Morgunblaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jónas PéturJónsson fæddist á Sléttu í Reyðar- firði 15. desember 1918. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu í Neskaup- stað 24. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Jón Brunsted Bóasson bóndi, f. 27.7. 1889, d. 17.3. 1978, og Benedikta Guðlaug Jónasdóttir húsmóð- ir, f. 24.5. 1893, d. 16.11. 1976. Systkini Jónasar eru Bóas Jónsson skipstjóri, f. 7.1. 1916, d. 5.5. 1975, Jóhanna Jóns- dóttir húsmóðir, f. 21.2. 1920, gift Oddi Guðjónssyni, og fósturbróðir Jóhann Björgvin Valdórsson vél- stjóri, f. 6.1. 1917, d. 14.2. 1991. Jónas kvæntist 24.5. 1942 Arn- fríði Þorsteinsdóttur, f. 7.11. 1917. Foreldrar hennar voru Þorsteinn G. Einarsson, f. 9.1. 1865, d. 1941, og Halldóra Halldórsdóttir, f. 8.7. 1877, d. 1948. Börn Jónasar og Arnfríðar eru: 1) Eðvald, f. 13.6. 1943, d. 24.5. 1969. Maki Ásdís Birna Jónsdóttir, f. 27.2. 1948. Dóttir Eðvalds og Kristínar I. Hreggviðsdóttur er Sigurbjörg Eðvaldsdóttir nemi, maki Tómas Dagur Helgason flugstjóri, dætur þeirra eru Inga Valdís og Íris Arna. 2) Pétur Brunsted, f. 10.4. 1946, d. 18.9. 1953. 3) Þórhallur verkamaður, f. 9.6. 1947. 4) Benedikta Guðlaug starfsmað- ur í félagsþjónustu Fjarðabyggðar, f. 7.4. 1955. Maki var Gestur Júlíusson. Þau skildu. Sonur þeirra er Eðvald starfsmaður Vega- gerðar ríkisins, f. 20.1. 1986. 5) Hall- dór skipstjóri, f. 11.2. 1959. Maki Jó- hanna Hallgríms- dóttir æskulýðs- og íþróttafulltrúi í Fjarðabyggð. Dóttir þeirra er Sylvía Dögg myndlistarnemi, f. 8.4. 1980, sam- býlismaður Ingi Örn Gíslason flug- virki, f. 16.11. 1979. Jónas var mestallan sinn starfs- feril á sjónum. Hann stundaði trillusjómennsku og var vélstjóri á fyrsta Snæfuglinum í tvö ár. Hann útskrifaðist frá Stýrimannaskól- anum í Reykjavík árið 1960 og fór þá sem stýrimaður á Gunnar SU-139 frá Reyðarfirði. Hann var skipstjóri á Seley SU-10 frá Eski- firði um tveggja ára skeið, eða þar til hann tók við skipstjórn á Gunn- ari. Hann hætti sjómennsku árið 1982 og vann á netaverkstæði Skipakletts um nokkurra ára skeið þar til hann settist í helgan stein. Útför Jónasar fer fram frá Reyðarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku Jónas. Nú ertu farinn og mikið eigum við eftir að sakna þín. Hlutverk þitt í litlu fjölskyldunni okkar var stórt og verð- ur aldrei fyllt. Þú varst okkur eins og kletturinn í hafinu og til þín gátum við leitað með alla hluti. Ekkert verkefni var svo léttvægt að þú sinntir því ekki og ekkert vandamál svo stórt að þú tækist ekki á við það með okkur. Þú varst æðrulaus í hverju því sem þú tókst þér fyrir hendur og lundarfar þitt var einstakt. Ávallt varstu grand- var í orðum og gjörðum og aldrei heyrði ég þig hallmæla nokkrum manni heldur vildir hvers mann götu greiða. Svona maður varstu og þú öðl- aðist virðingu mína alla frá fyrstu tíð. Þær eru fjölmargar og ljúfar minn- ingarnar sem koma upp í hugann núna við leiðarlok. Ég man fyrstu siglinguna með ykk- ur feðgum til útlanda á Gunnari. Mér rennur seint úr minni hversu mikið mér fannst til þín koma þar sem þú stóðst hnarreistur við stjórnvölinn í brúnni og stýrðir skipi þínu styrkum höndum yfir hafið. Þegar á áfanga- stað var komið lóðsaðir þú okkur um, enda öllum hnútum kunnugur á þeim slóðum. Við fórum líka í ógleymanlega Norðurlandaferð saman. Aðaltilgang- ur ferðarinnar var að heimsækja Landskrona í Svíþjóð en þig langaði mjög til að koma aftur á þann stað þar sem Snæfuglinn hafði verið smíðaður. Þegar þangað var komið varðst þú svo hálft í hvoru undrandi og hissa yf- ir því að