Morgunblaðið - 16.01.2006, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.01.2006, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JANÚAR 2006 29 Fundir/Mannfagnaðir Janúarráðstefna haldin í Kiwanis salnum, Engjateig 11 19. janúar 10:00-11:00 Árni Harðarson, lögfræðingur og yfirmaður skatta- og lög- fræðisviðs Deloitte - Nýlegar breytingar á skattalögum. Bréf frá RSK o.fl. 11:00-12:00 Bragi Leifur Hauksson tækni- deild RSK. 12:00-13:00 Matur. 13:00-15:00 Eiríkur R. Eiríksson frá Íslandsbanka hf. - Hvers konar lán henta núverandi markaðs- aðstæðum? 15:00-16:00 Kynning á Pastel viðskiptahug- búnaði. 20. janúar 10:00-12:00 Dagbjartur Pálsson frá DK - Ný- jungar í DK framtalsforritinu og raf- rænar sendingar ársreikninga o.fl. 12:00-13:00 Matur. 13:00-14:30 Ólafur Þór Jóhannesson endur- skoðandi Pricewaterhouse- Coopers hf. - Sérstakt endurmat eigna, eiginfjárreikningar o.fl. 14:45-15:45 Stefán Svavarsson, endurskoð- andi - Tekjuskattsskuldbindingar o.fl. 15:45-16:15 Kynning frá ANZA á netafritun- arbúnaði. Verð er krónur 8.000 á dag fyrir félagsmenn og starfsmenn félagsmanna. Félagsmenn og starfsmenn sem sækja báða dagana greiða kr. 15.000. Verð fyrir utanfélagsmenn er kr. 14.000 á dag en 25.000 ef þeir sækja báða dagana. Inni- falið í verði er matur og kaffi á meðan ráðstefnu stendur. Skráning fer fram hjá Magnúsi Waage á magnus@vidskiptastofan.is eða í síma 565 2189 og er síðasti skráningardagur 17. janúar. Stjórn Félags bókhaldsstofa. Aðalfundur ÍSTEX hf. verður haldinn miðvikudaginn 25. janúar 2006 kl. 17:00 í húsnæði félagsins í Mosfellsbæ. Dagskrá: 1. Almenn aðalfundarstörf samkvæmt 15. grein samþykkta félagsins. 2. Heimild aðalfundar til handa félagsstjórn til kaupa á eigin hlutabréfum. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Ársreikningur félagsins mun liggja frammi á skrifstofu félagsins í Mosfellsbæ, viku fyrir aðalfund, hluthöfum til sýnis. Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent á skrifstofu félagsins, Völuteigi 6 í Mosfellsbæ, á fundardag. Mosfellsbæ, 11. janúar 2006. Stjórn ÍSTEX hf. Tilkynningar BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 411 3000 • MYNDSENDIR 411 3090 Reykjavíkurborg Skipulags- og byggingarsvið Auglýsing um nýtt deiliskipulag í Reykjavík Í samræmi við 25. gr. skipulags- og bygg- ingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst tillaga að nýju deili- skipulagi í Reykjavík. Einholt – Þverholt, reitur 1.244.1/3 Tillaga að deiliskipulagi reits sem afmarkast af Einholti, Stórholti, Þverholti og Háteigs- vegi. Tillagan gerir ráð fyrir m.a. að niðurrif húsa sé heimiluð á reitnum og leyfð mun þéttari byggð, landnotkun verður blönduð byggð, verslun og skrifstofur á neðri hæðum og á efri hæðum um 240 íbúðir að hámarki með byggingarmagni allt að 6 hæðum auk kjallara og er efsta hæð inndregin á öllum húsunum auk bílakjallara undir húsum eða á bakvið og þá með sameiginlegum görðum ofaná. Einnig verða námsmannaíbúðir á reitnum, að Þver- holti 11, 13, 15 og 15a, og er þar gert ráð fyrir bílgeymslum á bak við húsin og görðum þar ofan á. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillagan liggur frammi í upplýsingaskála skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur- borgar í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 – 16:15, frá 16. janúar til og með 27. febrúar 2006. Einnig má sjá tillöguna á heimasíðu sviðsins, www.skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna skal skila skriflega eða á netfangið skipulag@rvk.is, til skipulags- og byggingarsviðs (merkt skipu- lagsfulltrúa) eigi síðar en 1. febrúar 2006. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna. Reykjavík, 16. janúar 2006 Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur Félagslíf  MÍMIR 6006011619 I  HEKLA 6006011619 IV/V  GIMLI 6006011619 III I.O.O.F.10?  1861168  E.I. Atvinnuauglýsingar Raðauglýsingar 569 1100 „Au pair“ í Sviss Sjálfstæð, reglusöm og barngóð manneskja óskast til að gæta tveggja barna, 3 og 8 ára. Stutt í Alpana. Umsóknir sendist á box@mbl.is merktar: „AP — 18112“. Atvinnuauglýsingar sími 569 1100 SOROPTIMISTAKLÚBBUR Reykjavíkur færði fyrir jólin Rauða krossinum styrk til jólahalds í Konukoti. Soroptimistasamtökin á Íslandi telja nú 16 klúbba og um 500 konur starfa á vegum samtak- anna að líknar- og framfaramálum um allt land. Soroptimistaklúbbur Reykjavíkur er elsti klúbburinn á Íslandi og var stofnaður 1959. Auk þessa styrks hefur klúbburinn ár- lega styrkt 20 stúlkur í Malawi til framhaldsnáms og á síðasta ári var veittur styrkur til heimilis fyrir vangefna í Lima, Perú fyrir milli- göngu konsúls Íslands í Lima. Frá hægri eru Margrét Rögnvaldsdóttir, formaður Soroptimistaklúbbs Reykjavíkur, Brynhildur Bárðardóttir, forstöðumaður Reykjavíkurdeildar Rauða krossins, og Sigrún Klara Hannesdóttir, varaformaður klúbbsins. Soroptimistaklúbbur Reykjavíkur styrkir Konukot FRÉTTIR Vatnsmýrin | Umhverfisráð Reykja- víkur hefur fengið í hendur nýja skýrslu Ólafs Nielsen og Jóhanns Óla Guðmundssonar fuglafræðinga um fuglalíf á Tjörninni í Reykjavík, en þar er skýrt frá fækkun í mörgum fuglategundum við Tjörnina og minnkandi fjölbreytileika. Umhverfisráð gaf í kjölfarið frá sér samþykkt þar sem fram kemur að ráðið áréttar að fuglalíf í og við tjörnina „er mikilvægur hluti hins fjölbreytilega lífríkis í borginni og vöktun þess og rannsóknir á því eru þýðingarmiklar fyrir viðgang þess.“ Ennfremur segir í samþykktinni að upplýsingarnar sem fram komi í skýrslunni gefi tilefni til frekari rannsókna á lífríki Tjarnarinnar og ástæðum fækkunar flestra fuglateg- unda. Þá hefur ráðið falið sviðsstjóra Framkvæmdasviðs að leggja hið fyrsta fyrir ráðið áætlun um umhirðu verndarsvæðisins í Vatnsmýri, m.a. með hliðsjón af ábendingum skýrslu- höfunda. Í samþykktinni kemur enn- fremur fram að ráðið telur mikilvægt að fá fram frekari upplýsingar fram- kvæmdaaðila við færslu Hringbraut- ar um það hvenær vænta megi þess að uppfylltir hafi verið skilmálar Skipulagsstofnunar sem fram komu í mati á umhverfisáhrifum. Sjálfstæðismenn í Umhverfisráði lögðu fram bókun á fundinum þar sem þeir segja skýrsluna sýna að þessum griðastað fugla í miðri höf- uðborginni hafi ekki verið sinnt sem skyldi, jafnvel teflt í tvísýnu. Eigi það bæði við um flutning Hring- brautar og umhirðu við fugla og ann- að lífríki undanfarin ár. Umhverfisráð ályktar um fuglalífið á Tjörninni Flutt á Snyrti- stofuna Jónu LINDA Björk Júlíusdóttir, löggiltur fótaaðgerða- og snyrtifræðingur, er flutt á Snyrtistofuna Jónu, Tryggva- götu 28. Snyrtistofan tilheyrir Rad- isson SAS 1919 hótelinu. Býður hún alla viðskiptavini velkomna. Skora á bæjarfulltrúa að sam- þykkja ekki Eyktarsamninginn MEÐAL Hvergerðinga og annarra áhugamanna er hafin undir- skriftasöfnun á netinu þar sem bæjarfulltrúar Samfylkingar og Framsóknar í Hveragerði eru hvattir til að skoða vandlega hug sinn varðandi samning þann sem fyrirhugað er að gera við verktaka- fyrirtækið Eykt. Á heimasíðunni http:// www.flex.is/hveragerdi/ segir meðal annars „Við skorum á bæj- arfulltrúa að samþykkja ekki að einu fyrirtæki verði, án útboðs, af- hent megnið af því byggingalandi sem bærinn á. Við skorum á bæj- arfulltrúa að kanna hvert raun- verulegt verðgildi þessara 80 hekt- ara er. Við skorum á bæjarfulltrúa að sjá til þess að samningurinn verði ekki samþykktur í bæjar- stjórn Hveragerðisbæjar.“ FRÉTTIR mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.