Morgunblaðið - 16.01.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.01.2006, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 16. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN BILIÐ frá því fæðingarorlofi lýk- ur og þar til börn komast í leikskóla var tilefni frétta í fjöl- miðlum á dögunum. Kom þar fram að ófremdarástand væri í borginni í dagvist- armálum, því þar séu allt of fáir dagforeldrar og dæmi séu um að for- eldrar hafi þurft að segja upp störfum sín- um til að geta verið heima með börnum sínum. Brýnt er að bregðast við þessu ástandi og ég hef bent á leið til þess að greiða úr vanda foreldra barna á þessum aldri, valkvæðar fjölskyldugreiðslur upp á 50 þús kr. á mánuði. Ég gerði þetta bil að umtalsefni í viðtali við Morgunblaðið í byrjun september sl. og spannst þá nokkur umræða í þjóðfélaginu um kosti þess að sveitarfélögin taki í auknum mæli þátt með foreldrum í að brúa bilið milli fæðingarorlofs foreldra og fram að leikskólaaldri. Þetta þýðir í raun að barn er heima með foreldrum sínum fram að níu mánaða aldri, en þá lýkur fæð- ingarorlofi samkvæmt lögum. Þá tekur við tími óvissu og erfiðleika fram að því að börn komast í leik- skóla um 18 til 24 mánaða, m.a. vegna skorts á dagforeldrum og neyðast foreldrar oft til að leita á náðir ættingja og vina til að aðstoða með börnin og reyna að bjarga mál- um frá degi til dags, eða bregða á það ráð að lengja fæðingarorlofið með því að taka það í hálfu starfi eða að hluta til og verða þar með fyrir umtalsverðum tekjumissi, sem fæstir foreldrar sem reka heimili, mega við. Ég tel að með greiðslum til foreldra barna níu mánaða til átján mánaða megi leysa þennan vanda. Um leið sé tryggt að börn komist inn á leikskóla við átján mánaða aldur (kjósi foreldrar það) og fari þannig inn á það sem skil- greint hefur verið sem fyrsta skóla- stigið. Að því loknu tekur við grunn- skóli og má því segja að með því næðist sú samfella sem lengi hefur verið stefnt að. En hvaða útfærsla væri skyn- samlegust í þessu tilliti? Hér kemur vitaskuld ýmislegt til greina, en ég teldi skynsamlegt að gefa foreldrum talsvert mikið val í þessum efnum. Greiðsla upp á 50 þús. kr. fylgdi þannig hverju barni og foreldrar gætu valið um leiðir, t.d. hvort þeir gætu verið heima lengur með barni sínu, fengið ættingja eða einhvern nákominn til að gæta barna sinna og greitt þeim fyrir eða nýtt féð til að greiða dagforeldrum. Hver og einn fengi þannig mögu- leika við sitt hæfi og börnum væri tryggt öryggi frá því fæðingarorlofi sleppir og fram að fyrsta skólastig- inu í leikskóla. Við leggjum þegar mikið fjármagn í fæðingarorlofs- kerfið og teljum að það hafi gefist einstaklega vel. Sömuleiðis fer stór hluti útgjalda sveitarfélaga í nið- urgreiðslu á rekstri leikskóla og grunnskóla. Reykjavíkurborg legg- ur t.d. um fjóra milljarða í rekstur leikskólanna að teknu tilliti til leik- skólagjalda. En er eitthvert nátt- úrulögmál að börn á aldrinum 9 mánaða til átján mánaða falli hér milli skips og bryggju? Auðvitað ekki og ég tel brýnt að hefjast þegar handa við aðgerðir til úrbóta í þessum efnum. Brúum bilið hjá foreldrum 9–18 mánaða barna Eftir Björn Inga Hrafnsson ’Ég tel að meðgreiðslum til foreldra barna níu mánaða til átján mánaða megi leysa þennan vanda.