hótelið stóð ekki enn á sama stað en þetta var tæplega 50 árum seinna. Í Tívolíinu í Kaupmannahöfn varst það þú sem prófaðir öll tækin með afabarninu þínu, henni Sylvíu. Þú skemmtir þér ekki síður en hún við tiltækið, eins og alltaf, enda ákveðinn í að njóta lífsins eins lengi og þú ættir þess kost. Margar ánægjustundir áttum við saman með stórfjölskyldunni okkar hér á Reyðarfirði. Í þeim hópi naustu þín hvað best og varst einn af strák- unum þótt elstur værir að árum. Fyr- ir mér varðstu heldur aldrei gamall í þeim skilningi. Þú fylgdist vel með nýjungum og tileinkaðir þér þær, gemsinn var aldrei langt undan og þú endurnýjaðir bílinn reglulega. Þú spilaðir bridds fram á síðasta dag, eða því sem næst, og ekki varstu sáttur þegar þrekleysið hafði af þér golfið. Þið Fríða höfðuð líka í hyggju að selja stóra húsið ykkar og flytja í nýtt húsnæði þar sem þið gætuð notið góðrar þjónustu og aðstæður hentuðu ykkur betur. Ávallt varstu vakinn og sofinn yfir Dóra á sjónum og áhugi þinn á hvernig þar gengi þvarr aldrei, enda sjálfur tengdur sjónum frá blautu barnsbeini. Já það fara ekki margir í fötin þín elsku tengdapabbi og það er mikil gæfa að fá að lifa langa ævi með þeirri reisn sem þér auðnaðist að halda fram á síðasta dag. Ég þakka þér elsku Jónas fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína í gegnum tíðina og sérstaklega þakka ég þér hlýjuna og skilninginn sem þú hefur ætíð sýnt mér – fyrir það verð ég ævinlega þakklát. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Hvíl í guðs friði. Jóhanna. Elsku Afi. Mér finnst við hæfi að skrifa titilinn með stórum staf, sérstaklega þar sem þú sást algjörlega um það hlutverk í mínu lífi. Það var bara einn afi. Afi minn. Við erum fá barnabörnin svo að ekki þurfti ég að deila athyglinni mik- ið með öðrum. Ég fékk þína sama sem óskipta og ekki leiddist mér það enda hef ég alla tíð litið mjög upp til þín, elsku Afi, og gerði fram á síðasta dag. Orðað var við mig um daginn hversu einstakt það væri að þú hefðir aldrei sýnt skap né orðið reiður í nær- veru sálar. Það var fyrst þá sem ég hugsaði um þitt frábæra lundarfar og hversu rétt þetta væri. Þegar ég hugsa til þín sé ég þig allt- af fyrir mér skælbrosandi og helst með brandara á vör. Þú varst alltaf glaður og áhugasamur um allt og alla. Það var brosað út í eitt og ég tel víst að léttleikann í fjölskyldunni megi rekja að stórum hluta beint til þín. Það er og var alltaf gott að koma heim til ykkar ömmu og alltaf var dekurrófunni, mér tekið opnum örm- um. Það skipti þá litlu máli hvort ég pantaði afmælisgjafir eða far í sjopp- una. Öllum óskum var mætt án spurn- inga. Við eigum margar góðar og veru- lega skemmtilegar minningar saman, elsku Afi, og kemur í hugann hversu mikill heiður mér fannst mér gefinn þegar ég fékk að fara með á golfvöll- inn í fyrsta skipti. Þar dró ég stolt kerruna þína og hljóp á eftir kúlunum sem allar voru samviskusamlega merktar svo ekki var um að villast. Á mínum yngri árum fannst mér agalega gaman að koma í heimsókn til þín á netaverkstæðið. Húsið, stútfullt af trollum og það var hægt að sveifla sér í þeim til og frá og hoppa ofan á. Þar horfði ég á þig bæta netin og þú reyndir að kenna mér handverkið en mér fannst það agalega flókið og áhuginn víst tæpast fyrir hendi. Mér fannst golfið eftirsóknarverð- ara og þú kenndir mér að sveifla kylfu en lagðir þó mesta áherslu á að ég héldi rétt á henni. Mesta sportið fannst mér þó að fara með ykkur ömmu í heita pottinn í Áreyjum. Þar var gott að slaka á og spjalla um lífið og tilveruna. Í þessum ferðum sem öðrum, á stóra