Morgunblaðið - 18.04.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.04.2006, Blaðsíða 22
B orgarbúar nýttu sér svo sannarlega páskablíðuna sem ríkti í gær og fjöl- menntu á útivistarsvæði höfuðborgarinnar. Þannig mátti, hvert sem litið var, sjá fólk í hjóla- ferðum, í göngutúrum, með gæludýrin á vappi eða að stunda íþróttir. Laugardalurinn er sívinsæll hjá fjöl- skyldufólki, enda margt þar að sjá fyrir börnin og afar fjölbreyttir möguleikar til útivistar, hvort sem fólk vill ganga, skokka, hjóla eða fara á línuskautum. Þá gaf fólk gæsum og öndum brauð og skoð- aði grasagarðinn, sem brátt fer að lifna úr dái. Meðal þeirra sem voru á ferð í grasa- garðinum voru vinkonurnar Soffía Lára Snæbjörnsdóttir, Guðrún Adda Björns- dóttir og Rakel Tara Þórarinsdóttir, sem voru í hjólaferð og stöldruðu við í Kaffi Flóru, þar sem þær skoðuðu gullfiskana sem þar synda í lítilli tjörn. Stúlkurnar, sem eru allar í sjöunda bekk í Álftamýr- arskóla, hafa mjög gaman af því að hjóla saman og tóku með sér nesti, sem þær pökkuðu sjálfar, til að snæða í Laug- ardalnum. „Við vorum í sundi áðan. Svo förum við líka saman í fótbolta,“ segir Soffía Lára, en þær stöllur spila allar fót- bolta með Fram. Veiddi naggrís í kappsemi sinni Rúmlega þúsund gestir heimsóttu fjöl- skyldu- og húsdýragarðinn í gær, en hann var opinn alla páskana. Þar mátti m.a. sjá nýborna kiðlinga huðnunnar Sól- bjartar. Kiðlingarnir tveir, sem báðir eru hafrar, hafa ekki enn fengið nafn, en Edda Björk Ármannsdóttir, einn af dýra- hirðum garðsins, segir starfsmenn opna fyrir uppástungum. Í garðinum búa nú níu kettir sem voru fengnir þangað til að glíma við músa- vandann. Hefur það gengið svo vel að mýsnar eru nær allar á bak og burt, en veiðimeistarinn, kötturinn Brandur Njáll, var að sögn Eddu Bjarkar svo kappsamur að hann veiddi óvart naggrís á dögunum. „Það var nú bara slys, en all- ir kettirnir munu búa hér áfram þótt mýsnar séu farnar,“ segir Edda Björk, rétt áður en hún fer að gefa selunum, sem er alltaf vinsæll atburður í hús- dýragarðinum. Þegar selirnir hafa feng- ið sitt mætir Edda kettinum Snickers með bænasvip sem hættir ekki fyrr en hann hefur fengið ljúffenga afgangs loðnu í skoltinn. Klifurkettir og brettagarpar Í Nauthólsvíkina komu einnig nokkrir borgarbúar, þótt þar væri ekki um eins skipulagt framboð útivistar að ræða. Flestir komu þangað til að hjóla eða ganga, en klifurkettirnir Steinarr, Heið- björt, Hróbjartur og Guðlaug Sóley Höskuldsbörn skoðuðu möguleika á príli. Þau voru í fylgd með foreldrum sínum, Höskuldi Steinarssyni og Helgu Ívars- dóttur. Fjölskyldan stundar fjölbreytta útivist en þykir einna skemmtilegast að fara í sund. Krakkarnir voru þó afar spenntir fyrir klifurmöguleikum á veggj- um. Voru bæði börn og foreldrar ánægð með veðrið sem þau fengu til samver- unnar. Þá mátti sjá nokkra menn stunda hjólabrettaíþróttina við skrýtnar að- stæður í nýsteyptri stúku nýja Valsvall- arins, sem er nú að rísa við Hlíðarenda. Kapparnir Sverrir, Arnar, Troels og Siggi voru að gera saman hjóla- brettamynd til innblásturs fyrir aðra hjólabrettakappa. Höfðu þeir farið víða um nágrennið og leikið listir sínar fyrir framan myndbandstökuvélina á fjöl- mörgum mism fjórða myndin Sverrir, en þrið sýnd í kringum Prófuðu dre áhugaverð brö ókláraðri stúku blaðamanni til allrar hamingj þrátt fyrir að t Borgarbúar nutu veðurblíðunnar á öðrum degi páska á Útiveru notið í só Eftir Svavar Knút Kristinsson Svavar@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Hann Snickers litli vældi ámátlega og nuddaði sér upp við dýrahirð- ana þangað til þeir létu undan og gáfu honum eina loðnu að japla á. Geitahuðnan Sólbjört var mjö sýndu blendnar tilfinningar ó Þau Steinarr, sem er 13 ára, Heiðbjört 11 ára, Hróbjartur fylltust mikilli klifurþörf þó að á sumum bæjum hafi þurft 22 ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. UMRÆÐUR Í KOSNINGABARÁTTUNNI Gera má ráð fyrir, að nú aðloknum páskum hefjistkosningabaráttan vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor af fullum krafti. Morgunblaðið hefur jafnan verið vettvangur fyr- ir töluvert af þeim umræðum, sem fram fara í kosningabaráttunni, og má gera