Morgunblaðið - 19.03.2006, Page 32

Morgunblaðið - 19.03.2006, Page 32
32 SUNNUDAGUR 19. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ Áhorfendur gegna miklu hlutverki þegar fornminjar eru skoðaðar, það er þeirra ímyndunarafl sem breytir litlu broti af leir- skál, nokkrum mismunandi glerperlum og handfangi af sverði í minningar um horfna tíma. Þegar fornminjar eru sýndar almenn- ingi þarf að huga vel að framsetningu hlut- anna þar sem þeir eru oftast mjög við- kvæmir fyrir snertingu og sterku ljósi. Vegna þessara takmarkana getur framsetn- ing á fornminjum orðið mjög einsleit. Í síðustu grein Í hlutarins eðli var fjallað um Centraal Mus- eum í Utrecht og hvernig viðmóti safnsins var breytt með að- stoð vöruhönnuða, arkitekta, grafískra hönnuða og tískuhönn- uða. Centraal Museum notar ekki aðeins hönnuði við að breyta og bæta umhverfi safnsins heldur fær safnið hönnuði til þess að hanna hinar ýmsu sýningar til þess að gera ferð í Centraal Mu- seum að einni stórri upplifun sem fylgir gestunum sem lengst. Sýningar sem boðið er upp á í Centraal Museum eru ótrúlega fjölbreyttar; hönnunarsýningar, myndlistarsýningar, tísku- og textílsýningar svo fáein dæmi séu tekin. Safnið sjálft á mikið af klassískri og nútímamyndlist, en einnig hönnun, svo sem stærsta safn af húsgögnum eftir Gerrit Rietveld en hann kom einmitt frá bænum Utrecht. Einnig á safnið mikið af tískumun- um frá öllum tímabilum, sem dæmi hefur safnið keypt nokkrar heilar tískulínur frá Victor og Rolf. Fyrir rétt rúmu ári var opnuð sýningin Víkingarnir! (Vik- ingen!) sem gaf mynd af ferðum víkinganna við ána Rín á ár- unum 800 til 1000 e. kr. Fornleifafundir frá þessum svæðum gefa góða hugmynd um daglegt lífi víkinganna, allt frá skipa- smíði og vopnagerð til skartgripagerðar og ýmiss annars. Sýn- ingin gefur einnig góða sýn á ferðir víkinganna um Niðurlöndin, nýlegir uppgreftir við Zutphen sýna til dæmis að víkingarnir ferðuðust ekki með friði um þessi svæði, beinagrindur af myrt- um þorpsbúum hafa fundist sem gefa til kynna að víkingarnir hafi farið um og beitt ofbeldi í ránsferðum sínum um friðsæl sveitaþorp Niðurlandanna. Til þess að sýna á sem sterkastan hátt hvernig víkingarnir lifðu og ferðuðust um Niðurlöndin og svæðin þar í kring var hönnunarteymið Studio Job fengið til þess að gera víkingasýn- inguna í Centraal Museum að ógleymanlegri upplifun fyrir unga sem aldna. Studio Job samanstendur af þeim Job Smeets og Nynke Tynagel. Starfsemi Studio Job hófst árið 1998 þegar Job Smeets útskrifaðist frá Design Academy Eindhoven en árið 2000 bættist Nynke Tynagel við starfsemina þegar hún lauk námi við sama skóla. Undanfarin ár hefur Studio Job öðlast heimsathygli fyrir einstaka og áhugaverða hönnun, verkefnin hafa verið fjölbreytt og hafa þau unnið með elsta postulínsfyr- irtæki Hollands, Royal Tichelaar Makkum, tískuhönnuðunum Victor og Rolf og fyrir ýmsa einkaaðila. Hönnun Studio Job hef- ur verið skilgreind sem hönnun á mörkum myndlistar, þau hafa sagt að hönnun snúist fyrir þeim um frelsi til þess að fylgja hjartanu. Notkun munstra sem þau hanna einkenna verk þeirra, einfaldar en einlægar teikningar af raunsæjum hlutum mynda ævintýralegan heim sem þekur ýmsan textíl, postulín, veggfóður og útiskúlptúr á skólalóð. Pöddumynstrið og Rock- húsgögnin sem eru steypt úr áli frá árinu 2003 voru þeir hlutir sem vöktu mikla athygli á hönnunarsýningunni í Mílanó það ár- ið og urðu til þess að orðspor Studio Job óx til muna. Verk Stud- io Job eru mjög afgerandi og þau Job Smeets og Nynke Tyna- gel hafa náð að skapa sérstaklega sterkan heim þar sem húsgögn þeirra og munstur lifa saman í sátt. Það var því vel við hæfi hjá Centraal Museum að fá Studio Job til þess að hanna umgjörð um víkingasýninguna. Þau eru þekkt fyrir sinn sérstaka heim og að skapa sterka stemningu og andrúmsloft og þar sem markmið fornminjasýninga er að fá gesti til að ferðast til horfinna heima þá eru líklega fáir hæfari til þessa starfs en einmitt Studio Job. Í viðtali við Studio Job voru þau spurð af hverju Centraal Museum vildi fá þau til þess að hanna sýninguna og svarið var: „Til þess að fá sem flesta gesti!