jeppanum, sem ekki þótti mér lítið flottur, mátti alltaf stóla á brjóst- sykur úr hanskahólfinu. Tilhugsunin um þessar stundir hlýja mér alltaf um hjartarætur. Upp á síðkastið hef ég oft hugsað til þess þegar þú kenndir mér að spila kana. Við tókum ófá spil við eldhús- borðið sem varð einkennandi fyrir samverustundir okkar í seinni tíð. Spilagenið er sterkt í stelpunni þinni því þessa dagana spila ég póker í hverri tómstund sem skapast og hugsa þá ávallt til þín. Við spilaborðið hef ég öðlast skilning á spilagleði þinni sem áður var mér ráðgáta. Þú varst góður Afi, ef ekki bestur, gull af manni og fyrirmynd mín í svo mörgu. Ég elska þig, Afi minn, og ég þakka þér allt sem við áttum saman og ekki verður hér upptalið. Þín Sylvía Dögg. Í dag verður frændi okkar Jónas skipper jarðsunginn. Jónas var heið- ursmaður, stór og stæðilegur, hæv- erskur og yfirvegaður, áhugasamur um allt og alla. Ekki er hægt að minn- ast á Jónas án þess að minnast á Fríðu líka en þau eru ævinlega nefnd bæði í sömu andránni. Voru þau iðu- lega saman hvort sem það var á golf- vellinum, við spil eða bara að skjótast hringinn um landið. Jónas var mikill áhugamaður um framþróun atvinnu- og mannlífs og hafði gaman af að ræða um þá upp- byggingu sem nú á sér stað á Austur- landi. Tók hann virkan þátt í um- ræðunni og lýsti skoðunum sínum, þörfinni á þróun, fjölgun atvinnutæki- færa sem og breytingum í samfélag- inu á Austurlandi. Alla tíð hafa samskiptin innan fjöl- skyldunnar verið mikil og oft hist út á Eyri til að bæta húsakost, rífa niður og byggja upp. Það verkefni átti hug Jónasar sem fagnaði því hvert sinn sem áfangi náðist og eru samveru- stundir þar með fjölskyldu og vinum ógleymanlegar. Ævinlega átti Jónas ráð þegar til hans var leitað, og ekki vantaði áhugann á því sem verið var að gera. Jónas gat endalaust sagt okkur sögur frá Eyri sem og af sjón- um. Sögurnar voru oft ævintýralegar og margar þeirra frá fyrri hluta síð- ustu aldar en ekki voru þau Fríða og Jónas alltaf sammála um dagsetning- arnar þó að ekki skeikaði miklu. Sátu allir, bæði börn og fullorðnir, agndofa yfir sögunum. Er okkur sérstaklega minnisstæð síðasta verslunarmanna- helgi á Eyri þar sem þau fóru á kost- um. Jónasi hrakaði heilsan í lok ársins og söknuðum við hans sárt í jólaboð- inu og um áramótin. Nú er ljóst að jólaboðin verða ekki söm þegar hans góða félagsskapar nýtur ekki lengur við. Fram á síðasta dag var hann að fylgjast með og var tíðrætt um ástand loðnunnar nú í byrjun árs. Nú hefur hann Jónas kvatt þennan heim og þökkum við og börnin okkar honum samfylgdina. Elsku Fríða, Benna, Halli, Dóri og fjölskyldur, við sendum ykkur inni- legustu samúðarkveðjur á þessari sorgarstundu. Elísabet og Jóhannes, Jóhanna og Stefán Heillarík æviganga er á enda runn- in, dagsverkið var dáðríkt og farsælt, sjónum helgað fyrst og fremst. Það hljóðnar í hugans borg þegar slíkur höfðingi er kvaddur og litið er til baka til ljúfra samfunda, gefandi stunda á lífsveginum. Jónas skipstjóri var hann sannar- lega oft nefndur og það var virðing verðleikum vafin í því heiti. Á sjáv- arleiðum fylgdi honum gæfan góð, áræðið, kappið og forsjálnin vís fylgd- ust að og greiddu gæfuleið. Ófáir sveitungar hans stigu ölduna fyrst undir leiðsögn hans, hann var ákveð- inn en hlýr stjórnandi og bar mikla umhyggju fyrir sínum mönnum, hress og glettinn en fyrst og síðast samvizkusamur og aðgætinn um allra hag. Hann Jónas skipstjóri var vel gjörður maður, greindur vel og fróð- ur, átti afar auðvelt með að blanda geði við fólk, gleðinnar strengi strauk hann á góðum stundum, var