Réttur


Réttur - 01.01.1987, Blaðsíða 43

Réttur - 01.01.1987, Blaðsíða 43
okkar gamla landi frá þeirra nýja landi“. Gegn því reis þjóðin. Bandaríki Norður-Ameríku, voldug- asta herveldi heims varð að sætta sig við þá neitun, — en þetta forríka land hélt áfram hernámi landsins án laga og réttar — og beitti nú hvað eftir annað kúgun, hótunum og blekkingum, sem dugðu til að fá vissa flokka til að hlýðnast sér. Fulltrúar íslenskrar alþýðu, lengst af einir undir forustu Sósíalistatlokksins, neituðu að beygja sig fyrir ofríki her- valdsins mikla. En íslensk þjóð hafði sýnt það 1944-45 að hún gat enn risið upp og boðið voldug- asta ríki heims byrginn, sýnt að hún vildi ráða landi sínu sjálf og ein. Síðara há- markinu í frelsisbaráttunni á þessari öld var náð. 9 • Nær kemur að þriðja hámarkinu í sjálf- stæðisbaráttu íslendinga, — að Alþingi segi Bandaríkjaher að fara burt af landi voru, — þingið hefur til þess lagaheimild og herinn yrði að fara eftir IV2 ár. Og jafnframt yrði ísland að segja sig úr Nato nýlendudrottnanna, sem þjóðin var blekkt til að ganga í með loforðinu um að aldrei yrði her hér á landi. Ella gætu Bandaríkin, ef til stríðs kæmi, heimtað allar gömlu herstöðvarnar aftur. Sigrarnir, sem unnust 1908 og 1944-45 voru sigrar, hámörk í frelsisbaráttu. En baráttan um að fá ísland frjálst af innrásarhernum og Nato er ekki aðeins barátta um að þjóð vor fái að ráða landi sínu frjáls og ein. Hún er líka baráttan um líf þjóðarinnar og framtíð. Bandarík- in hugsa sér ísland aðeins sem fórnardýr í því stríði, sem valdhafar þess eru svo æst- ir í að heyja. Það er því um líf eða dauða þjóðar vorrar að tefla í þeirri frelsisbaráttu. 43

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.