Morgunblaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN AÐSTÆÐUR og umhverfi aldr- aðra hafa undanfarið fengið aukna athygli, einkum í tengslum við þró- un á auknum útgjöldum heilbrigð- iskerfisins. Víðast hvar á höfuðborg- arsvæðinu má sjá þann vanda sem sam- félagið stendur frammi fyrir þegar horft er á aðstæður aldraðra með t.d. löngum biðlistum inn á öldrunarheimili og vöntun á úrræðum tengt heimahjúkrun. Lífaldur Íslendinga er alltaf að lengjast. Það hefur sýnt sig að heilsa hins aldraða er mun betri en fyrir áratug og er hann einnig mun virk- ari þátttakandi í samfélaginu. Þær lausnir sem samfélagið hefur verið að bjóða öldruðum er ekki alltaf í takt við virkni og getu þessa hóps. Þegar við stofnum til fjölskyldu eru það börnin sem við höfum áhyggjur af. En þegar við erum komin á miðjan aldur og börnin fara að flytja að heiman taka ann- ars konar áhyggjur við og það er hið aldraða foreldri okkar. Það er alveg ljóst að hvort sem um er að ræða velferð barnanna okkar eða hið aldraða foreldri okkar viljum við sjá til þess að þau fái bestu mögulegu þjónustu og við viljum geta farið í vinnuna á morgnana án þess að bera með okkur óþarfa áhyggjur um líðan þeirra inn í vinnudaginn. Til að viðhalda virkni eldri borg- ara þarf að leggja áherslu á að ein- staklingurinn geti átt þann valkost að búa heima hjá sér inn í það lengsta. Til að mæta þessari þörf, þarf hið opinbera í samvinnu við sveitarfélög að leggja áherslu á uppbyggingu á þjónustu inn á heimilin með úrræðum einsog heimahjúkrun með áherslu á þarfir skjólstæðingsins og má þar nema aðhald og að- stoð tengt lyfjaþjón- ustu, sjúkra- og iðju- þjálfun. Bjóða þarf lausnir á borð við ein- staklingsíbúðir, raðhús/ parhús, sérbýli og sam- býli, með virka teng- ingu við þjónustu fagaðila. Almennings- samgöngur þarf að auka og auðvelda ein- staklingum í að ferðast leiðir sínar hvort sem um er að ræða það að fara til læknis, mat- vörubúð eða heimsækja vini og vandamenn. Hvað varðar öldrunarheimilin þá er þar nú unnið feikimikið gott starf af því fagfólki sem þar starf- ar. Álagið á þessu starfsfólki er hinsvegar mikið og aðstæður ekki alltaf hinar ákjósanlegustu hvað varðar aðstæður fyrir starfsfólk og vistmenn. Hér á höfuðborgarsvæð- inu er það vel þekkt að tveir eða fleiri vistmenn búa inni á sama her- bergi og fyrir vikið er þröngt og erfitt fyrir starfsfólk að vinna vinnu sína við ákjósanlegar aðstæður. Nauðsynlegt er að bjóða uppá alla þjónustu inni á öldrunarheimilum, en dæmi eru þess að hinn aldraði maki eða nánustu aðstandendur þurfa að sinna hluta þjónustunnar sjálfir. Ef hinn aldraði á ekki neina aðstandendur þarf hann að standa straum af þessum kostnaði sjálfur með t.d. kaup á þvottaþjónustu. Ef viðkomandi nýtur einungis lág- marksbóta þá fer sú upphæð meira og minna í slíka aðkeypta þjónustu. Hið aldraða par stendur jafnvel frammi fyrir aðskilnaði eftir langa samveru og búskap vegna þess að annar þeirra á ekki möguleika á að vera áfram í heimahúsi og hinn er enn of hress til að komast inn á öldrunarheimili. Þetta er sorgleg staða þegar maður horfir uppá par sem hefur notið langrar ævi saman er slitið í sundur frá hvort öðru á þennan hátt síðustu ár ævi sinnar. Nauðsynlegt er því að sofna ekki á verði hvað þetta málefni snertir þannig að búa megi til þær að- stæður að aldraðir í Kópavogi