‘ Björn Ingi Hrafnsson Höfundur býður sig fram í 1. sætið á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík. Prófkjör Reykjavík AÐEINS eru 12 ár síðan núver- andi hjúskaparlög voru sett. Til marks um þá miklu breytingu sem orðið hefur á viðhorfum til samkyn- hneigðra síðan þá má nefna að þá var ekki minnst einu orði á þá í frumvarp- inu sem lagt var fyrir Alþingi, engin tillaga kom fram um að út- víkka hjúskaparlögin þannig að þau tækju til samkynhneigðra og aðeins einn alþing- ismaður minntist á stöðu þeirra en hvorki lýsti skoðun sinni til þess né lagði neitt til. Nú er boðuð tillaga á Alþingi við frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingu á ýmsum lagaákvæðum er varða réttarstöðu samkyn- hneigðra. Á breytingartillagan að afnema það skilyrði fyrir hjóna- vígslu að um karl og konu sé að ræða. Rökstuðningurinn er eitthvað á þá leið að lögin eigi ekki að binda hendur trúfélaga, heldur eigi þau hvert og eitt að ráða því hvort þau heimili hjónaband samkynhneigðra. Vitað er að þjóðkirkjan er ekki fylgjandi því að heimila hjónavígslu samkynhneigðra, þótt vissulega séu þar einstaklingar sem því eru fylgj- andi. Verði boðuð tillaga samþykkt mun enginn vandi verða leystur, heldur þvert á móti. Deilurnar inn- an þjóðkirkjunnar munu vaxa og harðna og frekar mun verða erf- iðara að finna lausn. Ég tel það ekki heppilegt hvorki fyrir þjóðkirkjuna né þjóðfélagið að steypa mönnum í slík illindi. Þá er betra að fara hæg- ar en hraðar og gefa sér tíma til þess að ræða málið út frá öllum hliðum áður en lengra er haldið. Raunar er það undrunarefni þeg- ar ríkisstjórnin flytur frumvarp um aukin réttindi til handa samkyn- hneigðum er varða ættleiðingar, tæknifrjóvgun og sambúð með til- heyrandi réttarbótum á sviði al- mannatrygginga, félagsþjónustu, lífeyrissjóða, skattlagningu, barna- laga, erfðafjárlaga og fæðing- arorlofs að þá skuli opinber umræða snúast eingöngu um það að hjú- skaparlögunum sé ekki breytt. Er þó gengið svo langt að kona í staðfestri samvist eða óvígri sam- búð með annarri konu öðlast meiri rétt en kona í hjúskap hvað varðar rétt til tæknisæðingar með gjafasæði. Konan í hjú- skap fær því aðeins að gangast í gegnum um- rædda meðferð að frjó- semi karlsins sé skert, hann sé haldinn alvar- legum erfðasjúkdóm eða að aðrar lækn- isfræðilegra ástæður mæla með notkun gjafasæðis. Í tilviki samkynhneigða pars- ins eru engin sambæri- leg skilyrði. Þá finnst mér umhugsunarefni, svo ekki sé meira sagt, að barn sem getið er með þessum hætti eigi eng- an föður og geti aldrei átt föður, þar sem ekki verður heimilt að gefa upp nafn sæðisgjafa og að auki verður sæðisgjafa óheimilt að höfða barns- faðernismál fyrir dómstól, ef hann vill síðar fá staðfestingu á faðerni. Þá vil ég minna á sambúðarform sem í gegnum tíðina hefur verið al- gengara en sambúð samkyn- hneigðra og það er sambúð án ást- arsambands, svo sem systkin, feðgin eða mæðgin eða jafnvel óskyldir aðilar sem kjósa að eyða ævinni saman a.m.k. að hluta. Spyrja má um hvort ekki eigi að viðurkenna það sambúðarform og heimila t.d. ættleiðingar, sameig- inlega skattlagningu o.s.frv. En það eru fleiri hjónavígsluskil- yrði í hjúskaparlögunum en það sem kveður á um að karl og kona megi stofna til hjúskapar og ef talið er rétt að afnema eitt þeirra, þá vaknar spurningin hvort ekki eigi að fjarlægja önnur skilyrði laganna fyrir hjúskap og láta trúfélögum hvert fyrir sig eftir að ákveða sín eigin skilyrði fyrir hjúskap. Í lögunum eru 6 skilyrði. Fyrir utan skilyrðið um karl og konu má nefna ákvæði um 18 ára lágmarks- aldur, lögræði og skyldleika hjóna- efnanna. Ég er ekki viss um að frið- ur yrði um mismunandi framkvæmd trúfélaga á þessum