Réttur


Réttur - 01.04.1969, Blaðsíða 2

Réttur - 01.04.1969, Blaðsíða 2
lenzku efnahagslífi að setja hundruð miljóna króna í bílahallir, viðurkenna þá vitleysu að ætla að þjóna þjóðfélaginu á þennan heimskulega hátt hinn- ar „frjálsu" fjárfestingar. Það eru síðustu forvöð að öll hrunstefna hinna galopnu gátta víki fyrir sjálf- stjórn íslenzks efnahagslífs. Útlendir auðhringar eru vafalaust reiðubúnir að selja hingað vörur sínar, meðan við getum keypt — að arðræna okkur, ef við höfum atvinnu og af- komu til að kaupa. En það er ekki þeirra áhugamál að tryggja hér atvinnu, af- komu, iíf. Þeir láta sig litlu skifta, þó hér stefndi til landauðnar. Það hugsar enginn um að gera þetta land byggilegt nema vér íslendingar sjálfir. Aðrir vilja vafalaust við okkur verzla, ef þeir græða á okkur, en þó því aðeins að við sjálfir höfum séð um að hér sé fólk, sem getur lifað og getur keypt. Einokunarherrarnir undir grímu hinnar „friálsu samkeppni", munu ef þeim hefði tekizt að rýja þetta land, hugsa líkt og Hamborgarinn í „Skyn-þúfu" Stephans G. forðum: „Þó hyrfi um stund af hólma þeim hlutur gróða-vona, til eru ótal horn um heim hæf að vinna svona." En vér íslendingar höfum ekki barizt fyrir frelsi þessa lands, fyrir því að vér sjálfir og einir fengjum að byggja það og ráða því um alla framtíð, til þess að það yrði erlendum auðhröfnum stundargamans gróðaþúfa, heldur til hins að það yrði íslendingum um ókomna tíma farsældarfrón. — Að því skyldi þjóðin hyggja á aldarfjórðungsafmæli lýðveldisins.

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.