Morgunblaðið - 10.09.2006, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 10.09.2006, Blaðsíða 67
Reuters Bestir „Svo höfðu þeir svo greinilega gaman af þessu og maður fann aldrei fyrir að þeir voru spila þessi lög í, tja … enn eitt skiptið.“ Þegar Rolling Stones ruddustfram á sviðið í útjaðri danskasmábæjarins Horsens á Jót- landi um síðustu helgi fór um mig tilfinning sem ég held að sé ábyggi- lega sú ólýsanlegasta sem ég hef á ævi minni fengið. Um áttatíu og fimm þúsund manns voru sam- ankomin fyrir framan sviðið sem var risastórt mannvirki úr stáli og gleri, innan um óteljandi hátalara og ljóskastara. Góður tími hafði lið- ið síðan upphitunarbandið, hin breska Maximo Park, hafði lokið sér af og tónleikagestir biðu rólegir eft- ir Jagger og vinum, sötruðu úr plastglösum og gjóuðu augum reglulega á sviðið sem var líkt og sofandi risi sem allir biðu eftir að myndi vakna. Og maður lifandi! Þegar ljósin kviknuðu og piltarnir komu hlaupandi inn á sviðið, spil- andi „Jumping Jack Flash“, var eins og eitthvað sögulegt væri að hefj- ast, í það minnsta ævisögulegt í mínu tilviki.    Það hefur mikið gengið á hjáþeim félögum í hljómsveitinni á þessu tónleikaferðalagi. Keith Rich- ards slasaðist illa þegar hann datt úr pálmatré (eða var það runni?) og þurftu þá að aflýsa nokkrum tón- leikum. Ronnie Wood notaði tæki- færið og fór í meðferð og svo sýktist nýverið milljón dollara barkinn í Mick Jagger og þurfti að aflýsa nokkrum tónleikum í viðbót. Það var því mjög ánægjulegt að ekkert kom upp á sem hefði aflýst þessum stórviðburði í Horsens. Á und- anförnum vikum hafði bæjarlífið snúist nánast eingöngu í kringum þessa tónleika; Stones-lög hljómuðu á öllum kaffihúsum, torgum og verslunum og Stones-tungan var út um allt og á öllum. Það var meira að segja hægt að kaupa sérstakan Stones-bjór, 7,7 prósent, sem brugg- aður var sérstaklega fyrir þetta til- efni. Og Stones brást ekki bænum heldur komu, sáu og sigruðu eins og hér verður reynt að lýsa. Það tók sæmilegan tíma fyrir migað átta mig á stað og stund á meðan Jagger hoppaði út um allt sviðið og söng „Jumping Jack Flash“. Það var eitthvað óraunveru- legt við þetta allt saman. Ég var smám saman farinn að ná áttum í lagi númer tvö, „It’s Only Rock and Roll“, og fór þá að reyna að horfa á þá gagnrýnum augum og ég verð að viðurkenna að það kom mér á óvart hversu vel spilandi þeir voru. Það er engan veginn hægt að skilja hvernig þessir næstum sjötugu menn geta framkallað eins mikla orku á sviði og þar ber helst að nefna Mick Jagg- er. Aldrei heyrðist hann mæðast þrátt fyrir öll hlaupin og hamagang- inn. Svo höfðu þeir svo greinilega gaman af þessu og maður fann aldr- ei fyrir að þeir voru spila þessi lög í, tja … enn eitt skiptið. Spilagleðin sást sérstaklega á Ronnie Wood en í hvert skipti sem hann birtist á stórum skerminum lék um hann breitt og einlægt bros sem benti til þess að meðferðin hefði hreinsað hann vel og endurnýjað líf væri hlaupið í karlinn.    Þeir spiluðu nokkur lög af nýjuplötunni A Bigger Bang sem kom út síðastliðið haust og féllu þau prýðilega saman við eldra efnið enda er þau mjög „Stones-leg“, sér- staklega lagið „Streets of Love“ sem hefði auðveldlega getað átt heima á einhverjum eldri diski. Þegar upphafsstefið í „Paint it Black“ fór að hljóma bauð félagi minn mér að setjast upp á axlirnar á sér og þáði ég það að sjálfsögðu. Ég reis hægt og tignarlega upp úr mannhafinu og þá sá ég fyrst al- mennilega þetta gífurlega flæmi; áttatíu og fimm þúsund hausar sem allir vísuðu í eina átt. Það fór ekki á milli mála að þarna væri helsta tón- leikaband í heimi að spila. Þess má geta að á síðustu Hróarskelduhátíð voru tæpir áttatíu þúsund gestir og rúmlega hundrað og sjötíu hljóm- sveitir. En hvað um það. Þarna sat ég á öxlum félaga míns og sá í fjarska glitta í fjórar mannverur á sviðinu stóra. Það var alveg stór- kostlegt og ég hefði ekki getað notið „Paint it Black“ betur. Eftir að hafa spilað sautján lög kvöddu þeir sviðið en komu fljótt aftur eftir hávært uppklapp. Þá tóku þeir „You Can’t Always Get What You Want“ og svo enduðu þeir að sjálfsögðu á „Satisfaction“ í mjög langri útgáfu og bundu með því full- kominn endahnút á tónleikana.    Daginn eftir kepptust danskirfjölmiðlar við að hrósa tónleik- unum og mátti sjá fyrirsagnir eins og „Jagg-pot“ og „Fucking flot“ á forsíðum helstu blaðanna. Var þeim yfirleitt gefið fullt hús stiga sem var eitthvað annað en tónleikar Madonnu sem haldnir voru í Horsens í vikunni á undan en þeir fengu ansi slæma útreið í dönsku fjölmiðlunum. Ef horft er framhjá allri umgjörð- inni í kringum fyrirbærið Rolling Stones, risavöxnu sviðinu, glæsi- legri ljósa- og flugeldasýningu, og maður reynir að horfa framhjá því að þetta er frægasta hljómsveit í heimi, þá stendur eftir þetta þrusu- góða rokkband sem getur getur ennþá haldið uppi frábærum tón- leikum og haft ennþá svona gaman af því. Burtséð frá öllu öðru voru það þessir fjórir karlar sem gerðu þessa tónleika frábæra og hefðu þeir getað notið sín hvar sem er, hvort sem er á risavöxnu sviði í Horsens eða á Grand rokk. Óaðfinnanlegir rokktónleikar » Það er engan veginnhægt að skilja hvern- ig þessir næstum sjö- tugu menn geta fram- kallað eins mikla orku á sviði og þar ber helst að nefna Mick Jagger. thorri@mbl.is AF LISTUM Þormóður Dagsson MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2006 67 Morgunblaðið býður áskrifendum í bíó! Morgunblaðið og leikhópurinn Vesturport bjóða áskrifendum blaðsins á kvikmyndina Börn sem sýnd er í Háskólabíó. Tilboðið gildir dagana 11. til 13. september og eru sýningartímar sem hér segir: • Mánudaginn 11.september kl 20:00. • Þriðjudaginn 12.september kl. 22:00. • Miðvikudaginn 13.september kl. 18:00 og 22:00. Gegn framvísun forsíðumiðans, sem fylgir Morgunblaðinu í dag til áskrif- enda, fá þeir tvo miða á myndina í miðasölu Háskólabíós við Hagatorg. Tilgreina þarf hvað dag og á hvaða sýningu miðarnir eiga að gilda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.