geti átt valfrelsi um hvernig þeir nýta þá þjónustu sem þeir eiga rétt á, hvort sem um er að ræða í heima- húsi, dagvistun eða á öldrunarheim- ili. Þær lausnir sem við þurfum að leggja áherslu á í að bæta aðstæður fyrir aldraða eiga að vera þeir val- möguleikar og aðstæður sem við sjálf myndum vilja standa frammi fyrir á okkar eldri árum. Hvorki einkarekstur einn og sér né önnur töfraorð leysa þau vanda- mál sem við stöndum frammi fyrir en við verðum að vera tilbúin að fara nýjar leiðir og auka á valfrelsi einstaklinga, hvort sem um er að ræða hið aldraða foreldri okkar eða barnið okkar. Veitum öldruðum frelsi til að velja Eftir Lovísu Ólafsdóttur ’… hvort sem um er aðræða velferð barnanna okkar eða hið aldraða foreldri okkar viljum við sjá til þess að þau fái bestu mögulegu þjón- ustu …‘ Lovísa Ólafsdóttir Höfundur er iðjuþjálfi, er við meist- aranám í heilsuhagfræði við HÍ og gefur kost á sér í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Prófkjör Kópavogur ÞEGAR þéttbýli tók að myndast í Garðabæ mótaðist það af framsýni og fyrirhyggju þeirra sem héldu þá um stjórnvöl sveitarfélagsins. Byggð í Garðabæ hafði og hefur æ síðan haft töluverða sérstöðu þar sem það hefur verið haft að leið- arljósi að fólk hafi hæfilegt olnbogarými og að unnt hafi verið að sjá fólki fyrir þjónustu jafnskjótt og hverfin hafa byggst. Þessi stefna og framsýni hef- ur orðið til þess að eldri hverfin í Garðabæ hafa þótt eftirsókn- arverðari en hliðstæð og „jafnaldra“ hverfi í nágrannabæjunum. Gæði íbúðar- byggðarinnar Vitanlega hafa orðið miklar þjóð- félagsbreytingar, þær hafa m.a. kall- að á breytt búsetuform og aukna möguleika. Þeim kröfum og þörfum hefur Garðabær reynt að sinna með skipulagi nýrra hverfa. Alltaf hefur þó verið höfð að leiðarljósi sú meg- inlína sem frumbýlingarnir lögðu – að gæði íbúðarbyggðarinnar skipti meira máli en magn og að almenn þjónusta fylgi byggðinni. Ég er þeirrar skoðunar að áfram eigi að halda á sömu braut. Á þenslutímum eins og verið hafa að undanförnu hefur það verið freistandi fyrir bæj- arfélög að brjóta mikið land og sópa til sín fólki. Í skipulagsmálum þarf hins vegar að horfa til langrar fram- tíðar. Við skipulag bæjarins er mik- ilvægt að varðveita náttúrufegurð og landgæði. Góð og örugg þjónusta Meirihluti bæjarstjórnar Garða- bæjar hefur talið það vera eitt af meginhlutverkum sínum að tryggja íbúum bæjarins góða og örugga þjónustu. Við þá stefnumörkum hafa verið farnar nýjar leiðir, t.d. með því að tryggja valfrelsi og valmöguleika íbúanna. Óhætt er að fullyrða að þjónustustig í Garðabæ er betra en í flestum öðrum bæjarfélögum. Eitt af stærri verk- efnum á næstu árum verður tvímælalaust á sviði öldrunarmála. Hátt þjónustustig – lágmarks álögur Það sem skiptir miklu máli varðandi stjórnun bæjarfélags- ins er að þótt þjónustustigið hafi verið hátt í Garðabæ þá hefur álög- um á íbúa verið haldið í lágmarki. Bæði útsvar og fasteignagjöld í Garðabæ eru lægri en í nær öllum öðrum sveitarfélögum. Þar munar töluverðum upphæðum og getur hver og einn reiknað fyrir sig þann ávinning sem hann hefur af því að búa í Garðabæ. Þrátt fyrir þetta hef- ur Garðabær þó jafnan haft til- tölulega meira framkvæmdafé en nágrannasveitarfélögin, án þess að þurfa að skuldsetja sig um of. Forspil 14. janúar Næsta vor fara fram bæjarstjórn- arkosningar. Forspil