Morgunblaðið - 24.06.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.06.2006, Blaðsíða 6
HÓPFERÐAFYRIRTÆKIÐ Kynnisferðir hefur tekið að sér að dreifa á nóttunni blaðapökkum fyrir Póst- húsið, sem m.a. sér um dreifingu á Fréttablaðinu. Rútu- bílstjórar aka með pakkana frá prentsmiðju til blað- bera. Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri Kynnisferða, staðfesti í samtali við Morgunblaðið að Kynnisferðir hefðu gert samning við póstdreifingarfyrirtækið um tiltekinn akstur á nóttunni þegar rútur væru ekki í öðr- um verkefnum. Um væri að ræða einn til tvo bílstjóra. Hann sagði að Kynnisferðir sæju ekki um að dreifa pökkum heldur hefði fyrirtækið gert samning um að keyra fólk tiltekna leið en þetta fólk sæi síðan um að koma pökkunum til skila. Hann sagði að þetta væri til- raunaverkefni sem ætti eftir að koma í ljós hvernig reyndist. Þráinn tók fram að Kynnisferðir hefðu í mörg ár séð um að dreifa pökkum úti um allt land. Fyrirtækið ræki pakkaafgreiðslu á BSÍ, en þessi tiltekni samningur snerist þó ekki um hefðbundna pakkadreifingu heldur akstur á fólki sem væri með tiltekinn farangur. Ekki náðist í Einar Þorsteinsson, framkvæmdastjóra Pósthússins. Kynnisferðir aðstoða við að dreifa Fréttablaðinu Kynnisferðir keyra á nóttunni starfsmenn Pósthússins sem dreifa blaðapökkum til blaðbera. Morgunblaðið/Eyþór Tekið á móti starfs- systur frá Liechtenstein yggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Þá sótti Rita Hellisheiðarvirkjun og Þingvelli heim auk þess sem hún ræddi við Geir H. Haarde og Björn Bjarnason. Opinberri heimsókn ráðherrans lauk í gærkvöld með kvöldverði í Ráðherrabústaðnum. Þá mun Rita sitja ráðherrafund EFTA sem hefst á morgun, sunnu- dag, á Höfn í Hornafirði. OPINBER heimsókn utanríkis- ráðherra Liechtenstein, Ritu Kieber-Beck, hófst í gærmorgun. Rita er fyrsti erlendi ráðherrann sem Valgerður Sverrisdóttir tekur á móti eftir að hún tók við embætti utanríkisráðherra. Á fundinum ræddu ráðherrarnir m.a. um EES- samstarfið, áhuga Færeyja á aðild að EFTA og framboð Íslands til Ör- 6 LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tilboð til áskrifenda Morgunblaðið býður áskrifendum að kaupa hina vönduðu og stórbrotnu heimildarmynd um Heim farfuglanna á DVD á aðeins 1.000 kr. Myndin er til sölu í Morgunblaðshúsinu í Kringlunni 1. Einnig er hægt að kaupa myndina á mbl.is Tilboðið gildir til 1. júlí Heimur farfuglanna er stórmerkileg heimildarmynd sem hefur notið gríðarlegra vinsælda um allan heim. Í myndinni er áhorfendum boðið í flug með farfuglum heimsins á milli áfangastaða. BERGVÍK Kynnir nýjasta meistaraverk Jacques Perrin: Leikstjóri: Jacques Perrin Handrit: Stéphane Durand og Jacques Perrin Kvikmyndatökumenn: Michael Benjamin, Sylvie Carcedo-Dreujou, Laurent Charbonnier, Luc Drion, Laurent Fleutot, Philippe Garguil,Dominique Gentil, Bernard Lutic, Thierry Machado, Stéphane Martin, Fabrice Moindrot, Ernst Sasse, Michael Terrasse og ThierryThomas Klipping: Marie-Josèphe Yoyotte Tónlist: Bruno Coulais. Frönsk. Sony Pictures Classics. Sýningartími: 98 mínútur. Eyes Weekly bbc films rolling stone roger ebert MÁLFLUTNINGUR fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær vegna kröfu VISA Ísland um með- ferð ákveðinna gagna sem tekin voru við húsleit Samkeppniseftirlitsins í höfuðstöðvum félagsins nýverið. Krafan var lögð fram sama dag og húsleitin fór fram. Niðurstöðu er ekki að vænta fyrr en að einhverjum dögum liðnum. Félagið krafðist úrskurðar um að ekki mætti leggja hald á tiltekin gögn og til vara að þau mætti ekki nota sem grundvöll í hugsanlegum málarekstri á hendur félaginu. Sam- kvæmt upplýsingum lögmanns VISA, Árna Vilhjálmssonar, er um að ræða gögn frá lögmönnum félags- ins, þ.e. lögfræðileg minnisblöð, álitsgerðir og þess háttar. „Við byggjum kröfuna á ákvæðum um trúnaðarsamband lögmanns og skjólstæðings í lögmannalögum,“ segir Árni. „Þetta eru öll gögn sem stafa frá okkur [lögmannastofunni Logos] og einni annarri lögmanns- stofu. En við erum ekki með þessu að halda því fram að í þessum gögnum sé eitthvað sérstakt sem málið varð- ar, heldur lítum við á þetta sem prinsippmál.