Morgunblaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 2
FÁ EKKI HEITAN MAT Foreldrar þriðjungs grunnskóla- barna í Reykjavík kaupa ekki heitan mat í hádeginu fyrir börn sín. Kostn- aður við máltíðirnar er um 5.000 krónur á mánuði. Þorsteinn Hjalta- son, skólastjóri Fellaskóla, kveðst óttast að sumir hafi ekki efni á að greiða fyrir matinn. Birtu Múhameðs-myndir Mótmælum vegna birtingar teikn- inga af Múhameð spámanni í danska blaðinu Jyllands-Posten var haldið áfram í múslímalöndum í gær. Sýr- lendingar bættust í hóp þeirra þjóða sem hafa kallað sendiherra sinn heim frá Kaupmannahöfn. Mörg blöð í Evrópu birtu í gær myndirnar umdeildu og lögðu áherslu á að ekki kæmi til mála að samþykkja kröfur um að tjáningarfrelsið yrði skert. Loðnuleysi hefur áhrif Loðnuleysið hefur haft mikil áhrif á afkomu Austfjarðahafna. Guð- mundur Bjarnason, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, segir ekki enn hægt að mæla tapið, en gríðarlega mikið sé í húfi fyrir hafnirnar að það sé loðnuveiði. Hann undrast að ekki hafi verið gefinn út kvóti fyrr. Írönum hótað Stórveldin fimm í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og Þýskaland náðu í gær samkomulagi um að biðja Alþjóðakjarnorkumálastofnunina um að fá öryggisráðið til að fjalla um meint brot Írana á banni við kjarn- orkuvopnasmíði. Y f i r l i t 2 FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Í dag Sigmund 8 Forystugrein 30 Fréttaskýring 8 Viðhorf 32 Úr verinu 14 Minningar 40/43 Erlent 16/17 Brids Minn staður 18 Hestar 45 Austurland 19 Dagbók 48/51 Höfuðborgin 20 Myndasögur 48 Akureyri 20 Velvakandi 49 Suðurnes 21 Staður&stund 50/51 Landið 21 Leikhús 52 Daglegt líf 22/23 Bíó 54/57 Neytendur 24/25 Ljósvakamiðlar 58 Menning 26, 51/57 Veður 59 Umræðan 28/37 Staksteinar 59 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, frétta- stjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræð- an|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, el- ly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " # $ %        &         '() * +,,,                     „ÉG LÆRÐI það á bernskudögum mínum í blaðamennsku á Morg- unblaðinu að byltingar á blöðum væru ekki skynsamlegar en ég vona að við eigum eftir að þróa Frétta- blaðið fram á við. Það hefur verið í örum vexti á skömmum tíma og í skemmtilegri þróun. Ég vona að okkur muni takast að þróa blaðið áfram. Öll blöð taka smám saman breytingum og lagast að breyttum aðstæðum í þjóðfélaginu á hverjum tíma. Það ætlum við okkur að gera.“ Þetta segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi sendiherra og ráðherra, sem hefur verið ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins. Þorsteinn tekur við starfinu 23. febrúar og mun starfa við hlið Kára Jónassonar ritstjóra. Þorsteinn starfaði um árabil við fjölmiðla á áttunda áratugnum, fyrst sem blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar var hann ritstjóri Vísis. „Það er að vísu orðinn meira en ald- arfjórðungur síð- an,“ segir Þor- steinn, „en ég hlaut mína eld- skírn á Morg- unblaðinu og á mjög góðar minn- ingar þaðan. Ég var svo ritstjóri á Vísi í nokkur ár,“ segir hann. Þorsteinn segir það leggjast mjög vel í sig að hefja aftur störf á fjöl- miðlum. Það sé bæði tilhlökkunar- efni og áskorun að takast á við blaðamennskuna á ný. Spurður álits á þeim miklu deilum sem verið hafa í þjóðfélaginu á um- liðnum misserum um málefni fjöl- miðla og eignarhald þeirra segir Þorsteinn að sú umræða hafi að mestu átt sér stað á þeim tíma sem hann sat á friðarstóli sendiherra og fylgdist með úr fjarlægð. „Í dag horfi ég fyrst og fremst fram á við en ekki aftur á bak á deil- ur liðins tíma, sem ég kom ekki einu sinni að,“ bætir hann við. Er hann var spurður hvort bakgrunnur hans í stjórnmálum gæfi tilefni til að ætla að pólitískra áhrifa myndi gæta í rit- stjórn Fréttablaðsins svaraði Þor- steinn: „Það er löngu liðin tíð að blöð séu rekin á flokksgrundvelli og það verða engar tilhneigingar í þá veru.“ Styrkja blaðið sem vettvang þjóðmálaumræðu Ari Edwald, sem tók við starfi forstjóra 365 miðla í gær, segir að skv. hans upplýsingum hafi hug- myndir um að fá Þorstein til starfa komið nokkrum sinnum upp innan fyrirtækisins. Það hafi svo komið í hans hlut að láta reyna á þessa hug- mynd og segist Ari vera mjög ánægður með að Þorsteinn fékkst um borð til að stýra Fréttablaðinu. „Mér hefur alltaf fundist af mín- um kynnum af honum að hjarta hans slægi töluvert í blaðamennsk- unni. En þennan aldarfjórðung sem hann hefur verið fjarri þeim vett- vangi, hefur hann gegnt krefjandi störfum og æðstu embættum og bætt mjög miklu við sig. Það er því ómetanlegt að fá mann með slíka reynslu og yfirsýn yfir menn og mál- efni og íslenskt þjóðfélag, auk þess sem öllu máli skiptir að Þorsteinn er af öllum talinn vera mjög hæfur maður og heiðarlegur.