Morgunblaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2006 21 MINNSTAÐUR Grindavík | „Þetta eru bara draum- órar hjá okkur enn sem komið er, hugmyndin er á byrjunarstigi,“ segir Páll Jóhann Pálsson, útgerðarmaður í Grindavík. Fjögur útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki hafa kynnt skipulags- og byggingarnefnd bæjar- ins áform um uppbyggingu hesta- íþróttasvæðis í landi Þórkötlustaða. Þar er meðal annars gert ráð fyrir reiðhöll og fullbúnum keppnisvelli. Nefndin tók vel í erindið og fagnaði áhuga þeirra á uppbyggingu. Páll Jóhann segir að lengi hafi vantað betri aðstöðu fyrir hesta- áhugafólk að byrja í þessu sporti, sérstaklega börn og unglinga. For- svarsmenn fjögurra útgerðarfyrir- tækja hefðu byrjað að ræða það, hvort unnt væri að byggja hesthús með sameiginlegri reiðskemmu og taka frá hluta plássins til að leigja eða selja einstaklingum einstaka bása. Hugmyndin hefur þróast í meðför- um því gerð hafa verið frumdrög að uppbyggingu hestaíþróttasvæðis, rétt austan við núverandi hesthúsa- hverfi Grindvíkinga, í Þórkötlustaða- landi. Í fyrirspurninni til bæjarins er talað um allt að 4.000 fermetra reið- höll, átta 200 fermetra hesthús og keppnisvöll í fullri stærð samkvæmt reglum Landssambands hesta- manna, ásamt tilheyrandi bílastæð- um og vegum. Að umsókninni standa fyrirtækin Marver ehf., Stakkavík ehf., Einham- ar ehf. og Hælsvík ehf. en eigendur þeirra eru allir hestamenn eða rækt- endur, eða þykjast vera það, eins og Páll kemst að orði, og hafa áhuga á að efla hestaíþróttina í bænum. Páll seg- ir að úr því bærinn taki vel í málið verði menn að setjast niður og átta sig á framhaldinu, hvort byggð verði hesthús með sameiginlegri einka- reiðskemmu eða hvort farið verði í byggingu reiðhallar sem allir hefðu aðgang að. Hann telur að það geti haft veruleg áhrif fyrir framgang hestaíþrótta- rinnar í Grindavík að fá aðstöðu til námskeiðshalds yfir veturinn. Hing- að til hafi rétt náðst að kveikja í börn- um og unglingum á vorin, rétt áður en hestarnir fari í sumarhagana. Hestaleiga stofnuð Á sama fundi skipulags- og bygg- ingarnefndar var samþykkt umsókn frá Fuglabjargi ehf. um lóð fyrir þjónustuhús hestaleigu við Hóp- sheiði, skammt frá núverandi hest- húsahverfi. Þangað á að flytja gler- hýsi og nota í þágu hestaleigunnar sem verið er að stofna. Útgerðarmenn vilja byggja reiðhöll í Grindavík „Þetta eru enn draum- órar hjá okkur“ Morgunblaðið/Helgi Bjarnason LANDIÐ SUÐURNES Siglufjörður | „Ég afhendi þér hér með lykla að sjúkrabílnum og óska ykkur og stofnuninni velfarnaðar í þessu starfi,“ sagði Guðgeir Eyj- ólfsson, sýslumaður Siglfirðinga, þegar hann afhenti fulltrúa Heil- brigðisstofnunar Siglufjarðar lykl- ana að sjúkrabifreið Siglfirðinga sl. þriðjudag. Þar með lauk umsjón lögregluembættisins í Siglufirði með sjúkraflutningum sem það hafði haft með höndum frá 1. júlí 1990. Það var viðhöfn við þessa breyt- ingu því allt lögreglulið bæjarins mætti að sjúkrahúsinu þar sem af- hendingin fór fram og á eftir bauð heilbrigðisstofnunin til kaffi- drykkju. Guðgeir sýslumaður lét þess getið að lögregluembættin víða um land hefðu verið að hætta sjúkraflutningum undanfarin ár en Siglufjörður væri með þeim síð- ustu. Aðspurður um tilhögun sjúkra- flutninganna eftirleiðis sagði Kon- ráð Baldvinsson, framkvæmda- stjóri Heilbrigðisstofnunar Siglu- fjarðar, að einn fastráðinn starfsmaður bættist við hjá stofn- uninni. Tveir menn mundu sinna flutningum frá kl. átta til fimm á virkum dögum auk þess að sinna ýmsu viðhaldi og tilfallandi verk- um. Þá verða alls fimm menn á bakvakt sem munu annast flutn- inga um nætur, helgar og á hátíð- isdögum. Sjúkrabifreiðin er í eigu Rauða krossins. Hún er af gerðinni Ford Econoline, árgerð 1999 og ágæt- lega tækjum búin að sögn Konráðs. Nú standa