Morgunblaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006 47 MINNINGAR ✝ Sigurbjörg Guð-mundsdóttir fæddist á Sauðár- króki 6. apríl 1920. Hún andaðist á Heil- brigðisstofnun Skagafjarðar að- faranótt 5. janúar síðastliðins. Foreldrar hennar voru hjónin Dýrleif Árnadóttir hús- freyja, f. á Utanverð- unesi í Hegranesi í Skagafirði 4. júlí 1899, d. 8. mars 1993, og Guðmundur Sveinsson, fulltrúi kaupfélagsstjóra á Sauðár- króki, f. á Hóli í Sæmundarhlíð í Skagafirði 11. mars 1893, d. 9. okt. 1967. Börn þeirra voru sjö, Sigur- björg, sem var elst, Hallfríður, f. 1921, en lést eftir fæðingu, Sveinn, f. 1922, Anna Pála, f. 1923, Árni, f. 1927, Hallfríður, f. 1931 og Stefán Sigurður, f. 1932. Fimm systkini Sigurbjargar eru á lífi. Sigurbjörg giftist hinn 8. júlí 1944 Björgvini Bjarnasyni, síðast bæjarfógeta á Akranesi, f. í Vík í Mýrdal 12. júlí 1915, d. 10. desem- ber 1989. Foreldrar hans voru hjón- in Svanhildur Einarsdóttir hús- freyja, f. 11. okt. 1883, d. 13. okt. vinsdóttir, starfsmaður Landsbóka- safns-Háskólabókasafns í Reykja- vík, f. 5. apríl 1947. 3) Bjarni Guðmundur Björgvinsson, héraðs- dómslögmaður á Egilsstöðum, f. 1.2. 1951. Kona hans er Ólöf Magna Guðmundsdóttir forstöðumaður, f. 31.1. 1951. Börn þeirra eru: a) Björgvin Harri, f. 5.4. 1974, dóttir hans er Bergþóra Huld, f. 11.12. 1998. Sambýliskona Björgvins er María Guðmundsdóttir, f. 9.2. 1973, dóttir hennar er Sara Hlín, f. 6. mars 1999. b) Heiðdís Halla, f. 4.9. 1981. c) Guðmundur Magni, f. 6.2. 1984. d) Sólveig Edda, f. 1.8. 1987. Sigurbjörg gekk í barnaskóla Sauðárkróks og tók gagnfræðapróf frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 1937. Hún starfaði í Sauðár- króksapóteki til ársins 1944 er hún giftist Björgvini Bjarnasyni og hófu þau búskap á Siglufirði. Árið 1947 fluttu þau til Sauðárkróks er Björg- vin varð þar bæjarstjóri og bjuggu þar til ársins 1958 er hann varð sýslumaður Strandamanna með að- setur á Hólmavík. Árið 1968 flutt- ust þau til Ísafjarðar er Björgvin tók þar við embætti sýslumanns í Ísafjarðarsýslum, en árið 1973 tók hann við embætti bæjarfógeta á Akranesi. Þar bjó Sigurbjörg til ársins 1997 er hún flutti aftur til Sauðárkróks. Sigurbjörg var alla tíð heimavinnandi húsmóðir. Sigurbjörg verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Jarðsett verð- ur á Akranesi. 1949 og Bjarni Kjart- ansson, útsölustjóri ÁTVR á Siglufirði, f. 10. sept. 1884, d. 14. nóv. 1958. Börn þeirra voru Einar, f. 1907, Solveig, f. 1909, Kjartan, f. 1911 og Björgvin. Þau eru nú öll látin. Börn Sigurbjargar og Björgvins eru: 1) Svanhildur Dýrleif Björgvinsdóttir, leik- skólastarfsmaður á Sauðárkróki, f. 25.5. 1945, maki Eiður Kr. Benediktsson framhaldsskólakennari, f. 24.6. 1946. Börn þeirra eru: a) Sigur- björg Agnes, f. 14.12. 1965. Dóttir hennar er Marta Indriðadóttir, f. 3.9. 1991. b) Hrafnhildur, f. 20.12. 1969. Sambýlismaður Einar L. Arn- arsson, f. 27.9. 1963. Synir hennar eru Eiður Logi, f. 17.10. 1996, og Finnbjörn Flosi, f. 1.5. 1998, Jón- assynir. c) Auður Árdís, f. 16.1. 1973. Sambýlismaður Ægir Arnar- son, f. 13.1. 1974. Börn hennar eru Bjarni Hörður, f. 1.4. 1997, og Helga, f. 31.1. 2002, Halldórsbörn. d) Einar Björgvin, f. 6.2. 1981. Sam- býliskona Rósa Ingimundardóttir, f. 21.11. 1985. 