Morgunblaðið - 10.09.2006, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 10.09.2006, Blaðsíða 66
66 SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ menning Stórkostleg sérferð til fjögurra landa á einstöku verði. Tilvalið tækifæri að upplifa nokkrar af helstu perlum Ítalíu, Slóveníu, Austurríkis og Ungverjalands á frábærum árstíma. Falleg, skemmtileg og fræðandi 10 daga ferð (9 nætur). Fjölbreyttar kynnisferðir um heillandi umhverfið eru innifaldar í verði. Gisting á góðum hótelum, góðar rútur og þaulreynd fararstjórn tryggir þér frábæra ferð. Ferðatilhögun: Flogið til Bologna. Dvalið í 3 nætur í nágrenni miðaldaborgarinnar Vicenza, milli Verona og Feneyja. Njótum þessarar fallegu borgar og förum í kynnisferð til Verona. Farið frá Vicenza til Ljubljana, með viðkomu í Feneyjum. Dvalið um stund í Feneyjum en haldið síðan áfram til Ljubljana, höfuðborgar Slóveníu, einnar af leyndu perlum Evrópu. Gist í 2 nætur. Farið í kynnisferð um bæinn. Haldið til Graz, í Austurríki, sem skartar gömlum byggingum og fallegum miðbæjarkjarna. Skemmtileg borg þar sem gist er í 2 nætur. Næst er haldið til Budapest og dvalið í 2 nætur. Kynnisferð um þessa stórbrotnu borg. Flogið heim frá Budapest. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Fjögurra landa sýn 27. sept. - 6. okt. Ítalía - Slóvenía Austurríki - Ungverjaland Munið Mastercard ferðaávísunina • Vicenza • Verona • Feneyjar • Ljubljana • Graz • Budapest Verð kr. 79.990 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli. Aukagjald fyrir einbýli er kr. 18.900. Innifalið: Flug, skattar, gisting á 3* hótelum með morgunverði í 9 nætur, kynnisferðir, ferðir milli staða og íslensk fararstjórn. Ekki innifalið: Aðgangseyrir. Lágmarksþátttaka er 20 manns. Takmarkaður fjöldi sæta í boði á þessu verði. Við lifum á umbrotasömumog viðsjárverðum tímum,líkast sem mannkynið viljiekki læra af biturri reynslu síðustu aldar, allt logar í styrjöldum, öfugsnúnu jarðraski ásamt því að matbúrum heimshafanna er ógnað sökum fyrirhyggjulítils ágangs. Bitist um hagsmuni og lífsrými af skefja- lausri grimmd, mönnum sést ekki fyrir frekar en fyrri daginn, mann- skepnan söm við sig. Samtímis eru valdahlutföllin i heiminum að breytast, uppgangurinn mestur í Kína, fjölmennasta ríki heims, og Indland, hið næstfjölmenn- asta, fylgir fast á eftir. Japanar hafa löngu samsamað sig í nútímanum, einnig Taívan og Suður-Kórea. Margt hægt að gera í þessum fjölmennu ríkjum og fleirum í austrinu hvar fólksmergðin minnir á maurabú, hendurnar margar og iðnar, en bar- asta ekki nóg ef undirstaðan er ekki traust og réttleg fundin. Sem fyrri daginn hafa nýir tímar með opnari samfélögum og safaríkari mennt- unargrunni leyst römm öfl úr læðingi sem kallast á við framtíðina. Fyrir vikið eru hagkerfi viðkomandi þjóða á mikilli siglingu og skapandi öfl sem fyrri daginn mikilvægasti þátturinn í hrygglengju og liðamótum framvind- unnar. Þetta viðvarandi í allri sögu mannkynsins, ekki mögulegt að reisa hús, hof og hallir úr auðæfum einum, peningum, seðlum og verðbréfum, hér þarf handverk með fulltingi hug- vits og visku sem fáum er gefin að koma til. Táknrænt að þessi upp- gangur í austrinu gerist samfara því að einstaklingshyggjan hefur náð að þrengja sér upp á yfirborðið eftir upphafningu og ofríki hópeflis og múgmennsku. Í vestrinu hefur verið lokað á hag- nýtistefnu Le Corbusiers til hags fyr- ir byggingarlist sem tekur mun meira tillit til lífræns flæðis, einstaklingseðl- isins og sjónrænna þátta um leið. Og í austrinu hefur hið sama verið að ger- ast, Kína orðið að draumalandi fram- sækinna vestrænna arkitekta eins og allir verða varir við sem koma til Sjanghæ hvar helst má greina hin gríðarlegu umskipti í landinu hin allra síðustu ár. En um leið reka menn sig harkalega á að síðasta vígi gamla tímans og kínverskrar stór- borgarmenningar er að falla, til hags fyrir kalda hátækni nútímans, jafnvel þótt skýjakljúfarnir séu fjölþættari og manneskjulegri en lengstum