ákvæðum. Sums staðar er heimilt að gefa saman kornungt fólk, jafnvel á barnsaldri. Og það þykir mér líklegt að mörg- um þætti náið skyldleika gifting svo sem systkina eða kjörforeldri og kjörbarn giftist vera meira en þeir gætu samþykkt. Eitt skilyrðið í hjúskaparlögunum er bann við því að vígja mann sem er í hjúskap og á það bann auðvitað við um bæði kynin. Nú eru til trú- félög sem heimila fjölkvæmi. Má þar nefna til mormónatrú og íslam. Þau trúfélög myndu væntanlega vilja afnema bannákvæðið í hjú- skaparlögunum. Eigum við þá að nota kemur-mér-ekki-við-rök- semdafærsluna og segja sem svo: Þetta er málefni trúfélagsins? Þessi atriði sem nefnd hafa verið sannfæra menn vonandi um það að þjóðfélagið varðar um hjónavígslu- skilyrðin, þau eru ekki einkamál hvers trúfélags og því verða skil- yrðin að vera áfram í lögum. Hver þau eiga að vera nákvæmlega á hverjum tíma ræðst af almennum siðferðislegum gildum þjóðarinnar. Þess vegna þarf almenna umræðu til þess að leiða þau fram. Sú um- ræða þarf að fara fram innan þjóð- kirkjunnar sem annarra trúfélaga, en fyrst og fremst þarf almenna umræðu í þjóðfélaginu sem und- anfara nýrrar lagasetningar. Hjónavígsluskilyrðin eiga að vera í hjúskaparlögum Kristinn H. Gunnarsson fjallar um hjúskaparlög ’Í lögunum eru 6 skil-yrði, fyrir utan skilyrðið um karl og konu má nefna ákvæði um 18 ára lágmarksaldur, lögræði og skyldleika hjónaefn- anna.‘ Kristinn H. Gunnarsson Höfundur er alþingismaður. FRÁ ÞVÍ ég kom frá námi í sálarfræði fyrir rúmum ald- arfjórðungi hef ég unnið með foreldrum, öðrum forráðamönn- um, kennurum og öðrum þeim sem koma að uppeldi barna. Á þessu ára- bili hef ég séð margt breytast og flest í átt að betri aðhlynningu barna og aukinni meðvitund um áhrif uppeldis á þroska þeirra. Einn er sá þáttur í samskiptum innan fjölskyldunnar sem hvað mest hefur breyst til góðs í sam- skiptum við börn. Það er virðing fyrir til- finningum og líðan barnanna. Við höfum séð fjölda dæma um það, m.a. hvernig börn eru aðstoðuð öðruvísi í dag í sorg og áföllum en var gert fyrir aðeins fáum árum. For- eldrum finnst mik- ilvægt að börnum þeirra líði vel, að þau séu örugg, hamingjusöm, glöð og áhyggjulaus. Það er líka mikilvægt fyrir foreldra að börnin þeirra gegni þeim og fari eftir fyr- irmælum þeirra. Í dag eru for- eldrar þó ekki sáttir við að börn „bara gegni“ heldur telja þeir mik- ilvægt að börn gegni af virðingu og trausti til foreldra en ekki af hræðslu og ótta við þá. Foreldrar vilja að börnin læri að skilja um- hverfi sitt eftir því sem aldur og þroski þeirra gefur tilefni til og eru því duglegir við að útskýra og leiðbeina börnum. Þar með gera þeir börnunum auðveldara að skilja ástæðurnar fyrir því sem leyft er og bannað þannig að börn- in læra betur að stjórna sjálf eigin hegðun. Almenn umræða um uppeldismál er mikil og þekking og áhugi hefur aukist verulega. Það sem er mik- ilvægast fyrir foreldra í dag er því spurningin um hvernig þeir fara að því að ala upp þessa þætti hjá börnum sínum. Foreldrar þurfa að læra hvernig þeir fara að því að þjálfa tilfinningalegt læsi hjá börn- unum, hvernig þeir fara að því að kenna börnum sjálfstæði og frum- kvæði, hvernig þeir geta kennt börnunum tillitssemi og ábyrgð, hvernig uppeldið skapar umhverfi fyrir tilfinningaþroska og hvernig foreldrar geta sinnt uppeldis- hlutverkinu þannig að börnin læri að gegna og um leið bera virðingu fyrir foreldrunum og treysta þeim. Rannsóknir dr. Sigrúnar Að- albjarnardóttur á