Réttur


Réttur - 01.01.1989, Blaðsíða 6

Réttur - 01.01.1989, Blaðsíða 6
4. Þjóðminjasafn, Sett hafa verið ný þjóðminjalög. Byggingarnefnd um endurbætur á húsakosti safnsins er tekin til starfa. 5. Þjóðarbókhlaða. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að ljúka framkvæmdum við Þjóðarbókhlöðu þannig að starfsemi Landsbókasafns og Háskólabókasafns flytjist í Þjóðarbókhlöðuna árið 1992. 6. Samþykkt hafa verið lög á alþingi um Þjóðarbókhlöðu og endurbætur menningarbygginga. Meginverkefni sjóðs sem stofnaður er samkvæmt lögunum er að tryggja að staðið verði við framkvæmdaáætlun Þjóðarbók- hlöðunnar. í annan stað er gert ráð fyrir því að verja fjármagni til að endurbæta þær byggingar sem til eru og því að verja fjármagni til þess að verja og endurbæta hús og húshluta sem teljast til þjóðminja. 7. Frumvarpsdrög verða til umfjöllunar í stjórnarflokkunum í sumar um út- varpsmál. Þar er gert ráð fyrir sterkum menningarsjóði sem hafi það verkefni að styrkja og styðja margvísleg verk- efni á sviði menningarmála, svo sem bókaútgáfu, hljómplötuútgáfu, auk dagskrárgerðar af ýmsu tagi. 8. Barnamenning. Námsstjórar skóla- þróunardeildar eru í gagnasöfnun til að undirbúa skipun nefndar um barna- menningu. Sú nefnd á að gera tillögu um það hvernig hægt er að gera listir og menningu að virkum þætti í lífi og starfi barna og unglinga á íslandi og að gera langtímaáætlun um það hvernig listuppeldi nemdenda skuli háttað þegar búið verður að lengja skóladag yngstu skólabarnanna. 9. Kynningarbók um íslenska list. Unnið er að útgáfu slíkrar bókar en þar verð- ur fjallað um það helsta sem nú er að gerast í listsköpun ásamt stuttu yfir- liti um fortíðina. Ritið er ætlað til kynningar erlendis og til að afhenda ferðamönnum sem hingað koma. 10. M-hátíð á Austurlandi verður haldin nú í sumar. Hún hefst 19. maí og henni lýkur 20. ágúst. Hátíðahöld verða á níu stöðum og þar munu koma fram fjölmargir listamenn. Listasafn íslands verður með mynd- listarsýningu á fjórum stöðum. Þar verða sýnd listaverk eftir níu listmál- ara sem tengjast Austfjörðum. Sá elsti er Jóhannes S. Kjarval og sá yngsti er Tryggvi Ólafsson. Þjóð- leikhúsið verður með sýningar á „Bíla- verkstæði Badda“ eftir Ólaf Hauk Símonarson, líka á fjórum stöðum. 11. Veruleg hækkun var ákveðin á fjár- lögum til íslcnskra leikhópa. 12. Ákveðið var að menntamálaráðu- neytið tæki þátt í því að minnast 100 ára afmælis Þórbergs Þórðarsonar með því að stofna Stílverðlaun Þór- bergs Þórðarsonar í samvinnu við Mál og menningu og Styrktarsjóð Þórbergs Þórðarsonar sem er í vörslu Háskólans. Að þessu sinni fékk Gyrðir Elíasson rithöfundur verð- launin. 13. Sérstök hátíðahöld eru í undibúningi vegna 100 ára afmælis Gunnars Gunnarssonar bæði í Reykjavík og á Austurlandi. Á Skriðuklaustri er unnið að endurbótum og þar er ætl- unin að opnuð verði listamanns og fræðimannsíbúð síðar í sumar. 14. Frumvarpsdrög liggja fyrir um Kvik- myndastofnun Islands þar sem ætlun- in er að sameina lög um Kvikmynda- sjóð og Kvikmyndastofnun. Þau verða lögð fyrir alþingi í haust. 15. Islensk málnefnd. Ný lög hafa verið 6

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.