Réttur


Réttur - 01.04.1969, Blaðsíða 22

Réttur - 01.04.1969, Blaðsíða 22
LÍNURIT: KAUPMÁTTUR TÍMAKAUPSINS SKÝRINGAR OG ATHUGASEMDIR: 1. Taflan sýnir eingöngu þróun kaupmáttar tíma- kaups samkvæmt lægsta (1.) taxta Dagsbrún- ar. Sjúkrapeningar og orlofsfé er innifalið. Mið- að er við gömlu vísitöluna án húsnæðisliðar til marz 1959, eftir þann tíma við A-lið nýju vísi- tölunnar, þ. e. a. s. án húsnæðisliðar og án beinna skatta og fjölskyldubóta. 2. Taflan sýnir aðeins kaupmátt tímakaupsins, ekki vikukaupsins, en á þessu verður munur með árinu 1965, þegar vinnuvikan er stytt niður í 44 úr 48. Mismunurinn á kaupmætti tímakaups (t.) og vikukaups (v.) er þessi: 1965: t. 91.4 v. 87.5. — 1966: t. 95.3 v. 87.3. — 1967: t. 96.8 v. 88.7. — 1968: t. 91.7 v. 84.1. — 1. maí 1969 t. 79.3 v. 72.7. — 19. maí 1967: t. 92.8 v. 85.1. 3. Taflan endurspeglar ekki tilfærslur milli flokka. Þannig eru t. d. hafnarverkamenn, sem lengst af voru í 1. fl., nú komnir upp í 5. fl., tímakaup þeirra nú 64.25, þegar 1. fl. hefur 58.80, hvort- tveggja eftir 19. maí 1969. Þetta munar rúmum 9% hvað 5. fl. er hærri en 1. fl. — Þá fá þeir er hafa unnið 2 ár aldursuppbót, er gerir nú kaup þeirra 66.89 kr., en það gerir 4% í viðbót við flokkshækkunina miðað við 1. fl. Ennfrem- ur mun nú þorri hafnarverkamanna Dagsbrúnar i Reykjavík fastráðinn. Hafnarverkamenn, sem unnið hafa í 2 ár, hafa því 13% meiri kaupmátt tímakaups og vikukaups en hér kemur fram. 4. Það skal skýrt tekið fram að þessi tafla endur- speglar að engu leyti þróun árstekna. Þegar mikil vinna var gátu árstekjur margra verka- manna orðið allt að tvöfaldar miðað við dag- vinnu, sökum þess að eftir-, nætur- og helgi- dagavinna var mikil. Eins kemur ekki fram hver áhrif atvinnuleysið hefur á árstekjurnar þeg- ar það kemur til sögunnar. 5. Reynt er að láta línuritin sýna sveiflurnar, síð- ustu árin að nokkru leyti, oftast hæst og lægst á hverju ári, en framantil og að nokkru síðar er miðað við meðaltal áranna. Meðaltal áranna er sem hér segir, ef 1945 = 100. 1946: 100. — 1947: 102,9. — 1948: 98.6. — 1949: 101.6. — 1950: 92.4. — 1951: 84.5. — 1952: 84.9. — 1953: 91.5. — 1954: 90.9. — 1955: 96.5. — 1956: 97.2. — 1957: 95.8. — 1958: 96.8. — 1959: 101.1 — 1960: 90.3. — 1961: 85.4. — 1962: 84.2. — 1963: 85.4. — 1964: 86.7. — 1965: 91.4. — 1966: 95.3. — 1967: 96.8. — 1968: 91.7. 70

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.