Réttur


Réttur - 01.01.1987, Blaðsíða 12

Réttur - 01.01.1987, Blaðsíða 12
stöövum. Ákveðið var að kjörorð göng- unnar skyldi vera JAFNRÉTTI. Magnús Kjartansson var kosinn framkvæmda- stjóri göngunnar. Þann 19. september hafði allt verið undirbúið og fór fram eins og áformað var. Hér var fjölmenni saman komið. Þátttakendur voru sagðir nær 10 þúsund. Gangan vakti óskipta athygli. Einkum þótti furðu sæta hve margt af göngufólk- inu þurfti að nota hjólastóla og önnur hjálpartæki. Fæsta hafði grunað að svo margt hreyfihamlað fólk væri í Reykja- víkurborg. Fessi fjöldi sýndi, svo ekki varð um villst, að í samgöngumálum var mörgu ábótavant. Ef jafnrétti í sam- göngumálum átti að vera meira en orðin tóm, þyrfti að taka fastar á en gert hafði verið til þessa. Á Kjarvalsstöðum var vel tekið á móti göngufólkinu af borgarstjóra og borgarfulltrúum. Haft er fyrir satt að þessi ganga hafi verið holl hugvekja fyrir valdamenn jafnt og alla alþýðu. Þegar leið á sumarið 1979 fóru áhuga- menn að hugsa til nýrra umræðna um málefni fatlaðra, með hliðsjón af þeirri hreyfingu sem Jafnréttisgangan hafði valdið, en ekki varð af framkvæmdum þar til um haustið, — en þá gerðist það skyndilega að Alþingi var rofið og kosn- ingar tilkynntar í desember. Þá var brugðið við og boðað til sameiginlegs fundar Sjálfsbjargar félags fatlaðra í Reykjavík og Blindarafélagsins — sam- taka blindra og sjónskertra. Þar var tekin ákvörðun um að taka þátt í kosningabar- áttunni og samþykkt svofelld tillaga: „Sameiginlegur fundur Sjálfsbjargar, félags fatlaðra í Reykjavík og Blindrafé- lagsins, samtaka blindra og sjónskertra á íslandi, haldinn í Sjálfsbjargarhúsinu 23. október 1979 skorar á stjórnir Lands- sambands fatlaðra og Blindrafélagsins, að beina þegar í stað eftirtöldum spurning- um til þeirra stjórnmálasamtaka sem bjóða fram í öllum kjördæmum á fslandi.'1 Hér koma spurningar í mörgum liðum og verða hér tekin dæmi: „4. Eiga fatlaðir að hafa sama rétt og aðrir til þátttöku í sveit- arstjórnarmálum og á að haga starfsað- stöðu og húsakynnum þannig að þau tryggi þann rétt? 5. Mun flokkurinn beita sér fyrir því þegar á næsta þingi að sett verði lög sem tryggi aðgengi og starfsað- stöðu fatlaðra í húsakynnum, sem fyrir eru í landinu, þ. á m. íbúðarhúsum, skólum, vinnustöðum, verslunarhúsum, samkomustöðum og öðrum þeim stofn- unum sem eru forsenda eðlilegs mann- lífs?“ í bréfi til þingflokkanna segir: „Ályktunin er send hérmeð og þess óskað að svör hafi borist í síðasta lagi 10. nóv- ember, en þau verða þá birt almenningi. I framkvæmdastjórn voru tilnefndir Gísli Helgason, Halldór Rafn Benediktsson og Sigursveinn D. Kristinsson, en þeir hafa ráðið Magnús Kjartansson sem starfsmann. Aðsetur framkvæmdastjórn- ar verður í Sjálfsbjargarhúsinu Hátúni 12, sími 17868 og verða þar gefnar nánari skýringar ef óskað verður eftir.“ Allir stjórnmálaflokkarnir sendu svör, flest greinileg og jákvæð. Þegar þau voru öll komin fram tók Magnús saman bókar- kver þar sem öll þessi gögn eru birt. Kverið heitir: Jafnrétti fatlaðra, heimild- ir. Bókaútgáfa Menningarsjóðs gaf út. í lokasetningum aðfaraorða, sem fylgdu kverinu segir Magnús Kjartans- son: „í þessu kveri eru birt bréfaskipti, þar á meðal svör þingflokkanna allra, og er kverinu ætlað að verða handbók fyrir al'la þá sem vilja berjast fyrir því að mannréttindayfirlýsing breytist með sem skjótustum og greiðustum hætti í mann- réttindi í raun.“ 12

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.