2) Anna Halla Björg- Tengdamóður minni Sigurbjörgu Guðmundsdóttur kynntist ég fyrst vorið sem ég varð stúdent 1971. Skömmu síðar hittumst við aftur í Reykjavík ásamt manni hennar Björgvini Bjarnasyni og Bjarna syni hennar og kærasta mínum. Boðið var í bíltúr austur á Þingvöll. Á leiðinni sátum við tengdamæðgurnar aftur í og spjölluðum saman. Ég man vel þar sem við sátum aftur í að hún tók um hendurnar á mér og hélt svo nær- gætnislega um þær. Ég, rúmlega unglingurinn, var ekki alveg viss um hvernig ég átti að vera. Það sem er svo sterkt er í minningunni er hversu hlýjar hendur hún hafði. Sigurbjörg var Húsmóðir með stóru H-i. Hún kunni allt sem hús- mæðrum er gott að kunna, matseld, barnfóstur og að halda hlýlegt heim- ili. Skemmtilegt var að fylgjast með því hvert hún sótti margar hugmynd- ir sínar en það var í dönsku blöðin. Dönsku kunni frá því að hún var barn að aldri og hafði lært málið mest á eigin spýtur með blaðalestri. Sem unglingur kynntist Sigurbjörg danskri konu á Króknum sem varð vinkona hennar til æviloka. Á því heimili opnaðist nýr heimur og fram- andi menning sem varð Sigurbjörgu uppspretta og rauður þráður í heim- ilishaldi hennar og dægradvöl. Handavinna var eitt aðaláhugamál Sigurbjargar. Sem ung húsmóðir saumaði hún og prjónaði á börnin eins og títt var. Á fullorðinsárum þegar börnin voru farin að heiman fór hún á námskeið í vefnaði og síðar í búta- saumi og skapaði margt listaverkið. Barnabörnin, ættingjar og vinir nutu góðs af þessu áhugamáli og sköpunar- gleði. Mér er nær að halda að á Kjar- valsstöðum væri hægt að setja upp veglega sýningu á verkum hennar, bæði nytjahlutum, listmunum og leik- föngum. Nota þyrfti báða salina til sýningarinnar. Eitt af einkennum heimilisins var hversu ljúflega allir hlutir gengu fyrir sig, hljóðlega og átakalaust. Við Bjarni komum oft í heimsókn til afa Björgvins og Sigurbjargar eða ömmu Buggu, eins og elsti sonurinn nefndi hana þegar hann gat ekki sagt Sig- urbjörg. Fyrst komum við með eitt barn og síðar fjögur. Það virtist engu hagga á heimilinu og alltaf var tími og pláss fyrir börnin og alla hina. Á heimili þeirra hjóna á Akranesi áttum við fjölskyldan okkar bestu sumarfrí meðan börnin voru lítil. Þrátt fyrir fjörið og leikinn á heimili þeirra fór- um við alltaf heim úthvíld og ánægð. Eftir að fjölskylda okkar flutti austur á Egilsstaði fækkaði heimsóknum á Akranes en í staðinn fengum við ömmu Buggu og afa Björgvin í heim- sókn. Það var verulega eftirsóknar- vert að fá þau í heimsókn og saman öll áttum við ánægju og ævintýrastund- ir. Ég minnist tengdamóður minnar með hlýju og þakklæti fyrir svo margt sem hún kenndi mér og flest án orða. Einnig var hún börnum mínum ein- stök amma sem seint verður þakkað. Sigurbjörg á stórt rúm í hjarta mínu. Samskipti og samvera okkar hófust í Þingvallaferðinni. Þó margt hafi á dagana drifið síðan þá hafa hlýju hendurnar hennar alltaf haldið hljóð- lega í mínar og verða sterkar minn- ingar mínar um hana og gæsku henn- ar. Ólöf Magna Guðmundsdóttir. Hægt og hægt fjúka fjöllin burt í fangi vindanna streyma fjöllin burt í örmum vatnanna. Hægt og hægt ber heim þinn úr stað. (Hannes Pétursson.) Í dag verður lögð til hinstu hvíldar elskuleg amma okkar, Sigurbjörg Guðmundsdóttir. Það eru ótal minningar sem rifjast upp nú þegar við kveðjum. Amma Sigurbjörg var bæði lífsglöð og ljúf kona. Allt sem hún tók sér fyr- ir hendur var gert af alúð, sköpunar- gleði og einstöku listfengi og bar heimili þeirra afa Björgvins alla tíð vott um handbragð hennar. Hún var