Morgunblaðið - 06.11.2006, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.11.2006, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2006 15 Peking. AFP. | Kína og Afríka und- irrituðu nýjan viðskiptasamning í gær að verðmæti 1,9 milljarða doll- ara, um 129,5 milljarða króna. Samningurinn var undirritaður á seinni degi fjölmennustu viðskipta- og fjárfestingaráðstefnu sem haldin hefur verið í Kína en hana sóttu leið- togar í Kína og 48 leiðtogar Afríku- ríkja. Á ráðstefnunni var samið um samstarf byggt á jafnræði og gagn- kvæmu trausti eins og það var orðað í sameiginlegri yfirlýsingu. Álverksmiðja í Egyptalandi Á meðal ákvarðana er bygging ál- verksmiðju í Egyptalandi og er kostnaður áætlaður um 938 milljónir dollarar, um 64 milljarðar kr. Kín- versk fyrirtæki ætla að fara í vega- bætur í Nígeríu fyrir um 300 millj- ónir dollara, um 20,4 milljarða kr., leggja 200 milljónir dollara í kopar- verkefni í Zambíu og 60 milljónir dollara í vefnaðarframleiðslu í Súd- an. Auk þess verður farið í verkefni víðar eins og t.d. í Suður-Afríku, Kenýu og Ghana. Á fundinum voru ríkari þjóðir heims hvattar til að styðja fátækustu Afríkuþjóðirnar meira en raun ber vitni. Nýr við- skiptasamn- ingur Kína og Afríku París. AFP. | Víða var rafmagnslaust í Evrópu á laugardag vegna skyndi- legrar aukinnar rafmagnsnotkunar í Þýskalandi í kjölfar kuldakasts og litlu munaði að álfan yrði nær öll myrkvuð. Svæði í Frakklandi, Portúgal, Austurríki, Belgíu, Hollandi og Kró- atíu og á Ítalíu og Spáni voru í svarta myrkri í um klukkustund. Rafmagn fór til dæmis af í París og nágrenni og meira en fimm milljónir manna voru án rafmagns í Frakklandi eða nær tíundi hluti íbúa landsins. Köln í Þýskalandi varð fyrst til að verða rafmagnslaus. Meira en 100 lestir með fleiri en 1.000 farþega stöðvuðust vítt og breitt um landið. Við rafmagnsleysið í Þýskalandi fór rafmagn sjálfkrafa frá Frakklandi til Þýskalands og það skapaði raf- magnsleysi annars staðar í álfunni. Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, sagði að þörf væri á samevr- ópsku stjórnvaldi til að sjá um dreif- ingu rafmagns í Evrópu. Allar þjóðir væru öðrum háðar í þessu sambandi og ekki væri hægt að veita hjálpar- hönd nema með sameiginlegri stjórn. Mikil aukning hefur verið á raf- magnsnotkun í Evrópu en ekki hafa verið gerðar næganlegar endurbæt- ur á rafmagnskerfinu og dreifing- unni. Fyrir vikið hefur álagið oft ver- ið of mikið, einkum í köldu og heitu veðri. Mesta spennufallið á nýliðnum árum var í september 2003 þegar nær öll Ítalía og Genf í Sviss voru án rafmagns í nær 20 klukkustundir. Milljónir manna án rafmagns í Evrópu Lagos. AFP. | Virginia Etiaba tók við stöðu fylkisstjóra í Anambra í Níg- eríu fyrir helgi og er hún fyrsta kon- an til að verða fylkisstjóri í landinu. Fyrir um sjö mánuðum var Chris Ngige, fylkisstjóri, látinn víkja og tók Peter Obi við af honum. Hann var síðan sakaður um fjármálamis- ferli og þvingaður til að láta af emb- ætti. Etiaba var aðstoðarkona hans og vildi í fyrstu ekki taka við af yf- irmanni sínum en lét síðan undan þrýstingi. Obi sætti sig ekki við ákæruna og sagði hana glæpsamlega og ólög- lega. Eftir að Etiaba tók við emb- ættinu sagði hann við fréttamenn að hann liti svo á að hann væri enn fylkisstjóri og hún aðstoðarfylkis- stjóri. Loks kona fylkisstjóri í Nígeríu Washington. AFP. | Samkvæmt skoð- anakönnunum verða demókratar sigurvegarar í þingkosningunum í Bandaríkjunum á morgun. Spáð er að þeir nái meirihluta í fulltrúadeild- inni og jafnvel einnig í öldungadeild- inni. Repúblikanar hafa haft meirihluta í 435 manna fulltrúadeildinni í 12 ár. Kosið verður um öll sætin sem og 33 sæti í öldungadeildinni. Demókratar þurfa að bæta við sig 15 sætum í fyrrnefndu deildinni og sex sætum í þeirri síðarnefndu til að ná meiri- hluta á báðum stöðum. Repúblikanar eru með 231 sæti í fulltrúadeildinni og demókratar 201. Einn óháður sit- ur í deildinni og tvö sæti eru laus. Repúblikanar eru með 55 sæti í öld- ungadeildinni, demókratar 44 og óháðir eitt sæti. Í kosningunum verður kosið um 18 sæti sem demó- kratar eru með og 15 sæti repúblik- ana. Þá verða kosnir 36 ríkisstjórar og eiga demókratar 14 sæti að verja en repúblikanar 22 stöður. George W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, á eftir tvö ár í embætti og nái demókratar meirihluta í fulltrúa- deildinni gera þeir honum lífið erfitt. Samkvæmt könnun sem banda- ríska tímaritið Newsweek birti á laugardag eru 32% kjósenda með hugann við stríðið í Írak, 19% leggja áherslu á efnahagsmálin og 12% setja aðgerðir gegn hryðjuverkum í efsta sæti. Heilbrigðismál eru í fyrsta sæti hjá 11% kjósenda. Spennandi kosningar Reuters Frambjóðandi Claire McCaskill, frambjóðandi demókrata til öld- ungadeildar Bandaríkjaþings, í St. Louis í Missouri. Kosið í Bandaríkj- unum á morgun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.