Réttur


Réttur - 01.01.1981, Page 42

Réttur - 01.01.1981, Page 42
Hrafn Sæmundsson: Heildarsýn verkalýðshreyfingarinnar Öllum er nú orðið ljóst að miklar breytingar eru í uppsiglingu í efnahags- málum vesturlanda. Það ríkir kreppa í þessum heimshluta. Kreppur eru nú meðhöndlaðar á annan hátt en áður. Nú er miklu meira vitað um eðli þeirra og afleiðingar og ríkisstjórnir og stærri efnahagsheildir hafa meira auga með þeim og grípa inn í rás viðburða þegar þurfa þykir. Þrátt fyrir þessar varúðarráðstafanir eru kreppueinkenni hvarvetna sýnileg og ofan á almennt efnahagshrun á mörgum sviðum, kemur nú til nýr þáttur; bylting í tæknimálum. Réttur hefur fjallað um þennan þátt og verður það ekki gert hér. Vegna hinnar breyttu aðstæðna í efna- hagsmálum, verður verkalýðshreyfingin nú að horfa fram á nýja baráttu. Það er ljóst að ef vel á að fara, verður verka- lýðshreyfingin að stokka upp spilin að verulegu leyti og breyta starfsaðferðum sínum. Þær starfsaðferðir sem verkalýðs- hreyfingin á íslandi hefur notað í stórum dráttum frá upphafi, eru nú orðnar úr- eltar. Saga undanfarinna ára hefur sýnt að þessar aðferðir gefa ekki lengur þann árangur í aðra hönd sem áður var. Og 42

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.