ráð fyrir, að svo verði einnig að þessu sinni. Í þeim efnum leggur blaðið áherzlu á að jafnræði ríki á milli frambjóðenda allra flokka á síðum blaðsins. Jafnframt skiptir máli að þetta efni verði aðgengilegt fyrir lesendur. Til þess að ná þeim markmiðum var frá því skýrt í Morgunblaðinu sl. fimmtudag, að lengd greina frambjóðenda í kosningabarátt- unni yrði miðuð við 3.000 tölvuslög með bilum. Þetta er styttri texti en miðað er við í sambandi við að- sendar greinar. Rökin fyrir því að greinar frambjóðenda verði styttri eru í fyrsta lagi þau, að það auðveldar blaðinu skjóta birtingu en í öðru lagi að fyrir frambjóð- endur sjálfa er skynsamlegra að koma sjónarmiðum sínum fram í styttra máli, vilji þeir ná athygli lesenda og þar með kjósenda. Morgunblaðið gerir sér vonir um að frambjóðendur taki þessum lengdarmörkum vel, þau ná til allra frambjóðenda, allra flokka og eiga að þjóna hagsmunum þeirra, blaðsins og lesenda þess. Þegar prófkjör hófust á sl. hausti tók Morgunblaðið upp þá reglu, sem tilkynnt hafði verið um, þegar á árinu 2003, að stuðnings- greinar við einstaka frambjóðend- ur í prófkjörum voru birtar á net- útgáfu Morgunblaðsins, mbl.is, en ekki í blaðinu sjálfu. Ástæðan var sú, að fjöldi slíkra stuðnings- greina var orðinn slíkur að ekki varð við hann ráðið enda margar greinanna unnar í fjöldafram- leiðslu á skrifstofum einstakra frambjóðenda. Nú mun sami háttur hafður á varðandi stuðningsgreinar við ein- stök framboð í sveitarstjórnar- kosningum eða einstaka frambjóð- endur á framboðslistum. Slíkar greinar verða eingöngu birtar á netútgáfu Morgunblaðsins, mbl.is. Engin lengdarmörk eru á þeim greinum, þær verða flokkaðar nið- ur eftir flokkum og sveitarfélögum og verða því aðgengilegar notend- um mbl.is, sem eins og allir vita er gífurlega mikið notuð netútgáfa. Reynslan hefur sýnt að slíkar stuðningsgreinar eru í mörgum tilvikum unnar á kosningaskrif- stofum viðkomandi flokka m.a. með það að markmiði, að hæfilegt jafnvægi sé á milli flokkanna á síð- um Morgunblaðsins. Það sem máli skiptir er að fram- bjóðendur í kosningunum geti náð til fólks með málflutningi sínum, þ.á m. með greinum í Morgun- blaðinu. Blaðið væntir þess, að frambjóð- endur og flokkar hafi skilning á því, sem hér hefur verið rakið. Því má ekki gleyma í þessu sam- bandi, að netið er stöðugt meira notað, ekki sízt af ungu fólki. Vel má vera, að það sé ekki síðri kost- ur að ná til ungs fólks á netinu en með birtingu í blaði. Vafalaust eiga eftir að koma upp álitamál í þessu sambandi. Reynt verður að leysa úr þeim af fullri sanngirni. ORÐ HJÚKRUNARFRÆÐINGSINS STAÐFEST Sigurður Guðmundsson land-læknir hefur nú staðfest op- inberlega orð hjúkrunarfræðings- ins á Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi, sem hélt því fram, að sjúklingum væri haldið svæfðum í öndunarvélum lengur en þörf krefði vegna skorts á hjúkrunar- fræðingum. Hópur stjórnenda á gjörgæzlu- deild spítalans sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu vegna ummæla hjúkrunarfræðingsins. En eins og Morgunblaðið benti á fyrir skömmu mátti sjá við ná- kvæman lestur yfirlýsingarinnar að orðum hjúkrunarfræðingsins var ekki mótmælt. Nú hefur Sigurður Guðmunds- son landlæknir birt greinargerð um þetta mál á heimasíðu emb- ættis síns og þar segir m.a.: „Á ofangreindum fundum lýstu þeir, sem til máls tóku, áhyggjum af þessu og var áberandi hve hjúkrunarstjórnendur og almenn- ir hjúkrunarfræðingar LSH töl- uðu þar einu máli. Í fjölmiðlum hefur sérstaklega verið rætt um, umfram annað, að dæmi séu um, að sjúklingar hafi verið lengur í öndunarvélum en efni stóðu til vegna manneklu. Þetta er rétt en ekki hefur munað þar nema fáeinum klukkutímum.“ Þessi yfirlýsing landlæknis er mikilvæg. Hún þýðir að kjark- mikill hjúkrunarfræðingur, sem sagði satt, hefur fengið uppreisn æru og það verður að ganga út frá því sem vísu, að yfirmenn hjúkrunarfræðingsins umgangist þennan starfsmann með þeirri virðingu sem ber. Það skiptir máli að starfsmenn Landspítala – háskólasjúkrahúss hafi þá tilfinningu að þeir búi og starfi í frjálsu landi, þar sem frelsi til skoðana og tjáningar er virt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.