þeirra er hafið hjá sjálfstæðismönnum, sem efna til prófkjörs 14. janúar, þar sem þeir sem skipa munu framboðslistann verða valdir. Þótt undirrituð hafi setið um árabil í bæjarstjórn Garða- bæjar er prófkjörsbarátta ný reynsla. Hún hefur verið lærdóms- rík og skemmtileg. Það er ljóst að hver svo sem nið- urstaða prófkjörsins verður skiptir það öllu máli fyrir Garðbæinga að á lista Sjálfstæðisflokksins veljist fólk sem endurspeglar fjölbreytileika íbúa bæjarins. Það hefur jafnan gef- ist flokknum og bæjarmálastarfinu best að á listanum sé blanda þeirra sem hafa reynslu og þekkingu á bæj- armálum og nýs fólks sem kemur með ferska vinda og nýjar áherslur inn í starfið. Ég tel mig hafa þá þekkingu og reynslu sem að gagni getur komið í bæjarstjórn á komandi kjörtímabili, auk brennandi áhuga á bæjarmálum í Garðabæ. Þess vegna sækist ég eft- ir öðru sætinu í komandi prófkjöri. Ég vænti þess að Garðbæingar treysti mér áframhaldandi til góðra verka fyrir Garðabæ. Nýtum reynslu og þekkingu allra til að byggja betri bæ Eftir Laufeyju Jóhannsdóttur ’… hver svo sem nið-urstaða prófkjörsins verður skiptir það öllu máli fyrir Garðbæinga að á lista Sjálfstæð- isflokksins veljist fólk sem endurspeglar fjöl- breytileika íbúa bæj- arins.‘ Laufey Jóhannsdóttir Höfundur sækist eftir öðru sætinu í komandi prófkjöri í Garðabæ. Prófkjör Garðabær Á SÍÐUSTU vikum hafa lands- menn orðið varir við mikla óánægju með launakjör starfsmanna við leik- skólana í Kópavogi. Ástæða þessarar óánægju má rekja til gerðar á nýjum kjara- samningi sem tvívegis var felldur af starfs- mannafélagi Kópavogs á haustdögum. Eftir að starfs- mannafélag Reykjavík- urborgar hafði náð betri kjarasamningum við Reykjavíkurborg blossaði þessa óánægja upp að nýju. Það er ekkert nýtt að það vanti starfsfólk á leikskóla. Sá vandi haf- ur þó verið mun meiri á síðustu mánuðum enda hefur Kópavogsbær vaxið mjög ört og leik- skólum fjölgað. En að sama skapi hefur út- skrifuðum leik- skólakennurum ekki fjölgað miðað við þá þörf sem fyrir þá er. Árið 1996 hóf ég f.h. Kópavogsbæjar við- ræður við Háskólann á Akureyri um fjarnám fyrir leikskólakennara úr Kópavogi, sem var frumraun á þessu sviði. Þetta námsframboð varð svo að veruleika og nú hafa fjölmargir leik- skólakennarar útskrifast gegnum þetta nám. Kjarni málsins er að það verður að leysa málefni leikskólanna með fjölgun menntaðra starfsmanna innan þeirra. Það verkefni tekur langan tíma. Ekki eru mörg ár síðan að mikill skortur var á kenn- aramenntuðum starfsmönnum í grunnskólum, en með breytingum á kjarasamningi þeirra árið 2001 varð breyting þar á. Nú er þörf á slíku átaki fyrir leikskólastigið og að gerðir verði kjarasamningar sem tryggja að sá fjöldi leikskólakennara sem starfar við önnur störf hverfi á nýjan leik til starfa innan leikskólanna. Einnig er þörf á menntunarátaki fyrir almenna starfsmenn leikskóla eins og gert var innan grunnskólanna en þar er nú starfandi fjöldi stuðningsfulltrúa sem lokið hafa eins til tveggja ára fram- haldsnámi við Borgarholtsskóla. Þessi hópur fékk leið- réttingu í kjarasamn- ingum Reykjavíkur- borgar. Einstakir bæjar- fulltrúar í Kópavogi hafa að undanförnu komið fram og boðið starfsmönnum sem sýnt hafa óánægju sína í verki kjarabætur. Í aðdraganda kjara- viðræðna sl. haust vildi starfsmannafélag Kópavogs fá allt aðra