Morgunblaðið - 18.04.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.04.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 2006 11 MINNSTAÐUR SKÁK Djúpivogur | Út er komið kort af fuglaskoðunarsvæði við Djúpavog, auk fuglagreining- arleiks, sem ekki mun eiga sér hliðstæðu á Íslandi. Þessi nýstárlega hugmynd er alger- lega heimatilbúin og unnin af starfshóp sem settur var á laggirnar til að vinna með hugmyndir í tengslum við hið fjöl- skrúðuga fuglalíf er þrífst í nágrenni Djúpavogs. Fuglaskoðunarsvæðið er eitt helsta og vinsælasta útivistarsvæði Djúpa- vogsbúa. Þar eru m.a. mörg falleg vötn iðandi af fuglalífi frá seinni hluta apríl til október og rétt utan þeirra sér- staklega skemmtilegt og fjöl- skylduvænt svæði sem er sendin strandlengja, þar sem inn á milli eru margar grasi grónar og fallegar eyjar. Markmið hins nýja fuglagreining- arleiks er að sögn Andrésar Skúlason- ar, fuglaáhugamanns með meiru, fyrst og fremst að reyna að vekja áhuga al- mennings á fuglum og fuglaskoðun á einfaldan og skemmtilegan hátt og um leið að vekja áhuga fólks á því stórkost- lega fuglaskoðunarsvæði sem er í ná- grenni Djúpavogs. „Leikurinn er þannig uppbyggður að þátttakandinn fær penna með merki birds.is og vandað fuglagreiningarkort gegn mjög vægu þátttökugjaldi og rek- ur sig síðan eftir kortinu um fuglaskoð- unarsvæðin og merkir við þá fugla sem hann telur sig hafa séð,“ segir Andrés. „Á kortinu eru myndir af öllum helstu og athyglisverðustu fuglategundum á svæðinu og setja menn kross við þann fugl sem menn hafa séð. Að lokinni fuglaskoðun á svo fuglaskoðarinn þess kost að skrifa nafn sitt á sérstakt nafnspjald á kortinu sem er rifið af og skilað inn og lendir hann þar með í happdrætt- ispotti sem dregið verður úr í fyrsta skipti hinn 1. desember 2006 og fær þá heppinn fuglaskoðari veg- legan vinning.“ Andrés segir ýmislegt fleira á dagskrá starfs- hópsins, m.a. merkjavöru- framleiðslu með merki birds.is sem hefur verið hannað fyrir verkefnið. Ferðamálanefnd Djúpa- vogs og starfshópurinn, sem hefur vinnuheitið bir- ds.is, bindur að sögn Andrésar miklar vonir við að þetta verkefni geti vak- ið almenna hrifningu enda sé fuglaskoðun fyrir alla aldurshópa. „Við viljum benda hinum ýmsu menntastofnunum á að hér er tvímæla- laust skemmtilegur kostur á ferðinni til að uppfræða nemendur beint í æð um fugla og náttúru landsins á skemmtilegan og fræðandi hátt.“ Verkefnið hefur notið stuðnings Út- flutningsráðs og stendur nú með full- tingi ráðins yfir viðamikið átak við að markaðssetja Djúpavog og nágrenni fyrir ferðamenn og fuglaáhugafólk. Fyrsta verkefni starfshópsins var að koma upp vefsíðunni www.birds.is en þar er hægt að finna ýmsan fróðleik, fréttir og myndir af fuglum sem halda sig á svæðinu svo og myndum úr um- hverfinu. Á vefsíðunni er auk þess að finna alla helstu þjónustu á svæðinu, þannig að ferðamaðurinn á að geta gert sér góða grein fyrir hvað bíður hans þegar hann heimsækir Djúpavog. Fuglaskoðarar lokkaðir til Djúpavogs Gátlisti fuglaskoðarans Ferðalangurinn gengur um skoð- unarsvæðið og merkir við séðar tegundir. Morgunblaðið/Andrés Skúlason Glæsifygli Brandendur við Djúpavog. AUSTURLAND ÞAÐ var vel til fundið hjá Tafl- félaginu Helli að halda alþjóðlegt mót um páskana í samstarfi við KB- banka þar sem nokkrir af öflugustu félagsmönnunum