hrókur alls fagnaðar á mannfundum, hann átti ættarfylgju góða frá foreldrum, þar sem eljan og mannbætandi hlýjan fóru saman og ævinlega rausn þar í ranni. Hann eignaðist hinn bezta lífs- förunaut, hjartahlýja og bjartleita heiðurskonu ágætra eiginleika og heimili þeirra hjóna rómað fyrir hvoru tveggja, höfðingsskap og vin- hlýtt viðmót. Hann Jónas lifði lífinu sannarlega lifandi, hann lét áranna fjöld og fylgju þeirra ekki aftra sér, hann hafði ásamt konu sinni yndi af spila- mennsku og hana stunduðu þau af meðfæddu keppnisskapi, briddsið var þeim lífsfylling góð, en við það var ekki látið sitja, heldur var golfið stundað þegar færi gáfust. Jónasi leið vel í návist annarra og félagsskap og fólk naut sannarlega samfunda við hann og kunni vel að meta þennan gamansama tón, þennan hressileika karlmennis sem lífsvaktina hafði staðið svo lengi og vel. Heimabyggð sinni unni hann heitum huga og vildi veg hennar sem mestan, lagði þar sjálfur til heilladrjúg verk. Við hjónin kveðjum kæran vin og samferðamann með hlýrri þökk fyrir öll kynni og sendum eiginkonu hans og börnum einlægar samúðarkveðj- ur. Það er sjónarsviptir að manni eins og Jónasi skipstjóra, heimabyggðin er hollum syni og horskum fátækari eftir. Blessuð sé björt minning Jón- asar. Hanna og Helgi Seljan. Í byrjun aprílmánaðar 1983 vorum við hjónin á gangi út með Reyðarfirði sunnanverðum, á svæðinu frá Bisk- upshöfða og lítið eitt út fyrir eyðibýlið Eyri. Fjaran er fögur og hrein, rík af litskrúðugum steinum og skeljum. Undir einum steininum sýndist mér vera svart laufblað með hvítum dopp- um. Þetta var ekki blað, heldur hluti af öðuskel, alsettur hrúðurkörlum eða leifum þeirra. Það er fallegt í fjörunni og hvergi friðsælla. Báran hjalar við fjöruborðið, gjálfur hennar er sálar- styrkjandi. Steinsnar úti á víkinni hópar æðarfuglinn sig, blikar og koll- ur. Það hillir undir varptímann. Uppi á túninu, rétt ofan við flæðarmálið, standa húsin á Eyri hljóðlátan vörð um staðinn og minna á mannlíf liðinna ára, talandi tákn um búskap og basl genginna kynslóða allt frá landnáms- öld. Fólkið festi byggð við ströndina, erjaði jörðina og sótti sjóinn. Hver bjó að sínu eftir bestu getu. Á Eyri við Reyðarfjörð sér vítt yfir land og fagurt. Á þessum slóðum ólst Jónas upp til 18 ára aldurs. Við andlát þessa vinar míns koma mér í huga eft- irfarandi orð úr kunnum sjómanna- sálmi: Föðurland vort hálft er hafið. Snemma beygðist krókurinn til þess sem verða vildi. Jónas hafði ekki áhuga á landbúnaðarstörfum, en horfði þeim mun meira út á sjóinn. „Hafið bláa hafið hugann dregur. Hvað er bak við ystu sjónarrönd?“ Níu ára gamall stóð hann hnugginn í fjörunni, þegar faðir hans var að fara í róður á trillunni þeirra. Hann vildi fara með. En Jónas átti eftir að verða trillukarl og rúmlega það. Eftir að hann hleypir heimdraganum 18 ára gamall kemur hann víða við, og alltaf er það sjórinn og sjávarútvegurinn, sem heilla þennan unga mann. Hann fer til Vestmannaeyja og stundar þar vélstjóranám og þar kynnist hann hinum þjóðkunna aflamanni, Binna í Gröf. Af honum kvaðst Jónas hafa lært margt, sem hefði komið sér vel í skipstjórnarstörfum hans síðar. Tímamót verða í lífi Jónasar 1946, þegar fyrsti Snæfuglinn kemur til Reyðarfjarðar. Hann dvaldi um 4 mánaða skeið í Svíþjóð til að fylgjast með niðursetningu vélarinnar. Bóas, bróðir Jónasar, var aðaldriffjöðrin í útgerð Snæfuglsins og á honum var hann skipstjóri til æviloka. Jónas var svo með bróður sínum á Snæfuglinum fyrstu 4 árin á veturna, en stundaði trilluútgerð á sumrin. Á þessum tíma hafði Jónas tekið hið