tengingu launaflokka í starfsmati, en það markmið náðist ekki m.a vegna þess að Kópavogsbær var ekki tilbúinn til þess að sam- þykkja þá breytingu. Það hefur verið mark- mið þeirra sem leiða kjaraviðræður f.h. Launanefndar sveitar- félaga að laun starfs- manna séu sambærileg í hvaða sveitarfélagi sem þeir starfa hjá, fyrir sambærileg störf. Í dag er mikilvægt að traust og friður skapist milli starfsmanna og bæjaryfirvalda í Kópavogi. Skólar og leikskólar eru afar mikilvægar þjónustu- og menntastofnanir fyrir íbúa Kópa- vogs. Því er vel að augu kjörinna bæj- arfulltrúa séu að opnast fyrir þeirri staðreynd og þeir sjái málin út frá sjónarhóli starfsmanna foreldra leik- skólabarna og þeirra sem kjara- viðræður leiða. Kjara- og leikskóla- mál í Kópavogi Eftir Braga Michaelsson ’Í dag er mik-ilvægt að traust og friður skapist milli starfs- manna og bæj- aryfirvalda í Kópavogi.‘ Bragi Michaelsson Höfundur er ráðgjafi og varabæj- arfulltrúi og býður sig fram í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Prófkjör Kópavogur ÞEGAR fjórar vikur eru til próf- kjörs Samfylkingarinnar fyrir kom- andi borgarstjórnarkosningar hefur flokkurinn fengið byr í seglin. Ný skoðanakönnun sýnir að óverð- skulduð sókn Sjálf- stæðisflokksins er á undanhaldi. Samfylk- ingin mælist með 37% fylgi. Ég er sann- færður um að glæsilegt prófkjör og sig- urstranglegur listi geti tryggt Samfylkingunni góðan sigur í vor. Það var ein meginástæða þess að ég ákvað að gefa kost á mér til framboðs og forystu. Baráttan um borgina mun snúast um grund- vallaratriði í sýn okkar á framtíðina og brýn- ustu úrlausnarefni næstu ára. Næstu mánuði getur því eng- inn setið hjá með hend- ur í skauti. Nýja Reykjavík Á síðustu árum hafa borgarbúar lifað eitt mesta uppbygging- arskeið í sögu Reykja- víkur. Atvinnulíf, íþróttir, menning og mannlíf hafa blómstrað sem aldrei fyrr. Við höfum skapað borg sem er kraftmikil, skemmtileg og spennandi. Hornsteinn hinnar nýju Reykjavíkur er þó ekki síður áherslan á öryggi, heilbrigði og þjónustu við fjölskyldur. Í þeim efnum þarf að lyfta grettistaki í málefnum aldraðra, heilsugæslu og sýnilegri löggæslu í öllum hverfum, líkt og gert var í kjölfar vel heppnaðs flutnings grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga. Brýn verkefni Ég sækist eftir því að leiða Samfylkinguna í þeirri baráttu sem fram- undan er því ég tel okk- ur eiga fjölmörg verk að vinna. Verkefni næstu ára í nýju Reykjavík eru ekki aðeins brýn heldur snúast um grundvall- aratriði þar sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefur ekki sett fram neinar sannfærandi lausnir.Við eigum að tryggja fjöl- breytt húsnæðis- framboð, samgöngu- bætur, launajafnrétti, vaxtarskilyrði fyrir at- vinnulíf, öfluga þjónustu í öruggum hverfum, íþróttir og tónlist inn í skólana og aukin áhrif foreldra í skólastarfi. Ég býð til fjöl- skylduhátíðar við opnun kosningamiðstöðvar í Austurstræti 17 klukk- an 15 í dag og vona að sem flestir borgarbúar sláist með okkur í för – til sigurs í vor. Til sigurs í vor Eftir Dag B. Eggertsson Dagur B. Eggertsson ’Ég er sann-færður um að glæsilegt próf- kjör og sigur- stranglegur listi geti tryggt Samfylkingunni góðan sigur í vor.‘ Höfundur er í framboði til 1. sætis í prófkjöri Samfylkingarinnar. Prófkjör Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.