hefur tíðkast í vestrinu, hér færðar stórar fórnir og sitt sýnist hverjum. Heims- væðingin tekur jafnframt stærri toll en víðast annars staðar, eðlilega mikil eftirsjá að eðlisbundnum þjóðháttum sem verið hafa viðvarandi um árþús- undir ásamt sértækri hámenningu sem heimurinn hefur notið góðs af. Og enn á ný er jötunn við dagmál og ógerlegt að spá hvað framtíðin ber í skauti sér í þessu víðfeðma ríki. Hvað snertir þann anga semsnýr að sjónlistum er öllufrekar um innrás að ræða en útrás, og um leið keppast þjóðir aust- ursins við að lyfta undir sína menn, vitandi um mikilvægi þess að vernda og hlú að eigin menningarlegu land- helgi. Útrás kínverskrar og ind- verskrar menningar er til að mynda ekki höfuðatriðið heldur að styrkja stoðir og dýpka rætur á heimavelli, standa jafnfætis og helst framar stór- veldum vestursins. Skapa staðbundn- ar ímyndir sem augu heimsins skulu beinast að og má vera mjög lærdóms- ríkt um uppgang metnaðarfullra þjóðfélaga nú um stundir, flest vilja þau vera með í þeim leik og styrkja jarðbundnar grunneiningar sínar. Lengi vel voru Kínverjar utan-garðs, og er ég var þar á ferðþvers og kruss um landið fyr- ir tólf árum, var það enn í sárum eftir afbyggingu hinnar fornu menning- arskeiða. Átti að vera í þágu þess sem skáldið nefndi; samvirk framning þjóðreisnar, að ógleymdri menning- arbyltingunni þegar brotið og braml- að var í hofum, hörgum og söfnum. Þó mátti vel greina að uppbyggingin var hafin og að svo komnu er viðsnún- ingurinn á fullu, hundruð safna hafa nú þegar verið endurreist ásamt því að menn stefna að því að heil þúsund ný söfn komist í gagnið fyrir 2015! Á undraskömmum tíma er kín- versk nútímalist komin á heim- skortið, stofnað hefur verið til tvíær- ings í Sjanghæ, með þátttöku 26 landa í ár og 90 gallerí kynntu skjól- stæðinga sína á listakaupstefnunni í Peking, „Beijing Art Fair 2006“. Nú í sumar munaði einungis hársbreidd að einn þekktasti málari þeirra, Zhang Xiaogang, kæmist í milljón dollara hópinn á uppboði Sotheby’s þá málverk hans „Félagi nr. 120“ var slegið himinhátt yfir matsverði, sem var 350.000 dollarar. Til marks um uppganginn telur virtur lista- kaupmaður í London að kínversk myndlist hafi möguleika á að hækka allt að 10–30-falt á næstu árum. Al- mennt verð á hinum markverðari myndverkum var sirka 1000 dollarar 1990, 10.000 1996 og 100–200.000 í dag. Augu heimslistasafnanna eru farin að beinast til Kína og áhugi einkasafnara vex með ári hverju, hinn grimmasti þeirra, Svisslendingurinn Uli Sigg, á þegar yfir 2000 verk, og er númar 72 í röðinni á heimslista mik- ilvægra safnara. Ofanskráð gefur góða innsýn á marktæka verðmætasköpun and- legra gilda og er í góðu samræmi við alla mannkynssöguna, þótt svo öfga- kennd markaðssetning nútímans taki bæði lítil og stór hliðarspor, ásamt því að óprúttnir sjá sér hag í því að hagn- ast stórt á allri fáfræði hér um. Á vettvanginum gilda nefnilega ná- kvæmlega sömu lögmál og um lestr- arkunnáttu, hún opnar víðfeðmt svið en í hvorugu tilvikinu skal litið framhjá hinu eðlisbundna og skyn- ræna. Menn geta svo gott sem notið sjónlista án þess að vera (há) mennt- aðir í þeim, einnegin skáldskapar og ljóða í munnlegri geymd án þess að kunna stafrófið og fyrirbæra í nátt- úrunni án þekkingar á jarðfræði. Þessu hættir mörgum til að yfirsjást í rangsnúnum menntagrunni nútímans og bókstaflega valta yfir uppruna- legar og lífrænar kenndir manneskj- unnar, þó innibera þær sjálfan neista allrar framþróunar ef taka má hina forngrísku spekinga á orðinu … Að svo komnu má velta því lengifyrir sér hvað hið galopna Ís-land geti lært af uppgang- inum í austri, einkum fjölmennasta ríkinu sem heimurinn á svo margt upp að unna í framþróuninni. Þeir fundu jú upp púðrið sbr. kínverjana sem menn gamna sér með um hver áramót og lögðu grunn að flug- og geimvísindum með flugdrekum sín- um og flugeldum. Að vísu eiga Ind- verjar ef til vill til heiðurinn af að hafa fundið upp flugeldana en heimurinn tengir