fengu tækifæri til að ná áfanga að alþjóðlegum meist- aratitli. Þegar tveim umferðum var ólokið af níu hafði Sigurður Daði Sig- fússon (2.309) forystuna á mótinu með 5 vinninga en í sjöundu umferð urðu þau óvæntu úrslit að stiga- lægsti keppandinn og sá yngsti, hinn 12 ára Hjörvar Steinn Grétarsson (2.087), lagði stigahæsta keppand- ann, skoska alþjóðlega meistarann John Shaw (2.439) að velli. Hjörvar hélt áfram að gera efstu mönnum mótsins skráveifu þar eð Sigurður Daði heimilaði hinum unga andstæðingi sínum að láta sömu stöðuna koma upp þrisvar eftir 60 leiki en að mati tölvuheila var staðan þá unnin á Sigurð. Þetta þýddi að fyrir níundu og lokaumferðina voru Sigurður Daði, John Shaw (2.439) og Merijn van Delft (2.372) jafnir og efstir með 5½ vinning. Shaw og Hol- lendingurinn van Delft gerðu jafn- tefli við sína andstæðinga í síðustu umferðinni á meðan Sigurður Daði atti kappi við enska alþjóðlega meistarann Graeme Buckley (2.398). Eftir langa og stranga viðureign stóð Íslendingurinn uppi sem sigurvegari og tryggði sér efsta sætið á mótinu og áfanga að alþjóðlegum meistara- titli. Lokastaða mótsins varð annars þessi. 1. Sigurður Daði Sigfússon (2.309) 6½ vinning af 9 mögulegum. 2.–3. John Shaw (2.439) og Merijn van Delft (2.372) 4.–5. Sigurbjörn Björnsson (2.335) og Björn Þorfinnsson (2.311) 5½ v. 6. Ingvar Þór Jóhannesson (2.269) 5 v. 7. Graeme Buckley (2.398) 4½ v. 8.–9. Hjörvar Steinn Grétarsson (2.087) og Bragi Halldórsson (2.211) 2½ v. 10. Omar Salama (2.214) 1 v. Björn Þorfinnsson hóf mótið af miklum krafti en gengi hans dalaði í seinni hluta þess á meðan Sigur- björn var ófarsæll í fyrstu skákum sínum en setti svo í fluggírinn. Ingv- ar tefldi traust en gerði of mörg stutt jafntefli. Hjörvar Steinn náði sér heldur betur á strik í 7. og 8. umferð eftir fremur dapurt gengi á meðan Bragi átti sína spretti. Egyptinn Omar Salama, sem er búsettur hér á landi, náði sér engan veginn á strik í mótinu. Nánari upplýsingar um mót- ið er að finna á heimasíðu Hellis, www.hellir.com. EM einstaklinga í Tyrklandi er lokið Króatíski stórmeistarinn Zdenko Kozul (2.606) kom flestum á óvart með sigri sínum á Evrópumeistara- móti einstaklinga í skák sem lauk ný- verið í strandbænum Kusadasi í Tyrklandi. Hinn fertugi reynslubolti hefur ekki áður unnið jafn sterkt mót og þetta en alls fékk hann 8½ vinning af ellefu mögulegum en næstur kom ofurstórmeistarinn Vas- sily Ivansjúk með 8 vinninga. Gengi íslenska stórmeistarans Hannesar Hlífars Stefánssonar stóð ekki fyllilega undir væntingum en hann fékk 6 vinninga, gerði átta jafn- tefli, vann tvær skákir og tapaði einni. Hann hafnaði í 35.–64. sæti af 138 keppendum og tapaði sjö stigum. Alþjóðlegi meistarinn Héðinn Stein- grímsson (2.447) vann tvær skákir í röð í 8. og 9. umferð og var þá kom- inn með helming vinninga en illu heilli töpuðust síðustu skákirnar og fékk hann 4½ vinning og lenti í 99.– 118. sæti og tapaði einu stigi. Nánari upplýsingar um keppnina er að finna á heimasíðu tyrknesku mótshaldar- anna, http://www.tsf.org.tr/. Íslenskur sigur á KB-móti Hellis! Sigurður Daði, t.v., lagði Buckley að velli, vann mótið og náði AM-áfanga. SKÁK Hellisheimilið í Mjóddinni ALÞJÓÐLEGT MÓT 12.–17. apríl 2006 Helgi Áss Grétarsson daggi@internet.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.