Réttur


Réttur - 01.04.1979, Blaðsíða 28

Réttur - 01.04.1979, Blaðsíða 28
fólkinu og kaupinu af verkalýðnum. - Almenningur er farinn að sjá í gegnum svikamylluna og minnka sparifjármynd- unina og verkalýðurinn svaraði svo kröft- nglega í kosningunum 1978 að nú voru ný ráð dýr, nýjar arðránsaðferðir - eða máske réttara sagt, það verður að reyna liinar gömlu. Og ef það á að takast, — en viðhalda samt öllu þeirra gamla afætu- bákni og illu skipulagningu, - þá verður nú að láta verkalýðnum blæða bæði með atvinnuleysi og kaupkúgun. Og það er það, sem klíkan ætlar að reyna. Nú bætist ofan á allan þennan áróður hin sérstaka hagnýting afturhaldsins á olíuhækkuninni miklu: Annarsvegar reynir hún að nota þessa hækkun til þess að slíta viðskiptasamböndunum við Sov- étríkin, lætur blöð sín ekki linna látum í blekkingaráróðri sínum, til þess að gera Island að nýju háð verstu gróðahringum heims. Hinsvegar reynir svo afturhaldið auðvitað að koma í veg fyrir að braskara- valdinu á íslandi verði látið blæða, er viðskiptakjörin versna. Það á að halda allri sinni óreiðu, jafnvel græða meir á henni en nokkru sinni fyr, eins og „syst- urnar sjö“, olíuhringirnir miklu, sem aldrei hafa grætt önnur eins ósköp eins og síðan Arabarnir byrjuðu að hækka olí- una 1973. II. Hótunin um allsherjarverkbann aí hálfu VSI-klíkunnar er þjóðfélagslegt og sálfræðilegt rannsóknarefni. Það er greinilegt að ný kynslóð er heldur sig „kapítalista", er að taka þarna við af þeim gömlu, sem eitthvað höfðu þó lært al lífinu og þekktu íslenska þjóðfélagshætti. í fyrsta lagi ber þessi hótun mark um hroka piltanna, sem fæddir eru með silf- urskeiðina í munninum og finnst sjálf- sagt að þeir ráði, — alþýðan eigi að þræla fyrir þá, - ríki og bankar skuli þjóna þeim. - og ef sýnt er fram á gagnsleysi þeirra fyrir þjóðfélagið, hroka þeirra og hæfileikaskort til aðstjórna íslensku efna- hagslífi, — sannað hvílík byrði þeir og allt þeirra hafurtask — með örfáum und- antekningum - séu þjóðfélaginu, — þá skuli slíkir úthrópaðir í leigujiressu þeirra, kostaðri af hermangsgróða, skattsvikum, gjaldeyrissvikum og hvers- konar öðru arðráni, ef þeim þá ekki tekst að gera hana að gróðafyrirtækjum með skattfrjálsum auglýsingum sjálfra sín. Það grunar marga að Ihaldinu hafi ver- ið ósárt um 2 mánaða stöðvun farskip- anna, ef hún aðeins gæti orðið stjórninni að falli. Miljarðatap fyrir atvinnu- reksturinn, starfsmenn og þjóðarbúið - hvað munar þessa háu herra um það. Þeir heimta bara að þjóðin borgi, — alveg eins og nú, er þeir 25. júní undirrita samninga um 3% grunnkaupshækkun - og heimta að allt fari út í verðlagið! - Það ergamalt merki um að sú herra-stétt, sem ekkert getur lært og engu gleymt, sé feig. í öðru lagi ber þessi allsherjar-vérk- bannshótun vott um andlegan tómleika hinna söddu, sem ekki hafa unnið fyrir velmegun sinni í krafti verka sinna, „í sveita síns andlitis". Afstaða þeirra og hagfræðinga þeirra einkennist af skorti beirra á sjálfstæði og vilja til að hugsa fyrir sitt eigið land út frá sérstöðu þess, - og taka því ómeltar framandi kénning- ar, sem alls ekki eiga við hér, en eru bún- ar til sem andlegar ránsklær af hag- fræðingum þeirra auðhringa, er hremma vilia sem mestan hluta heimsauðsins und- ir sig. 108
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.