Morgunblaðið - 18.04.2006, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 18.04.2006, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 2006 41 SAMBÍÓ ÁLFABAKKA SAMBÍÓ KRINGLUNNI Með hinum eina sanna Harrison Ford. Mögnuð spennumynd frá byrjun til enda. Ekkert er hættulegra en maður sem er um það bil að missa allt FIREWALL kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 9:10 - 10:30 B.i. 16 FIREWALL VIP kl. 8 - 10:30 ÍSÖLD 2 m/Ísl. tali kl. 3 - 5 - 7 WOLF CREEK kl. 10:30 V FOR VENDETTA kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 16.ára V FOR VENDETTA VIP kl. 5:30 BASIC INSTINCT 2 kl. 8 B.i. 16.ára EIGHT BELOW kl. 5:30 - 8 - 10:30 LASSIE kl. 3 - 5 BAMBI 2 m/Ísl. tali kl. 3:50 FIREWALL kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 16.ára. WOLF CREEK kl. 8 - 10:15 BASIC INSTINCT 2 kl. 5:45 - 8 B.i. 16.ára. EIGHT BELOW kl. 5:45 V FOR VENDETTA kl. 10:15 B.i. 16.ára. VÁKORT Eftirlýst kort nr. 4507-4500-0035-1384 Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA Íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000 VISA ÍSLAND Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Sími 525 2000. HÚSIÐ á sléttunni og Harmoniku- félag Vestfjarða slógu í gegn á Rokkhátíð alþýðunnar – Aldrei fór ég suður, sem var haldin í þriðja sinn á Ísafirði nú um páskana. „Þeir byrjuðu á harm- onikunótunum en síðan kom langt lag eftir Deep Purple með því- líkum sólóleik að þakið ætlaði að rifna af húsinu þegar laginu lauk,“ segir Halldór Sveinbjörns- son, ljósmyndari á Bæjarins besta á Ísafirði, en hann var einn af fjölmörgum sem nutu rokkhátíð- arinnar í Edinborgarhúsinu. „Prumpison var næstbesta núm- erið, en tónlistarmennirnir Rass (Ragnar Kjartansson) og Mugison (Örn Elías) stofnuðu bandið fyrir hátíðina og voru svona glimrandi góðir. Ísfirðingurinn sjálfur Helgi Björnsson kom líka inn í þetta með þeim og tók ýmsa slagara. Það var rosaleg stemning þegar Prumpison lék og ég hélt að það væri ekki hægt að toppa þá en Harmonikufélagið og Húsið á sléttunni gerðu það.“ Rokkhátíð alþýðunnar byrjaði um klukkan þrjú á laugardeg- inum og stóð til klukkan tvö um nóttina. Ásamt ofangreindum tón- listarmönnum komu rúmlega tutt- ugu aðrir fram, meðal þeirra voru Jet Black Joe, Jan Mayen, Sign, Hermigervill, Benni Hemm Hemm, Hairdoctor og hin ógleym- anlega KAN. Mjög margt fólk mætti á Ísa- fjörð um páskahelgina og eru bæjarbúar sannfærðir um að aldr- ei hafi jafnmikið af fólki verið á rokkhátíðinni. „Ég myndi halda að þetta hafi verið í síðasta skipti sem hátíðin er haldin í Edinborg- arhúsinu því það er orðið of lítið fyrir hana. Það komust líklega allir að þetta árið en þrengslin voru mjög mikil. Hingað kom rosalega margt fólk af öllum stærðum og gerðum og ég veit að það var metflutningur með flug- félaginu, fyrir utan alla sem komu á bílum,“ segir Halldór og bætir við að allt hafi verið troðfullt í bænum og biðraðir inn á alla skemmtistaði en auk Rokkhátíðar alþýðunnar var líka skíðavika á Ísafirði í páskavikunni. Tónlist | Aldrei fór ég suður dró gríðarlegan fólksfjölda til Ísafjarðar um páskana Óvænt númer sló í gegn á Rokk- hátíð alþýðunnar Ungir og rokkaðir. Frá vinstri; Ólafur Halldór Ólafsson, Björn Halldórsson, Jón Hartmann og Hreinn Elíasson. Liðsmenn Prumpison ásamt Helga Björnssyni sungu sig sveitta. Herbert Guðmundsson og hljómsveitin KAN mættu á Ísafjörð og höfðu ekki gleymt gömlum töktum. Harmonikufélag Vestfjarða sló svo sannarlega í gegn hjá hátíðargestum. Metfjöldi fólks mætti á rokkhátíðina og barði þar augum hina ýmsu tónlistarmenn og hljómsveitir. Eftir Ingveldi Geirdóttur ingveldur@mbl.is Hjördís, Guðrún Ása og Helga Kristín skelltu sér á Rokkhátíð al- þýðunnar – Aldrei fór ég suður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.