“ Árni segir að í héraðsdómi hafi verið lögð fram greinargerð Sam- keppniseftirlitsins vegna kröfu VISA. Mótmælir stofnunin kröfunni og fer fram á að nota öll gögn sem lagt var hald á ótakmarkað. Að sögn Árna hefur Samkeppniseftirlitið skilað öllum gögnum sem tekin voru við húsleitina en tekið afrit af þeim. „En við teljum að ekki megi byggja á þessum tilteknu skjölum, hvort sem þau eru afrit eða frumgögn,“ segir Árni. Ákveðin gögn verði ekki notuð SIGURÐUR Líndal, fyrrverandi lagaprófessor, hefur verið sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfu Friðriks Þórs Guðmundssonar um að ummæli Sigurðar í fjölmiðlum um Friðrik, í tengslum við flugslysið í Skerjafirði árið 2000, verði dæmd dauð og ómerk. Í bréfi dagsettu 28. júlí 2005, sem Sigurður Líndal sendi til fjölmiðla og var birt í Morgunblaðinu og Blaðinu og fjallað um á Stöð 2 og Ríkisútvarp- inu, sagði: „Í kvöldfréttum í gær sagði Stöð II frá efni skýrslunnar sem auk þess voru ekki réttar. Ljóst virðist því að einhver vandamanna – og er varla öðrum til að dreifa en Friðriki Þór Guðmundssyni – hefur brotið trúnað og látið Stöð II í té framangreindar upplýsingar.“ Krafðist Friðrik þess að þessi um- mæli yrðu dæmd dauð og ómerk. Eft- ir Skerjafjarðarslysið skilaði Rann- sóknarnefnd flugslysa lokaskýrslu um það 23. mars 2001. Friðrik Þór og faðir annars farþega sem lést af völd- um slyssins, fengu tvo breska rann- sakendur flugslysa til að veita um- sögn um rannsókn nefndarinnar og lokaskýrslu hennar. RNF fékk skýrslu bresku rannsak- endanna til skoðunar og í kjölfarið lagði hún til við samgönguráðherra að skipuð yrði óháð nefnd til að skila hlutlausu mati á niðurstöðum RNF. Féllst ráðherra á það og í nóvember 2002 var skipuð sérstök nefnd til að rannsaka flugslysið og var Sigurður Líndal formaður þeirrar nefndar. Skýrslan verði trúnaðarmál Skýrslu hinnar sérstöku nefndar var lokið í júlí 2005. Hinn 27. júlí 2005 var Friðriki og öðrum aðstandendum þeirra sem létust í flugslysinu afhent skýrslan ásamt bréfi formanns nefnd- arinnar, dagsettu 26. júlí 2006, og í því bréfi kemur fram að skýrslan verði kynnt fyrir hádegi hinn 29. júlí 2005. Í bréfi formannsins var þess vinsam- legast farið á leit að með umrædda skýrslu væri farið sem trúnaðarmál. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að óumdeilt er að flestum vanda- mönnum þeirra sem létust í umferð- arslysinu var send umrædd skýrsla sama dag og fréttin birtist á Stöð 2 og eins og rakið hefur verið hafði Sig- urður hugsað sér að halda blaða- mannafund til að gera grein fyrir helstu niðurstöðum skýrslunnar tveim dögum síðar. Af hálfu nefnd- arinnar var þess vinsamlegast farið á leit að með skýrsluna væri farið sem trúnaðarmál fram að þeim fundi til þess að jafnræðis væri gætt gagnvart fjölmiðlum. Dómurinn taldi að við skoðun á texta hins umdeilda bréfs Sigurðar yrði textinn ekki skilinn á annan veg en að Sigurður hefði dregið þá álykt- un að þar sem vandamönnum þeirra sem létust í flugslysinu hefði verið af- hent skýrsla nefndarinnar sama dag og fréttir af henni voru birtar á Stöð 2 hefði einhver þeirra, líklegast Frið- rik, brotið þann trúnað, sem nefndin bað vinsamlegast um að yrði haldinn, með því að láta Stöð 2 upplýsingarnar í té. Orðalag Sigurðar í bréfinu um að „ljóst virðist“ að einhver vanda- manna, „og er varla nokkrum öðrum til að dreifa en Friðriki Þór Guð- mundssyni“, hafi brotið trúnað var að mati dómsins gildisdómur Sigurðar þar sem hann lagði mat sitt á stað- reyndir sem hann taldi vera fyrir hendi. Að mati dómsins fór Sigurður þannig ekki út fyrir mörk tjáningar- frelsisins og fólst ekki í þeim refsiverð aðdróttun. Greta Baldursdóttir héraðsdómari dæmdi málið. Sveinn Andri Sveinsson hrl. flutti málið fyrir Friðrik og Vil- hjálmur H. Vilhjálmsson hrl. fyrir Sigurð. Fór ekki út fyrir mörk tjáningarfrelsisins Sýknaður í meiðyrðamáli vegna flugslyssins í Skerjafirði HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sýknaði karlmann af ákæru um kyn- ferðisbrot gegn 11 ára stúlku í barna- afmæli árið 2004. Var hann sakaður um að hafa haldið pylsu við klof sér, líkt og getnaðarlim, og sett hana að rassi stúlkunnar. Ákærði neitaði sök og var talið að ekkert hefði komið fram í málinu, sem rýrði neitun hans að frátöldum vitnisburði þriggja vitna sem bar ekki saman að mati dómsins. Stúlkan lýsti því fyrir dómi að ákærði hefði ekki aðeins áreitt hana með pylsu heldur einnig gyrt niður um hana, í viðurvist vitnis. Sá vitn- isburður fékkst ekki staðfestur. Vegna vafa í málinu var ákærði sýknaður og bótakröfur felldar niður. Málið dæmdu héraðsdómararnir Jónas Jóhannsson dómsformaður, Guðjón St. Marteinsson og Sigríður Ingvarsdóttir. Jón Egilsson hdl. var verjandi mannsins og sækjandi Katr- ín Hilmarsdóttir fyrir hönd ríkissak- sóknara. Sýknaður í kynferðis- brotamáli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.