eldglæringarnar og merkja- sendingarnar einhvern veginn frekar við Kínverja sem munu öllum öðrum fremur hafa praktíserað þær og allt frá níundu öld. Hinn almenni munur á hugsunarhætti Evrópubúa og Kín- verja er í kjarna sínum sá, að vestrið hefur litið á manninn sem markmið og kórónu sköpunarverksins, hins vegar telja þeir í austrinu hann mik- ilvægan hlekk í þróunarsögunni. Og á meðan Vesturálfubúar vildu gera sér náttúruna undirgefna og láta hana fullnægja efnislegum og veraldlegum þörfum sínum, var markmið Kínverja að vera í samhljómi við hana til að öðl- ast andlega fróun. Tímaskyn þeirra annað og stórum víðfeðmara en þeirra í vestrinu, þannig kann að fara að í framtíðinni muni þeir líta á tíma- bil kommúnismans sem afar stutt en afdrifaríkt skeið í þróunarsögu sinni. Þá líta þeir á hin mörgu stílhvörf sem gengið hafa yfir hinn vestræna heim síðastliðin hundrað ár sem eina af- markaða og samræmda heild, aftur á móti hefur Vesturálfubúum legið lífið á að úrelda öll hin fyrri á tíu ára fresti! Lærdómsríkt, ekki síður að Kín- verjar eiga jafnerfitt með að greina mun á andlitsdráttum hvítra manna og við þeirra. Í hnotskurn upplýsir þetta að allt sé afstætt í heimi hér nema neistinn sem kveikir bálið, hvort heldur um sé að ræða áþreif- anlegan eða huglægan eld … Listasprengjan í austri Bragi Ásgeirsson SJÓNSPEGILL Sleginn Málverk Zhang Xiaogang „Félagi nr. 120“ var mjög nálægt því að rjúfa milljón dollara múrinn á uppboði hjá Sotheby’s fyrr í sumar. ÞEIR sem muna Honey, I Shrunk the Kids, kemur efnið í Maurahrelli (gott nafn), mjög svo kunnuglega fyrir sjónir. Teiknimyndin segir frá ævintýrum Lúkasar litla, sem sætir einelti í skóla, afskiptaleysi í fjöl- skyldunni og lætur gremjuna bitna á maurabúinu í garðinum. Íbúar þúf- unnar hafa dottið niður á blöndu sem minnkar óvini þeirra, mennina, niður í maurastærð. Nú skal reyna sullið á Lúkasi, sem þeir kalla „Út- rýmandann“, en efninu þarf að hella inn í hlust viðkomandi svo það virki. Eftir minnkunina tekur við skelfileg martröð baráttu upp á líf og dauða við endalaus illfygli garðsins, „Út- rýmandinn“ hefur skipt um hlut- verk, er orðinn fórnarlambið ásamt hinum nýju vinum sínum á blett- inum. Sagan er í sjálfu sér rétt þokkaleg og í henni að finna ótvíræðan boð- skap, nokkuð grautarlegan að vísu, að „Sameinaðir stöndum vér“, og að við eigum að bera meiri virðingu fyr- ir náttúrunni og ekki að níðast á minnimáttar. Á hinn bóginn virka teiknimynda- persónurnar fráhrindandi og greini- lega ekki frá þeim sem kunna best til slíkra hluta (DreamWorks Anima- tion, Blue Sky, Disney), en það var ekki að sjá og heyra að smáfólkið hefði umtalsverðar áhyggjur af slíku. Maurahrellirinn er gerð fyrir börn og virðist bærileg skemmtun fyrir yngstu aldurshópinn, og það skiptir mestu máli. Íslenska radd- setningin er yfirhöfuð frambærileg en dálítið mishæðótt. Sjálfsagt er sú enska, með Streep, Giamatti, Cage og fleiri stórstjörnum, forvitnilegri fyrir fullorðna, með fullri virðingu fyrir okkar góðu leikurum. Upp á síðkastið eru teiknimynd- irnar að verða áberandi einsleitar og ræður mestu offramboð á varn- ingnum. Eftir að myndir á borð við Shrek, Leikfangasögu og Ísöld, fylltu kassann svo upp úr vall, rann berserksgangur á teiknimyndadeild- irnar í Hollywood og hafa þær (og áhorfendur), verið að súpa seyðið af afleiðingunum að undanförnu. Margt býr í þúfunni KVIKMYNDIR Sambíóin, Háskólabíó Teiknimynd með enskri og íslenskri radd- setningu. Leikstjóri:John A. Davis. Að- alraddir (enska): Julia Roberts, Nicolas Cage, Meryl Streep, Paul Giamatti. Ís- lenskar: Rafn Kumar Bonifacius, Hjálmar Hjálmarsson, Inga María Valdimarsdóttir, Pétur Einarsson, Valdimar Flygenring, Rúnar Freyr Einarsson, o.fl. 90 mín. Bandaríkin 2006. Maurahrellirinn – The Ant Bully  Sæbjörn Valdimarsson Teiknimynd Maurahrellirinn er, að sögn gagnrýnanda, gerð fyrir börn og virðist bærileg skemmtun fyrir yngsta aldurshópinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.