Réttur


Réttur - 01.01.1989, Blaðsíða 25

Réttur - 01.01.1989, Blaðsíða 25
betra dæmi um þetta en Efri-Volta, eins og Burkina Faso hét fyrir byltinguna í ág- úst 1983. Árið 1984 sagði Sankara á þingi Sameinuðu þjóðanna: „Land mitt er full- komið dæmi um alla ólukku þjóðanna, sársaukafullt sambland allra þjáninga mannkyns.“ En hann var snöggur að bæta við að vegna hinnar lýðræðislegu og and- heimsvaldasinnuðu byltingar væri Burk- ina Faso orðið „umfram allt samnefnari vona í baráttu mannkyns fyrir betri heimi.“ Um ástand heilbrigðismála sagði hann: „Hlutfall sjúkdóma og dauða er með því hæsta sem þekkist vegna þess að það er aðeins eitt sjúkrahúsrúm fyrir hverja L200 íbúa og einn læknir fyrir hverja 50.000 íbúa.“ Það samsvarar 5 læknum á öllu íslandi. Um ástand menntunar sagði hann seint á árinu 1983 að byltingin hefði erft ólæsi upp á 92% að meðaltali og 98% meðal bænda. Við upphaf byltingarinnar hafði Efri- Volta, þökk sé sinnuleysi kapítalismans, hæstu dánartíðni ungbarna í heiminum eða 208 af hverjum 1.000 sem fæddust á Hfi. Frönsk heimsvaldastefna skildi eftir sig arf spillingar, bæði innan ramma laganna °g utan lagasviðs, þ.e.a.s. þess sem lög ná ekki til. Full 70% fjárlaganna fóru í að grciða laun eða komust með öðru móti í Vasa u.þ.b. 50.000 opinberra starfsmanna °g skriffinna, og það í landi með yfir 7 milljónir íbúa. Bændurnir, sem eru 90% þjóðarinnar, Þjáðust mest. „Bændurnir eru sviptir eignum, rændir, áreittir, fangelsaðir, hafðir að háði og spotti og niðurlægðir daglega. Samt er það þeirra vinna sem skapar þjóðarauðinn. Þeir þjást mest Vegna skorts á húsnæði, vegum, heilsu- gæslustöðvum og heilbrigðisþjónustu. Þeir þjást mest vegna menntunarskorts og atvinnuleysis.“ Eftir að hafa verið hraktir burt úr sveitinni til stórborganna og síðan neyðst til að fara til annarra landa í leit að vinnu þar sem þeir eru arð- rændir á ruddalegasta hátt sem erlendir verkamenn. Þetta hafa tvær milljónir þeirra mátt þola. Eins og Sankara sagði: „í stuttu máli sagt var þetta ástandið í landi voru eftir 23 ára síðnýlendustefnu: Himnaríki á jörð fyrir fáeina útvalda og helvíti fyrir alla hina.“ Sankara vissi að milljarðir manna búa við þetta ástand þó að ýmis smáatriði séu ólík í hinum ýmsu löndum. Það var engin furða þótt milljónir manna og þá einkum í Afríku, skyldu aðhyllast byltingarkennd og andheimsvaldasinnuð markmið hans. Sankara kvað skuldir þriðja heims ríkja við banka og ríkisstjórnir heims- valdasinna vera talandi dæmi um hin raunverulegu verk kapítalismans í heim- inum. Umfang skuldanna var af áður óþekktri stærðargráðu. Árið 1973 voru allar skuldir þriðja heimsins samanlagðar undir 100 milljörðum dollara, árið 1974 voru skuldirnar orðnar 300 milljarðar dollara og í árslok 1987 var upphæðin orðin himinhá eða 1.200 milljarðir doll- ara. Þriðja heims ríkin greiddu meira í af- borganir og vexti af skuldum frá 1982 til loka árs 1987, heldur en öll þriðja heims skuldin var samanlögð 1973. Eins og Sankara benti á: „Það ætti ekki að borga hinar erlendu skuldir til baka. Það væri hreinlega óréttlátt. Það væri eins og að borga tvöfaldar stríðsskaðabætur. Þrýstingurinn á að borga kemur ekki frá einu einstöku okurláni eins banka. Hann kemur frá heilu skipulögðu kerfi. Sú á- kvörðun að borga ekki krefst samræmdra 25

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.