minna 75 tonna fiskimannapróf, en það dugði ekki til frambúðar, því að í undirbúningi voru kaupin á Gunnari SU-139. Árið 1959, þá rúmlega fertugur, dreif hann sig í Stýrimannaskólann til að öðlast rétt- indi til að stýra stærri skipum. Hér var teningunum kastað og kaflaskipti verða í lífi Jónasar. Gunnar kom til landsins 1959 og stýrði Hjalti Gunnarsson skipinu fyrstu tvö árin. Jónas tók hins vegar við Seleynni frá Eskifirði á þessum tíma og gerði sér lítið fyrir og varð aflakóngur annað árið, sem hann fór með stjórn skipsins. Næstu 20 árin var hann svo með Gunnar eða frá 1961–1981. Sá fær gæfu sem Guð vill, segir gamall málsháttur. Jónas missti aldrei mann fyrir borð og tvisvar auðnaðist honum og skipshöfn hans að koma skipum til hjálpar við erfiðar aðstæður. (Sjá Sögu Reyðarfjarðar bls. 316–317). Eftir að Jónas kom í land vann hann við uppsetningu veiðarfæra við út- gerðina. Hann var sonarsonur hjónanna á Stuðlum, Sigurbjargar Halldórsdóttur og Bóasar Bóassonar. Frá þeim er kominn mikill ættbogi og innan hans eru margir af helstu for- vígismönnum í útgerðarmálum Reyð- firðinga á síðustu öld. Kynni okkar Jónasar hafa varað allt frá æskuárum okkar beggja. Hann var glaðlyndur, vinfastur og góður félagi. Hann hafði alla tíð mikinn áhuga á bridgeíþrótt- inni og undi sér einkar vel við græna borðið. Þar þurfti að taka áhættu og stundum snöggar ákvarðanir rétt eins og á sjónum. Hann hafði gaman af að láta reyna á spilin, segja djarft og standa og falla með ákvörðun sinni. Hann tók öllu með jafnaðargeði og var ekki tapsár. Við vorum spilafélagar til margra ára við græna borðið og er margs að minnast frá þeim tíma. Við kynnt- umst reyndar löngu áður við lomber- borðið. Það var á stríðsárunum. Spila- félagar okkar voru þá m.a. Ingibergur Stefánsson og Þórður Sigurðsson. Það var engin lognmolla við lomberborðið í Merki, mikið hleg- ið og stundum rætt býsna fjörlega um síðasta spil, sérstaklega ef einhver varð „frí á fjórum“ í sóló, sem vannst vegna lélegrar varnar! Að ekki sé minnst á, þegar einhver félaginn tap- aði annaðhvort hreinnóló eða úver. Þá mátti sagnhafi engan slag taka. Sum- arið 1942 var Jónas á Þórshöfn, á Svölunni frá Eskifirði. Það var þá sem örlagadísirnar spunnu sinn ástarvef í lífi piltsins. Hér kynntist hann sæmd- arkonunni Arnfríði Þorsteinsdóttur, frá Syðri-Brekkum í Þistilfirði. Þau giftu sig á þessu sama ári og vel man ég þegar þetta unga og glæsilega fólk kom í heimsókn til okkar út í Merki geislandi af gleði og tilbúið til að tak- ast á við verkefni framtíðarinnar. „Römm er sú taug, sem rekka dregur föðurtúna til“, segir gamalt mátæki. Ungu hjónin byggðu húsið Sólvelli úti á Eyri og áttu þar heima til ársins 1964, er þau fluttu í sitt glæsilega hús við Heiðarveginn á Reyðarfirði. Erfitt er að meta starf skipstjórans, sem dregur björg í bú svo áratugum skiptir. Eitt er víst, að ósmár er þáttur Jónasar Jónssonar í þeirri at- vinnuuppbyggingu, sem varð um og eftir miðbik síðustu aldar á Reyðar- firði. En ekki skal gleyma hlut eig- inkonunnar. Arnfríður stóð styrkan vörð um heimili þeirra í löngum fjar- verum eiginmannsins, enda segir Jónas í viðtali, að hún hafi að mestu leyti ein séð um uppeldi barnanna. Bæði voru þau Jónas og Fríða höfð- ingjar heim að sækja, tóku með hlýju og glaðværð á móti gestum og til þeirra var því gott að koma. Við Anna sendum vinkonu okkar, Arnfríði Þor- steinsdóttur, sem og fjölskyldunni allri, okkar innilegustu samúðar- kveðjur og biðjum þeim blessunar Guðs. Guðmundur Magnússon. JÓNAS PÉTUR JÓNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.