“. Við inngang sýningarinnar heyrist ölduniður og veggir eru þaktir áhrifamiklu öldumynstri sem síðan breytist í stjörnukort, sama útsýni og víkingarnir höfðu á siglingum sínum um heims- höfin á leið til nýrra áfangastaða. Þetta er upphafið á ferðinni, gesturinn leggur af stað með víkingunum. Studio Job skipti sýn- ingunni niður í marga sali sem tengjast með dimmum boga- göngum, hver salur er þakinn með gólf- og veggfóðri sem lýsir umhverfi fornminjanna. Munstrin sem þekja salina minna á upprunalegt umhverfi fornminjanna eins og til dæmis klaust- urveggfóður þar sem gömul handrit og teikningar af ferðum víkinganna voru til sýnis eða munstur búin til úr myndheimi víkinganna þar sem skartgripir og ýmsir nytjahlutir sem fylgdu víkingunum voru sýndir. Ég var stödd í Hollandi þegar víkingasýningin stóð yfir og fór hún ekki fram hjá neinum þar sem mjög áhrifamikil auglýs- ingaplaköt þöktu flest strætóskýli borga og bæja í kringum Ut- recht. Ég hef farið á nokkrar víkingasýningar hérlendis þar sem víkingarnir eru okkar forfeður og hugrakkir landnemar sem börðust við óblíða náttúru og því fannst mér áhugavert að sjá hvernig víkingasýning í Hollandi myndi vera, þar sem víking- arnir voru utanaðkomandi og ógnvekjandi, fóru um með ránum og ofbeldi og voru ekki neinar hetjur á sama máta og þeir eru í okkar sögu. Maður fékk sterka tilfinningu fyrir þessu tímabili í sögunni þegar gengið var um sýninguna, hver salur tók mann og flutti í nýjan heim þar sem fornminjarnar töluðu sínu máli. Dimmu gangarnir á milli salanna mynduðu eftirvæntingu eftir að kom- ast í næsta umhverfi og þeir gáfu hvíld þannig að þetta magnaða sjónarspil rann ekki saman í eitt heldur stóð hver salur sér og fornminjarnar fengu að njóta sín á sinn hátt. Umgjörð Studio Job gerði fornminjunum hátt undir höfði og hjálpaði manni að setja sig í rétt hugarástand. Einn áhrifamesti salurinn í sýning- unni var vopnasalurinn þar sem sverð og önnur vopn sem voru í eigu víkinga voru til sýnis. Veggir og gólf salarins voru þakin blóðslettum og í fjarska heyrði maður hljóð frá skylmingum, það munaði litlu að maður fyndi lykt af blóði, svita og tárum. Uppbygging sýningarinnar hafði ákveðinn stíganda, hún hófst úti á hafi með víkingunum sem síðar færðu sig upp á land, í gegnum þorp og inn í klaustur. Lokasalurinn var tileinkaður arfleifð víkinganna í dag, áhrifa þeirra gætir enn víða og til marks um það þöktu vörumerki, merki íþróttafélaga og fyr- irtækja veggi salarins. Víkingarnir eru víða, hjálmarnir þeirra sjást í mörgum löndum, barnaleikföng og teiknimyndir eru til- einkuð þeim og þeir hafa sérstakt aðdráttarafl sem ekki margir fornir þjóðflokkar hafa. Centraal Museum fékk lánaðar fornminjar frá söfnum í Þýskalandi, Danmörku og Svíþjóð til þess að sýna á sem bestan hátt hvernig líf fólks var á þessum svæðum og hvernig það líf leit út bæði fyrir víkingana sjálfa sem ruddust upp á land og rændu og rupluðu en líka fyrir íbúa Niðurlandanna sem urðu fyrir þessum árásum. Einnig var þetta í fyrsta sinn sem forn- minjar frá víkingatímum í Hollandi voru sýndar á heildrænan hátt og þannig gefin raunveruleg mynd af áhrifum ránsferða víkinganna í Niðurlöndum. | hannar@mbl.is Horfinn tími gæddur lífi TENGLAR ................................................................................ www.centraalmuseum.nl Höfundur er vöruhönnuður. 1. Klaustursalur: handrit og kirkju- munir í upprunalegu umhverfi. 2. Gangur að sýn- ingu: Verk frá Studio Job voru til sýnis á gangi sem leiddi til sýningarinnar. 3. Skipasalur: Vík- ingaskip sem fengið var að láni frá Vík- ingasafninu í Hróars- keldu. 4. Vörumerkjasalur: Arfleifð víkinganna í nútímanum kemur fram í hinum ýmsu vörumerkjum fyrir- tækja og íþrótta- félaga. 5. Markaðssalur: Ýmsir munir sem fengust á mörkuðum þess tíma. 6. Vopnasalur : áhrifamesti salur sýningarinnar þakinn blóðslettum. Nynke Tynagel og Job Smeets.      Í hlutarins eðli | Fornminjar eru leifar af horfnum tíma og menningu, þær eru lítil en ómetanleg brot af því sem var og gera okkur kleift að upplifa löngu liðna tíð. En fornminjar hafa oft legið í jörðu í árhundruð og hafa því yfirleitt misst sinn upprunalega lit og form þannig að þeir sem þær skoða verða að opna hugann og ímynda sér hvernig hlutirnir litu út og lífið í raun og veru var þegar þessir hlutir voru í notkun, segir Brynhildur Pálsdóttir. Ljósmynd/ Brynhildur PálsdóttirLjósmynd / Bert Muller Ljósmynd/Bert Muller Ljósmynd / Bert Muller Ljósmynd / Bert Muller Ljósmynd/ Bert Muller 

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.