Morgunblaðið - 18.04.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.04.2006, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR JÓNAS Sigurðsson bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ, sem skipar 1. sæti á lista Samfylkingarinnar, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar í Morgunblaðinu 13. apríl sl. um sam- þykkt bæjarstjórnar Mosfellsbæjar um afslátt á fasteignagjöldum og leikskólagjöldum og hækkun á fram- lagi bæjarins til dagforeldra. Í yfirlýsingunni segir: „Við af- greiðslu málsins lagði ég fram eft- irfarandi bókun: „Tillaga D-listans er í anda þeirra tillagna sem ég lagði fram við gerð fjárhagsáætlunarinn- ar fyrir árið 2006 en felld var af meirihluta sjálfstæðismanna. Því hlýt ég að fagna tillögum um lækkun þeirra gjalda sem tillagan felur í sér sem og hækkun á niðurgreiðslu dag- vistunar í heimahúsum. Það er ljóst af þeim gögnum sem lögð hafa verið fram um áhrif þessara tillagna á fjárhagsáætlun ársins að rekstrar- niðurstaða bæjarins verður í mínus um 50 milljónir og því ber að bóka að því verði mætt með lántökum. Það er gagnrýnisvert að meirihluti sjálf- stæðismanna hafi ekki undirbúið málið fyrir bæjarstjórn með faglegri hætti en raun ber vitni og áskilið er í samþykktum bæjarins. Ég geri þó ekki ágreining um málið svo ekki verði seinkun á að þær breytingar sem tillagan gerir ráð fyrir nái fram að ganga. Ég vil benda á að í rekstri bæjarins á yfirstandandi ári hafa ekki orðið þær breytingar sem gera það að verkum að gjöld þessi lækki nú sem ekki var hægt að lækka í byrjun árs. Eina sýnilega ástæðan fyrir sinnaskiptum sjálfstæðis- manna er að kosningar fara nú í hönd. Því er svo við að bæta að það er at- hyglisvert, eins og fram hefur komið í málflutningi bæjarstjóra, að þessar breytingar séu af þeirra hálfu ein- göngu hugsaðar fyrir árið 2006 og óvíst hvað verður með framhaldið. Því er ljóst að um kosningadúsu er að ræða af hálfu sjálfstæðismanna.“ Oddviti Samfylkingar í Mosfellsbæ Fagnar lækkun gjalda en gagnrýnir undirbúning Fjörfiskur öflugur í fisksölunni Lesið Úr verinu á morgun Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, í predikun í Dómkirkjunni á páskadag Að vissu leyti eru páskarnir alltaf og ævinlega brandari Guðs KARL Sigurbjörnsson, biskup Ís- lands, sagði í predikun í páskamessu í Dómkirkjunni á páskadag, að pásk- arnir væru alltaf og ævinlega að vissu leyti brandari Guðs, sem hlægi að hiki og efa og hálfvelgju kirkju sem fremur vildi trúa á föstudaginn langa en páska og sem fremur vildi sleikja sár uppgjafar og vonleysis en syngja sigursöngva og þakkargjörðar. Biskup sagði að gleði væri grunn- stef kristinnar trúar. „„Fagnaðar- erindi“, gleðiboðskap, kallar Jesús boðskap sinn – einn allra trúar- bragðahöfunda gefur hann boðskap sínum nafn sem bendir til slíkrar átt- ar. „Þetta hef ég talað til yðar til þess að fögnuður minn sé hjá yður og fögnuður yðar sé fullkominn,“ segir hann, og: „Farið og prédikið gleðiboðskapinn allri skepnu …“ Hægt er að nálgast öll meginstef boðskapar hans með þetta orð að leiðarljósi: Gleði. Við erum sem kirkja kölluð til að tjá þá gleði, bera fram þann fögnuð sem er rauði þráðurinn og uppistaðan í kristinni trú. Til forna var talað um „páskahlát- urinn“. Á páskadagsmorgni var að sögn farið með gamanmál í kirkj- unni og hlegið dátt, hlegið og kæst yfir því sem er ótrúlegast alls: Að hinn krossfesti Kristur er uppris- inn, lífið hefur sigrað dauðann. Hann dó vegna vorra synda, hann dó fyrir þig, til fyrirgefningar synd- anna. Guð sneri illu til góðs, dauða til lífs. Já, Guð lék á djöfulinn, felldi hann á eigin bragði. Það er hið hlægilegasta af öllu hlægilegu, ótrúlegasta af öllu ótrúlegu, gleðilegast allra gleðiefna. Að vissu leyti eru páskarnir því alltaf og ævinlega brandari Guðs sem hlær að hiki og efa og hálfvelgju kirkju sem fremur vill trúa á föstu- daginn langa en páska, sem fremur vill sleikja sár uppgjafar og vonleysis en syngja sigursöngva og þakkargjörðar,“ sagði biskup m.a. í predikun sinni. Einnig sagði biskup að þegar deilurnar um skopmyndirnar af Múhameð spámanni voru í al- gleymingi hefði því verið haldið fram að æsing- urinn vegna myndanna opinberaði húmorsleysi og heiftarhug múslima. „Mér finnst hann opinbera umfram allt hve tortryggni, vænisýki á báða bóga, hroki og hleypidómar grafa um sig. Og hve auð- velt það er allrahanda ofstopamönnum að virkja það til óhæfuverka,“ sagði Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands. Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands. Átta tíma seinkun á flugi til London UM átta klukkustunda töf varð á flugi vélar Iceland Express sem fara átti til London kl. 7.30 í gær- morgun, vegna bilunar í rafkerfi. Um 80 farþegar áttu bókað með vélinni og var fluginu seinkað til 15.50. Að sögn Birgis Jónssonar, framkvæmdastjóra félagsins, upp- götvaðist bilunin kl. 4 í fyrrinótt og fólst aðalseinkunin í að reyna fá leigða vél frá Evrópu í staðinn en mikill annatími var í flugi í lok páskahelgarinnar og því erfitt að fá vél í verkefnið. Birgir sagði töfina með alvarleg- ustu frávikum í áætlun félagsins. Félagið hefði reynt að gera sitt besta til að bæta úr óþægindum fyrir farþega. Var m.a. brugðist við með því að kalla út alla starfsmenn söludeildar félagsins til að breyta framhaldsbókunum fyrir farþega. JÓHANNA Thorsteinson, leik- skólastjóri á leikskólanum Álfatúni í Kópavogi, var meðal þeirra sem lentu í mikilli töf á Keflavík- urflugvelli í gær en hún var á leið til Malaga á Spáni ásamt 15 sam- starfsmönnum sínum með millilend- ingu í London með Iceland Ex- press. Hún sagði töluvert uppnám hafa skapast meðal sumra farþega þegar ljóst varð að fluginu yrði seinkað frá 7.30 til 15.50. Ein bresk kona sem vinnur á neðanjarðarlest- arstöð í Lundúnum brast í grát í Leifsstöð þegar seinkunin var kunngjörð, en hún taldi sig myndu missa vinnuna ef hún kæmist ekki á vakt sem hefjast átti hjá henni kl. 17 í gær. Hefði hún fengið leyfi frá vinnu gegn því að mæta á þessa til- teknu vakt annan í páskum, ellegar yrði hún rekin. Annar farþegi sagð- ist einnig myndu missa vinnuna en sá átti að vera kominn á skrifstofu sína að morgni þriðjudags í Evrópu eftir að hafa farið í gegnum Lond- on. „Svo voru hjón sem voru mjög ósátt. Maðurinn vildi fá miðann sinn endurgreiddan en konan sagðist myndu fara til London þegar flogið yrði,“ sagði Jóhanna. Hún sagði flugfélagið hafa boðið upp á síma og tölvur til að farþegar gætu komist í samband við umheiminn til að gera ráðstafanir. „Þeir hjá Iceland Express sögð- ust vera með fullt af símum og tölv- um og ein ferðatölva kom upp á af- greiðsluborðið og einn gsm-sími.“ Jóhanna sagði starfsfólk félagsins þá hafa aðstoðað hópinn frá Álfa- túni við að bóka sig með easyJet áfram til Malaga og fyrir það væri hún þakklát. Mest hissa var hún þó á því að enginn farþegi hefði fengið símaboð um seinkunina jafnvel þótt allir gæfu upp gsm-símanúmer sín við bókun. Töluvert uppnám vegna seinkunarinnar APRÍL er sá mánuður þegar litlu lömbin fara að birtast í fjárhús- unum. Frændsystkinin Þórarinn Sigurvin Gunnarsson og María Eg- ilsdóttir voru að skoða nýfædd lömb norður í Fljótum á föstudag- inn langa, en lítil lömb hafa löngum vakið áhuga hjá ungviðinu. Ljósmynd/Örn Þórarinsson Vorboðarnir komnir í fjárhúsin B-LISTINN í Mosfellsbæ hefur sent frá sér athugasemd vegna yf- irlýsinga bæjarstjóra Mosfellsbæj- ar um lækkun gjalda í Mosfellsbæ. „Á bæjarstjórnarfundi hinn 12. apríl sl. var óvænt borin upp tillaga þess efnis að íbúar Mosfellsbæjar fái 15% afslátt af fasteignagjöldum, 20% afslátt af leikskólagjöldum og að greiðslur til foreldra með börn í daggæslu hækki um 20%. Allir bæj- arfulltrúar samþykktu tillöguna, en áætlaður kostnaður er samtals 62 milljónir króna. Staðreyndir málsins eru þær að minnihlutinn hefur hrakið meiri- hluta sjálfstæðismanna hvað eftir annað til að lækka álögur í bæjar- félaginu og er þetta fjórða tillaga meirihluta sjálfstæðismanna um fasteignaskattaálögur frá því að fjárhagsáætlunin var lögð fram og telst það sennilega Íslandsmet. Með lækkun þessara gjalda er meirihluti sjálfstæðismanna að við- urkenna fullyrðingar B-listans að allt kjörtímabilið hafi barnafjöl- skyldur verið breiðu bökin í bæjar- félaginu og eru nú rétt fyrir kosn- ingar að endurgjalda til baka hluta oftekinna gjalda. Þetta sýnir ekkert annað en örvæntingu meirihluta sjálfstæðismanna nú rétt fyrir kosn- ingar. Við í B-listanum í Mosfellsbæ höfum gagnrýnt meirihlutann öll fjögur árin fyrir þessar háu álögur og notað hvert tækifæri til að benda á að það sé ekki mikill vandi að skila rekstrarafgangi ef gjöldin eru hækk- uð langt umfram það sem þau þurfa að vera,“ segir í athugasemd B- listans. Athugasemd B-listans í Mosfellsbæ Sýnir örvæntingu meiri- hluta sjálfstæðismanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.