Réttur


Réttur - 01.04.1969, Blaðsíða 34

Réttur - 01.04.1969, Blaðsíða 34
lýðshreyfingin færi. Hefði verið efnt til alls- lierjarverkfalls (sem raunar hefði aldrei orðið algert, en reiknum með algerri stöðvun nokk- urra helztu félaganna á Suðvesturlandi) hefði það vafalaust staðið mjög stutta stund. Þá hefði útkoman út úr kjaradeilunni orðið allt önnur og lakari en raun varð á að lokum. Á því er ekki minnsti vafi. Þetta vissu raunsæjustu leið- togar launafólks og ákváðu að fara leið sem yrði ódýrust fyrir verkalýðshreyfinguna í heild og sársaukaminnst fyrir launafólkið sjálft. Og það var ekki fyrr en 10. og 11. apríl, sem verkalýðshreyfingin hóf virkar aðgerðir. Fyrst almenna vinnustöðvun þessa tvo daga en síðan keðjuverkföllin. Raunar má margt að þeim finna. Þátttakan í þeim var takmörkuð, heilu starfsgreinarnar skárust úr leik — verzlunar- menn — og keðjuverkföllin voru ekki fram- kvæmd þannig að þau kæmu að fullum notum. Til dæmis hefði þurft að setja olíubann á miklu fyrr, afgreiðslubann á ákveðin fyrirtæki o. s. frv. En það er þó alveg víst, að launafólk hefur eftir þessi átök fengið dýrmæta reynslu af því hvernig skynsamlegast er að beita verkfalls- vopninu. Atvinnurekendur höfðu í skjóli stjórnarinnar haslað völlinn í kjaradeilunni sem fyrr segir og jafnskjótt og verkalýðssamtökin sýndu mátt sinn boðuðu ýmsir atvinnurekendur verkbönn og ráku þúsundir starfsfólks út úr fyrirtækjunum. Þessi vinnubrögð eru einstæð í áratuga sögu. Verkalýðssamtökin höfðu greinilega ekki verið við þessu búin, enda brugðust þau ekki við á þann hátt sem nauðsynlegur hefði verið. Verka- lýðsfélögin áttu til dæmis að styðja þá hópa verkafólks sérstaklega, sem urðu fyrir barðinu á verkbannsæði atvinnurekendanna. En það versta var þó, að verkalýðsfélögin skyldu ekki gera til- raunir til þess að efna til virkra aðgerða gegn atvinnurekendunum sem beittu verkbannsvopn- inu og er nú komið að alveg sérstökum þætti í þessari kjaradeilu, sem ekki verður gengið fram hjá í slíkri grein, en það er félagsstarf eða öllu heldur starfsleysi félaganna í deilunni. Ef verkalýðsféiög eiga að vera annað og meira en nafnið tómt hljóta þau að leggja áherzlu á það að vinna félagslega, einmitt í kjaraátökum. Stjórnir þeirra eiga að halda fundi þar sem fjallað er um kröfurnar, þær eiga að mótast í félögunum og stjórnirnar eiga stöðugt að láta félagsmennina fylgjast með deilunni á hverju stigi hennar. Það getur að sjáifsögðu stundum verið nauðsynlegt að loka mál inni í nefndum til þess að viðkomandi aðilar geti ræðzt við af fullum trúnaði, a.m.k. þeir sem sitja öðru megin borðsins. En það er engu að síður nauðsynlegt að félagsmenn í verkalýðsfélögunum fái að fylgjast með því sem gerist í samninganefndinni á hverjum tíma. Það eru jú þeirra kjör, sem verið er að semja um. Með þessu móti er oft á tíðum líka unnt að eyða alls kyns tortryggni, sem ella vex og margfaldast í skjóli óvissunnar. Þetta verður þeim til ávinnings, sem vinna eins og til dæmis andstaðan innan Dagsbrúnar þar sem Framsóknarmenn, hannibalistar og Sósíal- istafélag Reykjavíkur sneru bökum saman í ár- ásum á Dagsbrúnarstjórnina. Ef forustu- menn verkalýðsfélaga ætla sér að hafa eitthvert vald á félögunum og því starfi sem þeir hafa verið kosnir til ber þeim lagaleg og siðferðileg skylda til þess að vinna miklu betur og meira innan félaganna en gert var í þessari kjaradeilu sem nú er lokið — í bili. Þegar keðjuverkföllin tóku að segja til sín varð strax vart við að ríkisstjórnin var að gefa slakann eftir og eftir 1. maí urðu þáttaskil í deilunni. Almenningsálitið hafði verkalýðs- hreyfingin með sér vegna hófsamlegrar kröfu- gerðar og hófsamlegra aðgerða, vegna hrakfara fjármálaráðherra fyrir dómstólunum, vegna þeirrar samstöðu, sem náðst hafði innan verki- lýðssamtakanna og síðast en ekki sízt vegna vertíðarinnar sem hafði komið vel út. 16- mannanefndin sýndi nú tilboð sín og skömmu 82

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.