yfir talsverðar end- urbætur á sjúkrahúsi Siglfirðinga. Það verður fjörutíu ára á þessu ári og hafa mjög litlar breytingar ver- ið gerðar á því síðan. Breyting- arnar felast aðallega í að færa það í nútímalegra horf og bæta aðstöðu vistmanna og starfsfólks. Konráð lét þess enn fremur getið að nú væri verið að teikna væntanlega viðbyggingu við sjúkrahúsið og standa vonir til að sú framkvæmd verði boðin út í vor eða sumar. Heilbrigðisstofn- un tekur við sjúkraflutningum Morgunblaðið/Örn Þórarinsson Lyklavöldin Valþór Stefánsson heilsugæslulæknir tók við lyklum sjúkrabílsins úr hendi Guðgeirs Eyjólfssonar sýslumanns. Þorlákshöfn | Sýning á teikn- ingum sem Guðmundur frá Miðdal gerði er hann var í verbúð í Þor- lákshöfn á árunum 1913 til 1915 verður opnuð í Bæjarbókasafni Ölfuss í Þorlákshöfn í dag, fimmtudag. Guðmundur fæddist árið 1895 í Miðdal í Mosfellssveit var mjög fjölhæfur listamaður. Hann lagði m.a. stund á höggmyndasmíði, málaralist og eirstungu. Það var ekki aðeins listagyðjan sem átti hug hans allan, hann var einnig mikill áhugamaður um íþróttir og stundaði þær af kappi. Mikill styrkur hans kom sér vel við sjó- sókn í Þorlákshöfn og reyndist hann sérlega duglegur sjómaður, að því er fram kemur í frétta- tilkynningu frá menningar- fulltrúanum í Þorlákshöfn. Hann setti mikinn svip á verbúðalífið, stofnaði m.a. fimleikaflokk meðal vermanna sem fram að þessu höfðu aðallega æft glímubrögð. Einnig rak hann þá áfram við Müllersæfingar og allavega hopp og stökk. Þá alhörðustu fékk hann til að synda með sér í ísköldum sjónum. Meðan Guðmundur dvaldi í Þor- lákshöfn teiknaði hann fjölda mynda af verbúðalífinu og eru teikningar hans ómetanleg heimild um mannlífið í Þorlákshöfn á ár- unum 1913-1916. Árið 1976 keypti Sveitarfélagið Ölfus teikningarnar sem verða á sýningunni á bóka- safninu. Einnig verða þar ljós- myndir af Guðmundi í hlutverki sjómannsins og annað verk sem Lýdía Pálsdóttir, kona Guð- mundar, færði sveitarfélaginu að gjöf í tilefni 25 ára afmælis bæj- arins Þorlákshafnar. Af tilefni opnunar mun Barbara Guðnadóttir, menningarfulltrúi Ölfuss segja stuttlega frá lista- manninum Guðmundi frá Miðdal og dvöl hans í Þorlákshöfn. Heitt verður á könnunni og allir vel- komnir á opnunina, en sýningin stendur yfir til 1. mars. Verstöðin Teikning Guðmundar af íbúðarhúsi Gísla Jónssonar er meðal þeirra verka sem sýnd verða í Bókasafninu. Sýna teikningar af verbúðalífinu Reykjanesbær | Tónleikarnir til styrktar veikri stúlku, Bryndísi Evu Hjörleifsdóttur, verða haldnir á Ránni í Keflavík í kvöld, fimmtu- dag, klukkan 20. Bryndís Eva Hjörleifsdóttir er tæplega níu mánaða gömul. Í des- ember byrjaði hún að fá krampa- köst sem engin lyf dugðu við. Henni var haldið sofandi um tíma og síðan þá hefur verið beðið eftir því að hún vakni. „Þessi litla snót hefur farið í fjölmargar rannsóknir en ekkert hefur enn fundist að henni. Lyfin sem þarf til að halda krömpunum niðri eru of sterk til að hún haldi vöku. Fjöldi fólks hefur fylgst með líðan Bryndísar Evu á vefdagbók for- eldra hennar en erfitt er að sitja aðgerðalaus hjá og finnast maður vera máttvana. Við höfum beðið fyrir henni og hugsað hlýlega til hennar en betur má ef duga skal, samstaða á erf- iðum tímum getur gert kraftaverk,“ segir í tilkynningu aðstandenda styrktartónleikanna á Suðurnesjum en þaðan eru foreldrar hennar. Hægt er að skoða sögu Bryn- dísar Evu á heimasíðu foreldra hennar, www.bebbaoghjolli.- blogspot.com. Aðgangseyrir að tónleikunum eru 500 kr. Fram koma Hanna Björg, Hlynur Vals, Matti Óla, Óli Þór, Rúnar Júlíusson, Svavar Knútur og Tabula Rasa. Styrktarreikningur hennar er í Sparisjóðnum í Kefla- vík, 1109-05-410900 og kennitalan er 290681-5889. Styrktartónleikar fyrir veika stúlku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.