Morgunblaðið - 19.03.2006, Page 21

Morgunblaðið - 19.03.2006, Page 21
og fóru að veita raunveruleikanum meiri athygli. Til viðbótar voru for- sprakkar kvikmyndaveranna orðnir jarðbundnari og óþolinmóðari gagn- vart aðsóknartregðunni sem var fylgifiskur myndanna hans Altmans. Breytingarnar urðu til þess að leikstjórinn fékk færri og færri verk- efni í Hollywood. Niðursveiflan hófst 1976, með Buffalo Bill and the Indi- ans, fokdýrum mistökum með Paul Newman í titilhlutverkinu, allt kom fyrir ekki, áhorfendur létu ekki sjá sig. Sama máli gilti um 3 Women (’76), minnisstætt, dulúðugt verk og níðþungt. A Wedding (’78) er sér- viskuleg, leikarar tala hver ofan í annan og þar er um að ræða stór- merkan hóp. Einn þeirra er ítalski snillingurinn Vittorio Gassman, sem gerir mikið fyrir meinfyndna satíru sem er ekki að allra skapi. Jafnvel stækustu aðdáendur Alt- mans voru klumsa yfir Quintet (’79), líkindasögu sem gerist á ísöld með Newman, Gassman, Bibi Anderson og Fernando Rey, ekki skorti mann- valið í leiðindin. Health (’80) brá fyr- ir í Nýja Bíói og röðin komin að kvik- myndagerð teiknimyndasögunnar um Popeye – Stjána bláa. Robin Williams og Shelley Duvall trekktu ekki að frekar en undarleg með- höndlun sérvitringsins og leikstjór- inn sá sitt óvænna og settist að í Evr- ópu eftir Streamers (’83), og fáein listræn og aðsóknarleg mistök til viðbótar. Aria (’87), fyrsta verkið sem Alt- man gerði í gamla heiminum, vann leikstjórinn með tug heimsfrægra kollega, þ.á m. Beresford, Godard og Russell. Slík verk ganga sjaldnast upp, Aria er engin undantekning, þó forvitnileg sé. Uppreisn æru Með Vincent & Theo (’90), komst Altman aftur á beinu brautina. Handritið, sem fjallar um þá Van Gogh bræður, er vel skrifað, Altman blæs í það krafti og birtu. Myndin fékk góða dóma og Hollywood opn- aði faðminn að nýju. Fyrsta myndin hans vestra er The Player (’92), sögusviðið er kvikmyndaborgin og persónurnar eiga sér flestar stað í raunveruleikanum en eru lítillega felumálaðar. Það þykir enginn mað- ur með mönnum í leikaraliði borg- arinnar sem ekki fær inni í hópverk- um leikstjórans, það gilti einnig um The Player – þó verið væri að skop- ast að þeim sjálfum og umhverfi þeirra. Það sem er mest um vert, að hér finnur Altman þráðinn að nýju, The Player er bráðskemmtileg og snjöll, og leikstjórinn hefur greinilega gam- an af því sem hann er að fást við og sú ánægja lýsir upp öll hans verk æ síðan. Altman fylgdi The Player eftir með Short Cuts, forvera Óskars- verðlaunamyndarinnar í ár. Hún segir frá ólíkum einstaklingum og örlögum þeirra í Los Angeles. Hún er á ýmsan hátt tímamótamynd á ferli leikstjórans, sem sýnir á ný hversu ungur og ferskur hann er í anda og óútreiknanlegri en nokkru sinni fyrr. Annað alkunnt vörumerki Altmans blasir við sjónum, sem er mýgrútur valinkunnra leikara. Síðasta áratuginn, eftir alþjóðlegt stjörnuskin í Pret-a-poerter (’94), glæsilegri satíru um tískuheiminn, hefur gamli meistarinn víða komið við. Unnið fyrir sjónvarp og gert nokkrar kvikmyndir sem halda við fornri frægð. Hann söðlaði yfir í hreinræktaða afþreyingu í fyrsta sinn með kvikmyndagerð The Gingerbread Man (’98), sem byggð er á metsölubók eftir John Grisham. Vitaskuld tekst honum að setja mark sitt á reyfarann svo útkoman er harla óvenjuleg. The Gosford Park (’01), flokkast með bestu verkum Altmans, bún- ingamynd með gnótt persóna sem dveljast í boði auðkýfings á sveita- setri árið 1932. Eftir því sem á líður boðið fer ýmislegt miður gott í fari gestanna, þjónaliðsins og húsbónd- ans, að gægjast upp á yfirborðið. The Gosford Park var tilnefnd til sjö Ósk- arsverðlaunanna, þ. á m. sem besta mynd ársins og fyrir leikstjórn, en Julian Fellowes stóð einn uppi með verðlaun – fyrir besta, frumsamda handritið. Heiðursóskarsþeginn Altman er í fullu fjöri og fjarri því að setjast í helgan stein. Þó svo að hann hafi barist á móti kerfinu og verið for- sprökkunum í Hollywood óþægur ljár í þúfu, verður heiðurinn honum örugglega hvatning að bæta við sinn merkilega feril nokkrum verkum til viðbótar. Nýjasta myndin hans, A Prairie Home Companion, var sýnd í Berlín í síðasta mánuði við frábærar viðtökur. Þar vann myndin, sem fjallar um og dregur nafn sitt af síð- ustu útsendingu vinsælasta útvarps- þáttar Bandaríkjanna, til verðlauna sem besta verk hátíðarinnar í les- endakönnun Berliner Morgenpost. Myndin verður frumsýnd opinber- lega 9. júní, og stingur hún vonandi upp kollinum hérlendis áður en langt um líður. Heimildir: Variety, The Hollywood Reporter, The New York Times. saebjorn@heimsnet.is Íburður á ensku sveitasetri í Gosford Park. Nashville segir frá örlögum fjölda persóna sem lítið tengjast innbyrðis. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MARS 2006 21 AÐALFUNDUR Aðalfundur Lífeyrissjóðs verkfræðinga verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38, mánudaginn 3. apríl 2006 kl. 17.15. Fundarefni: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Reikningsskil. 3. Fjárfestingarstefna. 4. Lífeyrisuppgjör pr. 31.12. 2005 - skýrsla tryggingafræðings sjóðsins. 5. Stjórnarlaun. 6. Breytingar á samþykktum. 7. Kosning tveggja manna í stjórn og eins til vara. 8. Kosning endurskoðanda og tveggja skoðunarmanna. 9. Önnur mál. Endurskoðaðir og undirritaðir reikningar sjóðsins, ásamt skýrslu tryggingafræðings, munu liggja frammi á skrifstofu sjóðsins viku fyrir aðalfund, sjóðfélögum til sýnis. Ársreikning má einnig nálgast á heimasíðu sjóðsins www.lifsverk.is . Reykjavík, 19. mars 2006. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.