“ Spurður hvort ráðning Þorsteins feli í sér einhverja stefnubreytingu í útgáfu Fréttablaðsins segir Ari svo ekki vera á annan hátt en að vera viðbótarskref í uppbyggingu blaðs- ins. „Með því að fá svona öflugan mann til liðs við ritstjórnina erum við auðvitað að gera okkur vonir um að blaðið geti enn frekar orðið leið- andi afl í íslenskri þjóðmálaumræðu. Jafnframt því að verða útbreiddari frétta- og auglýsingamiðill, er verið að styrkja það sem vettvang þjóð- málaumræðu og auka dýptina í um- fjöllun blaðsins. Síðan er að sjálf- sögðu ritstjóranna að stjórna blaðinu og þróa áfram á þeim grundvelli sem lagður hefur verið.“ Byltingar á blöðum ekki skynsamlegar Þorsteinn Pálsson Þorsteinn Pálsson tekur við starfi ritstjóra Fréttablaðsins 23. febrúar nk. Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is ÁRNI M. Mathiesen fjármálaráð- herra sagði á Alþingi í gær að eng- ar áætlanir væru um það að tak- marka með nýrri reglugerð vöruúrval í komuverslun Flug- stöðvar Leifs Eiríkssonar (FLE). Samkvæmt 104. gr. tollalaga nr. 88/2005 á fjármálaráðherra að ákveða með reglugerð hvaða vörur er heimilt að selja í tollfrjálsri komuverslun. Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsókn- arflokksins, sagði á Alþingi í gær að fregnir af því að takmarka ætti vöruúrvalið hefðu komið af- skaplega illa við menn og spurði hann ráðherra hvort einhver flugu- fótur væri fyrir þeim. Árni svaraði því til að unnið væri að fyrrgreindri reglugerð í ráðu- neytinu. „En það eru engar áætl- anir um það að takmarka það neitt sérstaklega,“ sagði hann. Engar áætlanir um að takmarka vöruúrval FORELDRAR ellefu ára gamals drengs lögðu í gær fram kæru hjá lögreglunni í Reykjavík á hendur manni sem tók son þeirra nauð- ugan upp í bíl sinn sl. föstudag eftir að hafa séð til hans og ann- ars drengs kasta rusli við Suður- landsveg. Maðurinn ók um með drenginn í um tíu mínútur og vildi ekki leyfa honum að hringja í for- eldra sína. Kærður fyrir að færa dreng nauð- ugan upp í bíl sinnSTEINUNN Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri opnaði í gær nýja viðbyggingu við leikskólann Hálsakot við Hálsasel. Með stækkun leikskólans og breytingum á eldra húsnæði verður til ný deild sem rúmar vel á þriðja tug þriggja til sex ára barna, auk sérkennslu- herbergis. Þá fær starfsfólk í Hálsakoti mun betri vinnuaðstöðu eftir breytingarnar. Inga Dóra Jónsdóttir, leikskólastjóri í Hálsakoti, seg- ir viðbygginguna afar þýðingarmikla. „Við erum að fá bætta aðstöðu fyrir börn og starfsfólk og erum einnig að taka inn yngri börn á sérstaka yngri barna deild,“ segir Inga Dóra. Eftir stækkunina er Hálsakot fjögurra deilda leik- skóli og dvelja þar áttatíu börn. Þar hefur um árabil verið lögð áhersla á umhverfismennt, náttúruvísindi og þróunarverkefni sem tengjast endurvinnslu. Hálsakot var fyrsti leikskólinn í borginni sem fékk Grænfánann, alþjóðlega viðurkenningu Landverndar. Morgunblaðið/ÞÖK Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri gaf sér góðan tíma til að föndra eilítið með krökkunum í Hálsakoti. Fleiri kúra í Hálsakoti NÝTT og breytt deiliskipulag fyrir svokallaðan Kirkjutorgsreit var aug- lýst í gær en Kirkjutorgsreiturinn afmarkast af Lækjargötu, Vonar- stræti, Templarasundi, Kirkjutorgi og Skólabrú. Tillagan gerir ráð fyrir umtalsverðri uppbyggingu og niður- rifi. Til stendur að rífa byggingu Ís- landsbanka við Lækjargötu, For- eldrahús og lága byggingu í Vonarstræti 4b til að rýma fyrir nýrri byggingu sem mun standa á þessum stað. Gert er ráð fyrir að 161 bílastæði verði í kjallara hússins. Tillagan leyfir einnig að hækka tvö gömul hús við Templarasund og Kirkjutorg sem og minni háttar breytingar við önnur hús á reitnum að uppfylltum skilyrðum. Ragnar Atli Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Eignarhaldsfélagsins Fasteignar ehf., eiganda Íslands- bankahússins, sagði í samtali við Morgunblaðið að hugmyndin væri að byggja hús sem yrði um 8.000 fer- metrar. Til stæði að nýta bílastæði sem standa sitt hvorum megin við Ís- landsbankahúsið í dag undir ný- bygginguna. Ekki hefur enn verið ákveðið hvenær framkvæmdir hefj- ast en beðið er eftir að borgaryfir- völd samþykki nýtt skipulag. Breytingar við Kirkjutorg Tölvuteiknuð mynd af hinu nýja Íslandsbankahúsi við Lækjargötu. LISTAKONAN Yoko Ono er væntanleg til Reykjavíkur 25. febrúar á Vetr- arhátíð til að ræða nánar til- högun varðandi listaverk sem hún hefur gefið borginni, Friðarsúlu. Um er að ræða 10–15 metra háa upplýsta glersúlu. Frá súlunni á að stafa friðarljós til allra þjóða heims. Utan á súluna verða greyptar tvær ljóðlínur á mörgum tungumálum. Yoko Ono til Íslands síðar í mánuðinum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.