Réttur


Réttur - 01.04.1979, Blaðsíða 37

Réttur - 01.04.1979, Blaðsíða 37
Guðmundur Guðmundsson og Guðmundur Jóhann Arason: Auðhringurinn Alusuisse INNGANGUR. [Tveir ungir háskólamenn hafa tekið hér saman merka grein um umsvif auðhrings- ins Alusuisse út um heim og er íslendingum mikil þörf á að kynna sér þau. „Réttur“ á máske von á grein frá þeim um umsvif hringsins hér heima. — Guðmundur Guð- mundsson nemur matvælafræði við Háskóla íslands, en Guðmundur Jóhann Arason er líffræðingur: Tilgangurinn með ritgerð þessari er að gefa yfirlit yfir fjölþjóðafyrirtækið Alusuisse, og benda á pólitískar afleiðingar af starfsemi þess. Greint verður frá sögu og þró- un fyrirtækisins, skipulagi, núverandi umsvifum og starfsháttum. Dótturfyrirtæki Alu- suisse, ÍSAL, sem rekur álverið í Straumsvík, er sjöunda stærsta fyrirtæki hérlendis (miðað við starfsmannafjölda)1, og þrátt fyrir að starfsemi þess hafi ætíð verið mjög umdeild er ekkert slíkt yfirlit til. Athuganir á byggingu álvers hérlendis hófust upp úr 1960. 1966 var samþykktur á Al- þingi samningur við Alusuisse um stofnun dótturfyrirtækis hérlendis, sem byggði og starfrækti hér álbræðslu (tafla 1). Dótturíyrirtækið, ísal, sem tók til starfa 1969 keypti árið 1974 52,5% af seldri raforku almenningsrafstöðva á íslandi, en borgaði 10,3% heildarsöluverðsins. Afstaða íslenskra ráðamanna til Alusuisse kempur vel fram í Morgunblaðinu 24. 2. 1966. Þar segir þáverandi iðnaðarráðherra Jóhann Hafstein: „En við mig er sagt áróð- urslaust og í einlægni af fyrirsvarsmönnum hins svissneska fyrirtækis, sem rætt er um, að reisi hér álbræðslu, að sennilega yrði þetta þá síðasta álbræðsla þessa fyrir- tækis, sem nota myndi raforku frá vatnsaflsvirkjun." í framhaldi af þessu má geta þess að í ársskýrslu Alusuisse fyrir 1974 segir frá byggingu nýs vatnsorkuvers í Löts- chen í Sviss sem hefji rafmagnsframleiðslu 1975. Þetta orkuver er algjörlega í eigu Alusuisse. Þar sem að hér er ætlunin að kynna lesendum starfsemi Alusuisse erlendis, verður ekki farið nánar út í umsvif fyrirtækisins á íslandi. Það verður etv. gert síðar. 117
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.