uppeldisað- ferðum íslenskra foreldra sýna að börn sem eru alin upp með „leið- andi uppeldisaðferðum“ eru lík- legri en önnur börn til að sneiða hjá reykingum og vímuefnum, ganga betur í skóla, líða betur og almennt eiga í betri samskiptum við foreldra sína en þar sem aðrar aðferðir eru notaðar. Leiðandi uppeldisaðferðir eru aðferðir þar sem foreldrar krefjast þroskaðrar hegðunar af barninu og taka vel á móti hugmyndum þess. Þeir setja skýr mörk um hvað er til- hlýðilegt og hvað ekki, nota til þess útskýr- ingar og hvetja börnin til að skýra út sjón- armið sín. Þeir eru hvorki uppáþrengjandi né setja börnunum stólinn fyrir dyrnar. Þeir sýna börnunum einnig mikla hlýju og uppörvun. Niðurstöður dr. Sigrúnar um áhrif uppeldisaðferða eru samsvarandi niður- stöðum úr sambæri- legum könnunum er- lendis. L. Steinberg hefur eins og dr. Sig- rún rannsakað áhrif mismunandi uppeldis- aðferða á þroska barna og unglinga. Í grein frá 2001 „We know some things“ tal- ar hann um uppeldis- aðferðir foreldra og þá sérstaklega áhrif leið- andi uppeldisaðferða á unglingsárunum. Steinberg rekur í grein sinni fjölda rannsókna á upp- eldisaðferðum og áhrifum þeirra og niðurstaða hans er sú að „we know some things“, sumt vitum við. Það er skoðun hans að þó mik- ilvægt sé að halda áfram að rann- saka áhrif uppeldisaðferða á ein- staklinginn þá sé staðan nú sú að við höfum nægilega mikið af rann- sóknarniðurstöðum til að vita að leiðandi foreldrar ná bestum ár- angri í uppeldi barna sinna. Stein- berg segir að: „við getum hætt að spyrja hvaða uppeldisaðferðir hafa jákvæðustu áhrif á unglinga. Við vitum svarið við þeirri spurningu. Verkefni okkar er að leita leiða til að fræða foreldra um það hvernig aðferðum leiðandi foreldrar beita og aðstoða þá sem eru það ekki til að breyta“. Undirritaður hefur frá árinu 1987 staðið fyrir námskeiðum fyrir foreldra undir heitinu „Samskipti foreldra og barna“ ásamt Wilhelm Norðfjörð sálfræðingi. Námskeiðið byggist á hugmyndum dr. Thom- asar Gordons sálfræðings sem hef- ur skrifað fjölda bóka um mannleg samskipti. Þær hugmyndir sem kynntar eru uppalendum í bókum hans og á þeim námskeiðum sem við höfum haldið fyrir íslenska for- eldra eru samsvarandi leiðandi uppeldisaðferðum. Þar eru for- eldrum kenndar aðferðir til að efla jákvæða sjálfsmynd barna og til að kenna börnunum að skilja eigin til- finningar og annarra. Lögð er áhersla á mikilvægi þess að leysa úr ágreiningi af ákveðni, festu og virðingu hjá öllum aðilum. Þar eru þær aðferðir sem foreldrarnir vilja kenna börnunum notaðar af þeim í samskiptum við börnin og foreldr- arnir eru með þessum aðferðum fordæmi fyrir þau. Foreldrar verða að vera meðvitaðir um að þær aðferðir sem þeir nota í upp- eldi barna sinna skipta sköpum í þroska þeirra og þar með hvernig þeim vegnar í framtíðinni. Það er því mikilvægt að foreldrar skoði vel hvernig þeir bregðast við börn- um í blíðu og stríðu og hafi ávallt í huga að það dugar best að vera leiðandi foreldri. Það sem þú gerir í uppeldinu skiptir öllu máli. Það sem þú gerir í uppeldi skiptir öllu máli Hugo Þórisson fjallar um sam- skipti foreldra og barna Hugo Þórisson ’Foreldrarverða að vera meðvitaðir um að þær aðferðir sem þeir nota í uppeldi barna sinna skipta sköpum í þroska þeirra og þar með hvernig þeim vegnar í framtíðinni.‘ Höfundur er sjálfstætt starfandi sálfræðingur. Hann heldur m.a. úti heimasíðunni www.hugo.is. smáauglýsingar mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.