Réttur


Réttur - 01.01.1985, Blaðsíða 40

Réttur - 01.01.1985, Blaðsíða 40
tækið sjálft gaf upp í skattframtölum sínum. United Fruits og aðrir landeigendur brugðu skjótt við. í Bandaríkjunum til- kynnti utanríkisráðherrann Joh'n Foster Dulles — fyrrverandi lögfræðingur Unit- ed Fruits — að „Arbenz hugsar eins og kommúnisti og talar eins og kommúnisti og jafnvel þó að hann sé ekki beinlínis kommúnisti þá starfar hann sem slíkur“. Með aðstoð CIA var nú dubbaður upp ofursti frá Guatemala — Carlos-Castillo Armas, sem var við herskólann í Fort Leavenwort í Kansas, — og fengin vopn, — þar á meðal flugvélar með bandarísk- um „sjálfboðaliðum“ sem flugmönnum, — og peningar til að koma upp gagnbylt- ingarher í Hondúras og Nícaragúa. Árið 1954 réðst Armas inn í Guate- mala og steypti Arbenz með blóðugu valdaráni. Að tveim árum liðnum var búið að skila gömlu eigendunum 99,6 hundraðshlutum af því landi sem tekið hafði verið eignarnámi, öll stjórnarand- staða var bönnuð, verkalýðsfélög voru leyst upp, laun landbúnaðarverkamanna voru lækkuð um 30 af hundraði og ógnar- öld hófst með dauðasveitum og neyddist róttækt fólk til að flýja land eða fara huldu höfði. Eisenhower Bandaríkjaforseti lýsti því yfir að Guatemala hefði verið „frelsað undan kommúnismanum" og myndi nú njóta sérlegrar aðstoðar frá Bandaríkjun- um. Bandaríska sendiráðið var stækkað og starfsmönnum fjölgað úr 28 í 165 á einu ári. Jarðeignaumbætur voru lagðar á hilluna en í staðinn var fjármunum veitt til að koma á fót innlendum iðnaði og efla þannig hina litlu en áhrifaríku yfirstétt. Afskipti Bandaríkjanna og stuðningur við valdaræningjann Armas hafði í för með sér að framsæknustu stjórn sem setið hafði að völdum í Guatemala var steypt. Bandaríkin fengu þannig aðstöðu til að móta framtíðarefnahagsþróun landsins og laga hana að hagsmunum bandarísks fjármagns. Með því að koma gömlu valda- stéttinni í Guatemala aftur til vaida bera Bandaríkin beina ábyrgð á kúgunarferli einhverrar afturhaldssömustu valdastétt- ar heims. Atburðirnir í Guatemala 1954 voru einnig viðvörun til frjálslyndra og fram- farasinnaðra borgaralegra afla í hinum Mið-Ameríkulöndunum. Bandaríska heimsvaldastefnan og bandarískt einok- unarauðmagn samþykktu ekki breytingar eða stjórnir sem gætu ógnað völdum þeirra, og Bandaríkin voru einnig reiðu- búin og fær um að brjóta á bak aftur slík- ar tilraunir. Bjarmar fyrir nýjum degi f>að voru sennilega ekki margir sem áttu von á því um miðjan 6. áratuginn að nokkur gæti sigrað í viðureign við Banda- ríkin með sína tröllauknu yfirburði, til þess voru atburðirnir í Guatemala í of fersku minni. Það liðu þó ekki mörg ár áður en þetta varð staðreynd: Það sem Bandaríkin á árunum 1956-57 litu á sem hlægilegt byltingarbrölt í torsóttu fjall- lendi Kúbu, hafði áður en varði í för með sér að einum tryggasta bandamanni Bandaríkjanna var steypt af stóli. í árs- byrjun 1959 flýði Batista eins og rotta sökkvandi skip, þegar sigurreifar skæru- liðasveitir Fídels Castrós héldu inn í höfuðborgina Havanna. Sigur kúbönsku byltingarinnar var boð- beri nýrra tíma í sögu Ameríku. Hann sannaði að alþýðubylting gat sigrað ein- ræðisstjórn Bandaríkjaleppa. Ameríka var ekki lengur einvörðungu „bakgarður“ Bandaríkjanna. ísinn var brotinn, —• sigurför frelsisaflanna var hafin. 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.