Réttur


Réttur - 01.01.1989, Blaðsíða 21

Réttur - 01.01.1989, Blaðsíða 21
um þingmenn úr öllum heiminum, frekja viö umhverfið, þar sem bjó fólk við önnur lífskjör en allt það fólk sem ég hafði áður séð. Við fórum um nágrennið og reyndum aðeins að kynnast þessu fólki og það var ekki alltof auðvelt fyrir okkur vegna þess að við áttum dálítið erfitt með að skilja það — og það að skilja okkur. Það upp- lifði okkur sem peningadýr, eins og eðli- legt er. Við tókum eftir þeim kjörum sem þetta fólk býr við frá degi til dags að því er varðar mat, hreinlætisaðstæður, „húsa- kost“, kofar í okkar skilningi. Við fórum svo heim eftir tveggja vikna dvöl þarna og það tók mig satt að segja langan, langan tíma að ná mér á strik aft- ur við að taka þátt í þeirri almennu bar- áttu fyrir breyttri skiptingu lífsgæðanna sem fer fram í okkar landi. Þær kröfur sem hér eru gerðar til umhverfisins eru svo fjarska, fjarska ólíkar. Þó er það auðvitað þannig þegar við hugsum um mál af þessu tagi að við þurf- um ekki að hugsa um þau lengi til að skynja að þrátt fyrir allt þá eigum við hér í þessu landi, íslenskir sósíalistar og ís- lensk alþýða yfirleitt, margt sameiginlegt með þeirri kúguðu alþýðu sem býr í Afr- íku og í öðrum löndum. Það sem þessir uöilar eiga sameiginlegt, hvort sem þeir gera sér grein fyrir því eða ekki, er and- staðan við auðvaldið og birtingarform bess, imperíalismann, hvort sem hann hirtist okkur í bandaríska heimsveldinu eöa með einhverjum öðrum hætti. En það er fjarska ólíkt samt að bera saman aðstæður alþýðuforingja í okkar heimshluta við þær aðstæður sem þetta fólk býr við. Þar á milli er gjá, djúp gjá. Hins vegar er það þannig, og það er grunnurinn undir þessari samkomu, eins °g ég skil hana og fleiri samkomur sem ég Svavar Gcstsson menntamálaráðherra. (Ljósm. Högni Eyjólfs.) hef sótt á ykkar vegum, þá er það þannig að það er verið að reyna að hvetja til skilnings, í nafni alþjóðahyggjunnar, í sannasta skilningi hennar, erum við að reyna að hvetja til skilnings, í nafni sósía- lismans og alþjóðahyggjunnar, og á þeim grunni er ég ykkur þakklátur fyrir að hafa fengið að koma hér. Eg óska ykkur góðs í ykkar starfi og félögum okkar sem sitja hér á fremstu bekkjum óska ég góðs í þeirra baráttu og ég vona að ég fái einhvern tíma tækifæri til þess að vinna með þeim beint á akrin- um, þó síðar verði. Stundum finnst mér reyndar að baráttan fyrir sósíalismanum fari aðallega fram á stöðum eins og þarna niðri í Afríku eða í Nicaragua en þangað ætla ég að fara og berjast með félögunum strax og ég hef tíma til. 21

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.