Réttur


Réttur - 01.04.1985, Page 24

Réttur - 01.04.1985, Page 24
hátt og tíðkast hafði þegar sauðir voru lesnir frá höfrum jafnvel allt við 7 ára aldur. Peim sem kynntust þessu fyrir- komulagi mun fæstum eftirsjón að því, enda öllum hugsandi mönnum ljóst að það er bæði ranglátt og beinlínis hættu- legt að láta sér detta í hug að ákveða við þann aldur hverjir hæfir séu til náms og hverjir ekki. Heimilisaðstæður barna eru ólíkar og hafa úrslitaáhrif á námsgetu þeirra á þessum aldri, auk þess sem þroski er fjarska mishraður. íslenskri al- þýðu var þetta mikið hagsmunamál á sín- um tíma enda beinlínis til þess ætlað að jafna aðstöðu til náms. Hins vegar virðist alveg hafa gleymst að hugsa fyrir fram- haldinu. Það hefði nefnilega átt að vera öllum Ijóst að blöndun í bekki krafðist allt annarskonar vinnu af kennurum en sorteringin. Athygli kennarans varð að deilast í miklu ólíkari staði en áður, líkur til að einhverskonar samræmd kennsluað- ferð gæti átt við voru hverfandi. Þess vegna hefði nauðsynlega þurft að auka „hjálparkennslu" eða aðstoð við hefð- bundna bekkjarkennslu, og væntanlega einnig að fækka í bekkjum eða námshóp- um. Hvorugt gerðist. Yfirstjórn mennta- mála leyfði sér meira að segja að ganga í berhögg við alla heilbrigða skynsemi og fjölga í bekkjum. Og skal tekið fram að það gerðist undir svokallaðri vinstristjórn í ráðherratíð formanns Alþýðubandalags- ins um þær mundir. Samkvæmt ákvörð- un þeirrar ríkisstjórnar skyldu nemendur vera sem næst meðaltalinu 26 í bekk — og var vitanlega ljóst að það hlaut að þýða fjölgun í bekkjum á ýmsum stöðum. Kennarar gáfust samt ekki upp. Þeir leituðu ótrauðir leiða til að ná markmið- um grunnskólans þrátt fyrir það að þeim voru ekki sköpuð viðunandi skilyrði til þess. Nýbreytni í skólastarfi víða um land er glöggur vitnisburður um þetta (ég nefni Fossvogsskólann og Vesturbæjar- skólann í Reykjavík og grunnskólann á Kópaskeri sem dæmi). í þessu starfi kem- ur reyndar einnig fram bætt kennara- menntun frá því sem verið hafði. Hún fékk fullan stuðning ríkisvalds í samþykkt laga um embættisgengi kennara, en síðan ekki söguna meir. Eftir sem áður voru menn ráðnir réttindalausir til starfa og ekkert bólaði á löggildingu kennarastarfs. Að vonum hefur kennurum sviðið það afskiptaleysi og skeytingarleysi sem ríkis- vald og allur almenningur hefur sýnt þeim. Og þar á ofan máttu þeir una því að kjör þeirra rýrnuðu með hverju árinu í stað þess að batna í einhverju hlutfalli við kröfurnar sem þeir sjálfir og aðrir gerðu til skólanna. Þetta skeytingarleysi lýsti sér reyndar hvað best lengi vel í því að innan BSRB nutu kröfur kennara fá- dæmalítils skilnings. Þeim var endalaust velt upp úr gömlum bábiljum um langt sumarleyfi — sem einkum á sér þá skýr- ingu að dagvinnuvika kennara á skóla- tíma er næstum fjórðungi lengri en ann- arra vinnandi stétta, talað var um mennta- hroka og einkum og sér í lagi klifað á því að skólakerf;ð væri ekki undirstöðuat- vinnuvegui og starfsmenn þess gætu því engar kröfur gert til stækkand' sneiðar af þjóðarkökunni. Þetta eru hugsanlega óálitlegustu draugar sem íslenska verkalýðshreyfingin hefur tekið trú á: Annars vegar skilgrein- ing valdastétta á „undirstöðuatvinnuveg- um“ og hins vegar gervikenningin um „þjóðarkökuna“. Fyrri bábiljan er eins og síðar verður að vikið ein meginorsök þess að við Islendingar nálgumst vanþróuð ríki með ógnvænlegum hraða nú þegar þekkingarbylting tölvualdar gengur yfir. Síðari kenningin hefur m.a. leitt til þess 88

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.