listakokkur, hannyrðakona og ein- staklega fær um að láta efnið leika í höndum sér og breyta því í djásn. Þessi sköpunargleði smitaði út frá sér og aldrei var teiknað, litað og klippt meira en í eldhúsinu hjá afa og ömmu. Það var líka einn af bestu stöðum í heimi og breyttist aldrei þó það væri fyrst á Hólmavík, svo á Ísafirði og síð- an lengst af á Akranesi. Alltaf var jafngaman að koma í heimsókn og vera lengi og stíga inn í þá einstöku hlýju og umhyggju sem mætti okkur þar. Amma hafði sérstaka nærveru sem var í senn glaðvær og örugg og nærði barnssálina. Í minningunni eru ótal sólardagar, lautarferðir með köflótta dúka, hænurnar í kofanum og enda- lausir kartöflugarðar, tvinnakefli þrædd upp á band, tölubox, vefstólar og snið, amma með títuprjóna í munn- inum og afi með pípurnar í bókastof- unni, þau alltaf samhent og fallegust. Þegar afi féll frá flutti amma aftur á Krókinn þar sem hún ólst upp. Þá fengu langömmubörnin að njóta hennar og komu til ömmu langömmu og voru í uppáhaldi. Elsku amma, það var dýrmætt að fá að hitta þig um jólin og sitja hjá þér og kveðja. Það var auðséð að lífs- strengurinn var að bresta og eldurinn að kulna en samt varstu ennþá svo nærri okkur öllum. Þú fékkst hægt andlát og streymdir inn í birtu annars heims hljóðlega til móts við nýjan ver- und. Við munum þig alltaf. Blessuð sé minning þín. Sigurbjörg Agnes, Hrafnhildur, Auður Árdís og Einar Björgvin. Amma Bugga. Það er ótrúlegt hvað þessi tvö litlu orð geta hlýjað manni um hjartaræturnar. Bara það að setja þau hér á blað vekur upp ljúfar minn- ingar og fær mann einhvern veginn til að brosa. Þær voru ófáar gleðistund- irnar sem ég átti hjá ykkur afa Björg- vini á Bjarkargrundinni í gamla daga. Hvort sem var í ykkar félagsskap eða krakkanna í götunni. Það er mér enn í fersku minni þegar ég og vinir mínir, Gulli og Maggú heitinn, sátum á stétt- inni við svalahurðina á Bjarkargrund- inni með hor í nös og grasgrænu á hnjánum eftir fótbolta eða önnur uppátæki og nöguðum appelsínuk- laka sem þú hafðir gefið okkur. Um- ræðuefni vina minna var … að ég ætti örugglega bestu ömmu í heimi. Veistu, ég held að það hafi verið rétt hjá þeim. Allavega var ég, og er, alveg handviss um það. Einhvern veginn verða þessar stundir sem við áttum saman svo ljúfar, yfirvegaðar og ró- legar í minningunni. Göngutúrar í „röndóttu búðina“ að kaupa mjólk og kaffi áður en afi kæmi heim úr vinnunni. Langir göngutúrar niður á Langasand að vaða í sjónum og skoða skeljar, steina og snigla. Stundum á vorin fórum við jafnvel alla leið í heimsókn til gamla mannsins, sem átti heima í gula húsinu uppi á hæð- inni við sandinn, að skoða lömbin eða hænurnar. Allir þessi túrar okkar voru uppfullir af skemmtilegum um- ræðum um lífið og tilveruna. Maður skilur það betur eftir því sem maður eldist, og ég tala nú ekki um eftir að maður eignast börn sjálf- ur, að svona stundir eru gulls ígildi fyrir ungan dreng. Þegar öllu er á botninn hvolft þá held ég að guð hafi skilgreint hlutverk allra amma í heiminum nákvæmlega eins og þú gerðir fyrir mig. Þó svo að guð hafi núna gefið þér vængi þá held ég að þú hafir í mínum augum alltaf verið eng- ill. Elsku amma Bugga, þakka þér fyr- ir allt. Kysstu afa frá mér og okkur öllum og skilaðu kveðju. Þið munuð lifa í mínu hjarta alveg þangað til við hittumst næst. Ástarkveðja frá ömmustrák, Björgvin Harri Bjarnason. SIGURBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Sig- urbjörgu Guðmundsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Hjördís Stefánsdóttir; Árni Guðmundsson. ✝ Snæbjörn Stef-ánsson fæddist á Norður-Reykjum í Hálsahreppi 14. ágúst 1936. Hann lést á Landspítalan- um í Fossvogi 5. jan- úar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Stefán Þorvaldsson, bóndi á Norður- Reykjum, f. 24. júní 1892, d. 28. október 1971, og kona hans Sigurborg Guð- munda Guðmunds- dóttir frá Hellissandi, f. 24. sept- ember 1899, d. 5. ágúst 1978. Systkini Snæbjarnar eru Jódís, f. 31. október 1927, var gift Hálf- dáni Daða Ólafssyni og áttu þau saman sex börn, Guðríður Snjó- laug, f. 8. desember 1930, Þor- valdur Stefánsson, f. 15. júlí 1932, maki Sveinbjörg Jónsdóttir og eiga þau 5 börn, Guðrún Sigríður, f. 30. mars 1935, maki Óskar Ós- valdsson og Þórður Stefánsson, f. 15. október 1939, maki Þórunn Reykdal og eiga þau 2 börn. Kona Snæbjarnar var Helga Benediktsdóttir frá Kópareykjum í Reykholtsdal, f. 22. mars 1948, þau skildu. Börn þeirra eru: Sigurð- ur, f. 2. janúar 1967, Sigríður, f. 11. jan- úar 1968, maki Pét- ur Sævarsson, f. 4. mars 1959, börn þeirra eru Sævar Snær, f. 8. ágúst 1988, Pétur Fannar, f. 5. desember 1991 og Eyþór Helgi, f. 4. febrúar 1994, Arn- ar, f. 30. ágúst 1972 og Stefán Grímur, f. 12. maí 1977, maki Inga Dögg Jónsdóttir, f. 14. febr- úar 1981. Síðustu árin bjó Snæbjörn með Kristrúnu Valdimarsdóttur, f. 16. maí 1942. Snæbjörn tók við búi foreldra sinna á Norður-Reykjum og bjó þar til ársins 1980. Fluttist hann þá til Reykjavíkur og bjó þar um skeið er hann fluttist til Suður- nesja þar sem hann starfaði hjá Aðalverktökum og síðar sem vaktmaður í Helguvík. Frá árinu 1997 hefur hann búið í Reykjavík. Útför Snæbjarnar verður gerð frá Reykholtskirkju í Reykholtsdal í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Kæri bróðir og mágur. Þökkum samfylgdina á liðnum ár- um. Innilegar samúðarkveðjur send- um við Rúnu, börnum hans og barna- börnum. Hvíldu í friði vinur. Guð geymi þig. Sigríður og Óskar. SNÆBJÖRN STEFÁNSSON Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru VILBORGAR SIGFÚSDÓTTUR, dvalar- og hjúkrunarheimilinu Uppsölum, Fáskrúðsfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Uppsala fyrir frábæra umönnun. Sigrún Steinsdóttir, Guðbjörg Steinsdóttir, Hulda Steinsdóttir, Eiríkur Guðmundsson, Hermann Steinsson, Þóra Kristjánsdóttir, Sigríður Steinsdóttir, Björn Þorsteinsson, Friðrik Steinsson, Aðalheiður Jakobsdóttir, Guðný Marinósdóttir, Rúnar Sigþórsson, Höskuldur Marinósson, ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn. Við sendum hugheilar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og út- för föður okkar tengdaföður og afa, TÓMASAR TÓMASSONAR frá Helludal. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Ljósheima og séra Agli Hallgrímssyni. Tómas Tómasson, Guðríður Guðbjartsdóttir, Kristófer Arnfjörð Tómasson, Sigrún Jóna Sigurðardóttir og barnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkar samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður, fósturmóður, tengdamóður, ömmu, lang- ömmu og langalangömmu, HULDU ÞORBJÖRNSDÓTTUR. Sérstakar þakkir eru til Kirkjukórs Kálfatjarnar- kirkju á Vatnsleysuströnd. Guð blessi ykkur öll. Þorbjörn Eiríksson, Gunnhildur Eiríksdóttir, Guðný Eiríksdóttir, Dagbjört Guðmundsdóttir, Pétur Sigurðsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.