Morgunblaðið - 10.09.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.09.2006, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Mér finnst það afar áleitinspurning hvernigReykjavík verður eftir10 ár. Tónlistar- og ráð- stefnuhúsið verður ekki lítill hluti af þeirri breytingu; það er sérstakt og mun hafa mikið að segja. En við verðum líka að vinna meira með skipulagið þannig að hjarta borg- arinnar verði í miðbænum. Það þarf að auka þau félagslegu gæði sem hann hefur upp á að bjóða til að treysta ímynd borgarinnar. Það þarf að gæða miðbæinn fjölbreytilegu lífi svo hann verði ekki safn eins og hann er sumpart nú eftir að höfnin dó hægt og rólega,“ sagði Ólafur Elíasson listamaður í samtali við Morgunblaðið í Feneyjum. Þar var í gær opnuð kynning á Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu í Reykjavík í sér- stökum Íslandsskála á tvíæringi um byggingarlist sem þar er nú haldinn í tíunda sinn. Hannaði Ólafur skál- ann í samstarfi við danska arkitekta. Áætlaður kostnaður við byggingu tónlistar- og ráðstefnuhússins nem- ur 12 milljörðum króna og við upp- bygginguna alla við austurhöfnina um 45 milljörðum króna. Inni í þeirri tölu er m.a. bygging hótels fyrir níu milljarða og verslunar- og skrif- stofuhúss með íbúðum á efstu hæð, nýjar höfuðstöðvar Landsbankans og sérstakt vatnatorg milli tónlistar- hússins og hótelsins. Framkvæmdir hófust fyrr á árinu og er gert ráð fyrir að tónlistar- og ráðstefnuhúsið verði opnað í mars árið 2010. Ólafur var spurður hvort tónlist- ar- og ráðstefnuhúsið og önnur upp- bygging í austurhöfninni þýddi ekki í raun að Reykjavík fengi nýja ásjónu. „Þetta hús á eftir að verða perla í bænum, íkon, merkilegt og skemmtilegt hús. En bær er ekki bara eitt hús, bær er breytingum undirorpinn og þessi uppbygging er hluti af því. Og um leið breytist ímynd borgarinnar hægt og rólega. Mér finnst sem um nokkuð langt skeið hafi ekki verið hugsað mikið um borgina sem samfélag út frá mið- bænum. Það hefur verið sköpuð mikil togstreita við miðbæjarsvæðið með uppbyggingu utan þess, til dæmis á Kringlusvæðinu og í út- hverfum. Við þurfum að fá lífið aftur inn í bæinn. Það er rauður þráður í nútímahugmyndum um miðbæj- arsamfélag. Oft hafa miðbæir verið byggðir upp og þeir staðið og fallið með iðnaðarstarfsemi. Í Reykjavík var höfnin lífgjafinn en sú starfsemi sem þar var fjaraði smám saman út.“ Í þessu sambandi sagði Ólafur það vera sérstakt áhugamál sitt að fá Listaháskólann niður í miðbæinn. „Ekki endilega til að búa til betri list, heldur til að bæta samfélagið í miðbænum og til að skólinn glatist ekki í hendur einhverrar bygging- arspámennsku í úthverfum. Við verðum að skoða þetta allt í sam- hengi. Það er kannski ekki alveg nóg að fá bara listaháskólann í miðbæ- inn, sem er mitt áhugamál, eða fjár- málamiðstöð. Það þarf líka að efla annað líf svo að fjölbreytnin megi verða sem mest. Við verðum að geta litið á miðborgina sem hjarta bæj- arins, tákn borgarinnar. Það þarf ekki að hafa í för með sér að út- hverfin þróist ekki. Deyi innbærinn geta þau hins vegar ekki staðið und- ir bæjarímyndinni ein og sér. Þá vatnar undan henni og það er eins og borgin verði ekki til,“ sagði Ólafur. Ísland tekur nú í fyrsta sinn þátt í Feneyjatvíæringnum um bygging- arlist og borgarskipulag sem stend- ur til 19. nóvember. Sýningin fjallar um lykilþætti sem snúa að þróun stórra borga um allan heim og þátt- tökuþjóðir eru 50. Sýningin þykir einhver mikilvægasti vettvangur í heimi fyrir kynningu á bygging- arlist. Tónlistar- og ráðstefnuhúsið ásamt tilheyrandi skipulagi og upp- byggingu í