Réttur


Réttur - 01.01.1989, Blaðsíða 27

Réttur - 01.01.1989, Blaðsíða 27
Doug Couper t.h. og þýðandinn Þorkell Ingólfsson t.v. (Ljósm. Högni Eyjólfs.) einkum í formi viðskiptabanns. Barátta alþýðunnar í einni síðustu eiginlegu ný- lendunni í heiminum, þ.e.a.s. baráttu Namibíu fyrir því að losna undan yfirráð- um Suður-Afríku var einkar mikilvæg fyrir Sankara ef ekki vegna annars en þess að Burkina Faso hafði verið nýlenda Frakka eigi alls fyrir löngu. Hann hefði örugglega stutt baráttuna í Namibíu eins og hún er í dag, rétt eins og ríkisstjórnin og fólkið á Kúbu gerir. Atburðirnir í Namibíu síðustu daga (aprílbyrjun — þýð.) sýna Ijóslega þörfina fyrir alþjóð- lega samstöðu, en það er nokkuð sem Sankara barðist alltaf fyrir. Aðgerðir Sankara byggðust alltaf á því að virkja verkamenn og bændur til aðgerða í eigin þágu. Eitt besta dæmi þessa var baráttan fyrir umhverfisvernd. Vegna vinnubragða sem heimsvaldasinnar komu á í landbún- aði og viðskiptum og ríkt höfðu í áratugi var Burkina Faso að missa ræktanlegt land í klær eyðimerkurinnar sem teygðist óðfluga suður á bóginn með 7 km hraða á ári. Afleiðingin var hungursneyð og það að tugþúsundir bænda hrökkluðust til borganna þar sem ekkert beið þeirra nema atvinnuleysið. Sankara þreyttist aldrei á því að útskýra það að baráttan til varnar umhverfinu væri ekki eitthvað sem sérfræðingar einir ættu að sjá um. í ræð- unni um umhverfismál, sem er í bókinni, 27

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.