áliti flokks- stjórnar horfur á að Alþýðubandalagið geti í krafti laga sinna og stefnmniða rcekt hlut- verk sósíalistisks fjöldaflokks, skuli flokks- stjórnin lýsa yfir því að Sósíalistaflokkurinn sé hcettur störfum og heita á alla íslenzka sósíalista að sameinast í Alþýðubandalaginu. Flokksstjórnin lítur svo á að þessar for- sendur séu nú fyrir hendi og lýsir yfir því í krafti þeirrar heimildar, sem flokksþingið veitti henni, að Sósíalistaflokkurinn hœtti störfum frá 31. desember 1968 og heitir á aha íslenzka sósíalista að sameinast í Alþýðu- bandalaginu og gera það að sem sterkustum og fjölmennustum flokki íslenzkra sósíalista, er megni að leiða frelsisbaráttu íslenzkrar alþýðu fram til sigurs." Flokksstjórn samþykkti þessa tillögu með 53 atkv gegn 3. Verður nánar ritað um Sósíalistaflokkinn í næsta hefti Réttar. 1.—3. nóvember fór svo fram það þing Alþýðubandalagsins, er samþykkti að breyta Alþýðubandalaginu í sósíaliskan flokk. Verð- ur nánar skýrt frá því í næsta hefti Réttar. Fyrsta grein laganna hljóðar svo: 1. gr. Alþýðubandalagið er sósíalískur flokkur, byggður á lýðræði og þingræði. Flokkurinn er vettvangur allra þeirra ís- lenzkra vinstrimanna, sem vilja vernda og treysta sjálfstæði þjóðarinnar, standa vörð um hagsmuni vinnandi fólks og tryggja al- hliða framfarir í landinu á grundvelli félags- hyggju og samvinnu. Markmið flokksins er að koma á sósíalísku þjóðskipulagi á Islandi. Alþýðubandalagið fordæmis einræði og kúg- un, hvar sem er í heiminum, og styður ein- dregið baráttu alþýðu manna hvarvetna fyrir friði, lýðræði og réttlátuþjóðskipulagi. Formaður Alþýðubandalagsins sem sósíal- istisks flokks var kosinn Ragnar Arnalds, varaformaður Adda Bára Sigfúsdóttir og rit- ari Guðjón Jónsson. Þriðja þing alþýðuhreyfingarinnar var svo þing Alþýðusambands Islands hið 31. í röð- inni. Stóð það 25.—29- nóvember og er nánar sagt frá aðalatriðinu, er þar gerðist, í grein Svavars Gestssonar „Bjarnagreiðinn". LÖGREGLUÁRÁS Lögreglan í Reykjavík réðst á hópfundi og kröfugöngur sem Æskulýðsfylkingin og Fé- lag róttækra stúdenta stofnuðu til, fyrst hinn 21. desember og síðan á Þorláksmessu. Var í báðum tilfellum beitt kylfum og allmargt ungt fólk var sært en tugir hinna ungu manna og kvenna fangelsaðir. Vita slíkar árásir ein- stakra lögreglumanna á stjórnarskrárvernduð lýðréttindi almennings á illt. Þann 5. janúar 1969 gengust svo Æ.F. og Félag róttækra stúdenta fyrir Reykjavíkur- göngu til að mótmæla þessu árásum, — svo og tengt stéttabaráttu verkalýðsins. Sýndi lög- reglan sig ekki og allt fór friðsamlega fram, — við góða þátttöku í slæmu vetrarveðri. 197

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.