miðborginni tengist vel yfirskrift tvíæringsins í ár sem er: Borgir, byggingarlist og samfélag. Náttúran hafin upp úr efninu Ólafur Elíasson hefur komið að hönnun hússins og er höfundur hjúpsins sem umlykur bygginguna. Fékk danska arkitektastofan Henn- ing Larsen Tegnestue hann til liðs við sig eftir árangursríkt samstarf við hann við hönnun nýja óperuhúss- ins í Kaupmannahöfn. Frum- hugmyndir hjúpsins eru sóttar í ís- lenska náttúru, jafnvel stuðlaberg. Úr því verður til veggur sem byggist upp á strendingum úr stáli og gleri sem eru eins og grjótdrangar að formi. Hluti glersins verður litaður svo byggingin breytist eftir birtu ljóssins og áfallshorni, bæði innan frá sem utan. Á sýningunni er líkan í fullri stærð af fjórum slíkum strend- ingum og veitir hann innsýn í hvern- ig byggingin mun ræða við umhverf- ið í samræmi við birtuna. Einnig er frumsýnt í Feneyjum líkan af bygg- ingunni sem hægt er að opna og þannig má gægjast örlítið inn í hús- ið. Í skálanum er einnig að sjá myndræna framsetningu verksins í heild. „Hér gerum við tilraun til að kynna húsið í miklu stærra sam- hengi. Hugmyndin hjá yfirvöldum á Íslandi, Portus og Landsbankanum, sem að verkefninu í austurhöfninni standa, var að kynna tónlistar- og ráðstefnuhúsið í alþjóðlegu sam- hengi. Tengjast með því miklu stærri samræðu um hvað er að ger- ast í byggingarlist. Ísland er orðið hluti af alþjóðasamfélaginu og því eðlilegt að kynna húsið hér frekar en bara heima. Um leið er Reykjavík kynnt sem alþjóðleg borg og hrund- ið af stað alþjóðlegri samræðu um hvað er að gerast á Íslandi yfirleitt,“ sagði Ólafur. Hann segist ekki búinn að fullskapa hjúp tónlistarhússins, kveðst vera að reyna að klára það um þessar mundir. Að öðru leyti er verið að teikna húsið og vinna um 50 manns á fullu við það dag hvern að reyna að láta hugmyndirnar ganga upp. „Það hefur talsvert verið unnið út frá íslenskri náttúru í byggingarlist heima, stuðlabergið er til dæmis sýnilegt í arkitektúr þar. Markmiðið nú er ekki bara að byggja á slíkum hefðum heldur yfirfæra þær til sam- tímans. Umbreyta hugmyndinni í samræmi við nútímalausnir í bygg- ingarlist. Við erum að reyna að upp- hefja þær úr efninu og með því að vinna húsið allt í gler þar sem hið ís- lenska ljós mun síast í gegn. Aðalhlið hússins sem að bænum snýr veit mót suðri, til ljóssins. Sólin skín mest á suðurhliðina og gefur mismikla birtu eftir árstíðum. Eins og við vitum kemur hún rétt upp fyr- ir Reykjanesfjöllin í svartasta skammdeginu og myndar frábært samspil birtu og skugga í bænum. Við erum sem sagt að vinna með ljósið á hinum ýmsu árstíðum og samspil arkitektúrsins og bæjarins.“ Samræða hins náttúrulega ljóss og birtunnar sem fer inn í húsið „Það hefur gengið ágætlega finnst mér að draga fram samræðu milli náttúrulega ljóssins og þeirrar birtu sem kemur inn í húsið. Þar er ég akkúrat staddur í sköpuninni þessa dagana. Viðfangsefnið er hversu mikið ljós þarf inn í strendingana, steinana, og inn í húsið úr birtunni fyrir utan. Við úrlausn hugmynd- arinnar um að fá birtuna inni í hús- inu til að tala við ljósið fyrir utan reynum við að gera hlutina ekki allt- of flókna. Spurningin sem ég spyr stöðugt arkitektana er: Hvernig gengur þetta upp? Hvernig getum við búið til hús sem í einhverju formi andar með lífinu í bænum og ljósinu í bænum, í takt við árstíðirnar og samlífið í miðbænum? Allir höfum við styrkst í hugmyndinni um húsið og allir vilja að það verði virkilega sérkennilegt og sérstakt. Ég reyni að haga mér í takt við kostnaðar- ramma verksins og fer því ekki al- veg út í hið útópíska,“ sagði