Réttur


Réttur - 01.04.1969, Blaðsíða 40

Réttur - 01.04.1969, Blaðsíða 40
apríl 1969 eftir erfiða legu 66 ára að aldri. Hann var fæddur 1903 í Moskvu, útskrifaðist úr háskólanum í Leningrad, vann að vísindum og blaðamennsku. Síðar meir var hann stjórn- andi í ýmsum vísindastofnunum, var um skeið ritstjóri „Pravda" um utanríkismál. Hann var einn af varamönnum í miðstjórn Kommúnista- flokks Sovétríkjanna er hann lést. Franzow var hugsjónamaður, hlédrægur og viðkvæmur félagi, mikill alþjóðasinni í hugsun og vann allt sitt líf fyrir framgang sósíalism- ans. ITALÍA Styrkleiki Kommúnistaflokks Ítalíu vex í sí- fellu. í kosningunum 1968 fékk flokkurinn 8.600.000 atkvæði eða 27% allra kjósenda. En þar að auki fékk PSIUP — „hinn Sósíalistíski flokkur verklýðseiningarinnar'' — sem hefur nána samvinnu við Kommúnistaflokkinn, hálfa aðra miljón atkvæða. Ásamt smærri hópum, sem vinna með þeim, hafa því þessir vinstriflokk- ar sósíalismans í Ítalíu um 10 miljónir at- kvæða eða þriðjung allra kjósenda bak við sig. í þinginu eru um 250 þingmenn fulltrúadeild- ar og öldungaráðs fylgjandi þeim. Vegna þessara kosningasigra hefur m.a. tek- izt að knýja fram endurbóralöggjöf, sem trygg- ir öllum ítölskum verkalýð lífeyri eða ellilaun er nema 75% launanna og eftir 5 ár 80% launanna. Enrico Berlinguer, varamaður aðalritara Kommúnistaflokks Ítalíu, sagði á heimsráð- stefnu kommúnistaflokka og annarra verklýðs- flokka í Moskvu í júní, eftirfarandi í sambandi við þessa sigra og baráttu: „Barátta alþýðunnnar semr æ meir á dagskrá spurningarnar um gerbreytingu efnahagskerf- isins og ríkisbáknsins, gerir það æ nauðsynlegra að verkalýðurinn og alþýðan öll taki forysm í ríkisvaldinu og þjóðlífinu. Vaxandi fjöldi vinn- andi fólks skilur, að hin miklu vandamál efna- hagslegra, félagslegra og menningarlegra fram- fara og lýðræðis á Ítalíu, verða aðeins leyst með umsköpun á grundvelli þjóðfélagsins, þ.e. með sósíalistískri byltingu". SAMKEPPNI KERFANNA Efnahagsleg samkeppi auðvaldsheimsins og heims sósíalismans hefur þróazt sem hér segir: Hlutfall hins sósíalistíska heims var: Ártal Stærð íbúatala Iðnaðar- framleiðslu heims 1917 16 8 3 1937 17 8 10 1950 25 35 ca. 20 1965 26 36 ca. 38 Hlutfall helztu auðvaldslanda í iðnaðar- framleiðslu heims var: 1880 1967 Þýzkaland ................... 13 5* England ...................... 28 5 Frakkland ..................... 9 3 Bandaríkin ................... 28 28 Rússl. (og nú sós. heimur) 5 38 Hlutfall Bandaríkjanna innan auðvalds- heimsins hefur þróazt þannig: 1880: 28%; 1913: 36%; 1937: 42%; 1950: 53%; 1965: 45%. — Höfuðorsök hlutfallslegrar lækkunar hjá Bandaríkjunum er að hlutfall Japans hefur vaxið úr 1% 1948 upp í 6% 1965 og Vestur-Þýzkalands úr 4% 1948 upp í 9% 1965. Þau af sósíalistísku löndunum, sem til- heyra Comecon eru þessi: Sovétríkin, Pólland, * 1967: Vestur-Þýzkaland. 88

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.