Ólafur. Húsið verður drifkraftur á margt í samfélaginu Dorrit Moussaieff forsetafrú opn- aði sýninguna í Feneyjum fyrir hönd Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra og Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar borgarstjóra. „Menn eru mjög spenntir fyrir þessu – húsið á eftir að verða stór- kostlegt tækifæri fyrir Ísland til að fanga athygli umheimsins á mörgum sviðum. Með ráðstefnum og stórum fundum á veturna og tónlistar- og menningarviðburðum þar sem við sögu kæmu merkustu listamenn. Þetta getur orðið til þess að Ísland nái virkilegri fótfestu í alþjóðlegu samhengi á 21. öldinni,“ sagði Dorrit í samtali við Morgunblaðið í Fen- eyjum. „Húsið verður drifkraftur á margt í samfélaginu, áhrifa þess mun gæta víða. Til dæmis hefur maður sem rekur stærstu skemmtiferðaskipa- þjónustu heims þegar hringt í mig og spurt hversu mörgum skipum höfnin getur tekið við þegar húsið verður vígt. Það sýnir þann áhuga sem húsið er þegar farið að vekja. Það sköpunarverk sem hér er að sjá á sýningunni er alveg með ólíkindum snjallt. Ísland á eftir að öðlast mikla viðurkenningu út á þá mótuðu hug- mynd sem hér er lögð á borð. Ég fylltist mikilli bjartsýni hér daginn fyrir opnunina. Einn um- svifamesti byggingahönnuður Bandaríkjanna, Gerald Heinz, var þá hjá okkur. Hann stendur að álíka byggingu í Miami á Flórída og hann var frá sér numinn af okkar húsi. Hann staldraði við í klukkustund og tók myndir í bak og fyrir. Það segir sitthvað. Ég held að húsið muni fara vel í þeirri umgjörð sem Reykjavík- ursvæðið er. Það mun gjörbreyta yf- irbragði miðborgar Reykjavíkur og borgarinnar allrar. Ég held að borg- in þurfi á þessu að halda. Menn skulu aldrei vanmeta mögu- leika verkefnanna. Við gætum í krafti hússins náð til okkar hlutfalls- lega óheyrilega háum skerf af helstu menningarviðburðum heims og al- þjóðlegum fundum og ráðstefnum. Ekki síst vegna þeirra forréttinda sem það öryggi er sem við njótum. Við höfum verið laus við hryðju- verkaógnina og skulum vona að svo verði áfram því þá mun okkur vegna vel,“ sagði Dorrit. Hún sagði að lokum að sér fyndist hlutdeild listamanna í hönnun og hugmyndavinnu vegna tónlistar- og ráðstefnuhússins í Reykjavík skipta miklu fyrir afurðina. „Vonandi á svona lagað eftir að aukast stórum og ég vona að ungir listamenn fái í auknum mæli að koma að verk- efnum sem þessu. Ég hef vakið at- hygli útlendra mannvirkjahönnuða á þessari aðkomu og því meiri stemmningu sem við getum skapað fyrir Íslandi því kraftmeira verður landið í vitund þeirra. Með því gætu aukist möguleikar ungra listamanna á þátttöku í verkefnum sem þessu, þótt af minni stærðargráðu væri til að byrja með. Það gæti síðan undið upp á sig,“ sagði Dorrit. Tónlistar- og ráðstefnuhúsið kynnt í sérstökum Íslandsskála á tvíæringi um byggingarlist í Feneyjum „Húsið á eftir að verða perla í bænum“ Morgunblaðið/Ágúst Ásgeirsson Í byrjun Ólafur Elíasson kynnir verkefnið við upphaf sýningarinnar. Eftir Ágúst Ásgeirsson í Feneyjum »Feneyjatvíæringurinn ásviði byggingarlistar og borgarskipulags var opnaður í gær. » Ísland tekur þátt í þessumviðburði í fyrsta sinn í ár og kynnir Tónlistar- og ráðstefnu- húsið við Austurhöfn í Reykja- vík, ásamt breytingum og skipulagi sem því tengist. » Íslenski sýningarskálinn erhannaður af Ólafi Elíassyni í samvinnu við Henning Larsen Tegnestue, en þar er myndræn útfærsla af verkefninu í heild. Í HNOTSKURN Prins Björgólfur Guðmundsson og Þóra Hallgrímsson ræða við Michael prins af Kent við opnun íslensku sýningarinnar í Feneyjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.