Morgunblaðið - 06.11.2006, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.11.2006, Blaðsíða 21
gæludýr MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2006 21 Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is HANN Stubbi litli er „doldið ræf- ilslegur“, lágur vexti og einn af ör- fáum þrífætlingum þessa lands. Aðrir hvuttar eiga það til að leggja hann í hálfgert einelti og reyndar hross líka en hann lætur hvergi deigan síga og fer mikinn í að reyna að stjórna skepnum, mönnum og jafnvel heilu reiðnámskeiðunum. Sennilega var það ást við fyrstu sýn þegar Ása Hlín Benediktsdóttir trommaði af stað með ferm- ingaraurana sína árið 1998 til að velja sér hvolp af íslensku fjár- hundakyni. „Hann er eiginlega ör- verpi því ég keypti minnsta og ræf- ilslegasta hvolpinn úr gotinu. Þess vegna er hann aðeins minni en hann á að vera. Hann var líka hálfhárlaus þegar ég fékk hann. Pabbi hans var samt einhver póstkortahundur,“ segir hinn stolti eigandi hlæjandi. „Vandræðin byrjuðu eiginlega fyrir fjórum árum þegar tík beit Stubba í afturfótinn,“ heldur hún áfram þegar hún rifjar upp hvernig hann mátti sjá á bak einum fæti sínum. „Hann var í gifsi heillengi og var rétt búinn að ná sér þegar hann strauk og hljóp yfir Miklubrautina. Þar varð hann fyrir bíl og var skil- inn eftir í vegkantinum.“ Afbrýðisamur út í hrossið Stubbi má þakka fyrir að hafa orðið á vegi miskunnsams Samverja sem dreif hann upp á Dýraspítalann í Víðidal. „Hann gat ekki staðið í annan framfótinn, aðra vígtönnina vantaði og hann var bæði rifbeins- og axlarbrotinn. Þegar dýralækn- irinn sagði mér að það þýddi ekkert annað en að svæfa hundinn setti ég hann út í bíl og fór með hann á Dýraspítalann í Garðabæ þar sem hann hafði áður fengið hjálp. Lækn- arnir þar sögðust myndu gera það sem þeir gætu og björguðu hon- um.“ Eftir það var Stubbi með fatla í ár því fóturinn hafði lamast. „Ég vonaðist alltaf eftir því að hann fengi mátt í fótinn en þegar löppin var orðin visin og hann var farinn að berja henni alls staðar utan í lét ég taka hana af.“ Engu að síður spjarar Stubbi sig með ágætum. „Dýralæknirinn ótt- aðist að hann gæti orðið grimmur eða pirraður út af þessu en hann er alveg jafn ljúfur og hann hefur allt- af verið,“ segir Ása Hlín. „Ég vinn í reiðskólanum hjá Topphestum í Garðabæ og þar eru krakkar að vesenast í honum allan daginn á sumrin. Aðrir hundar í hesthús- unum eiga það til að ráðast á hann því þeir sjá að hann er öðruvísi og hann verður að geta haldið í við hestana ef hann á að vera öruggur fyrir þeim. Almennt gengur það vel en stundum þó ekki. Hesturinn minn reynir nefnilega oft að stinga hann af með því að byrja reiðtúrinn af miklu krafti. Stubbi fer í taug- arnar á honum því hann er svo af- brýðisamur, urrar og bítur í lapp- irnar á hrossinu þegar ég klappa því. Stubbi hefur þó vit á því að hlaupa til baka og bíða inni í hest- húsinu þegar hann missir af lestinni svo hann fái frið fyrir hinum hund- unum.“ Vill bara camenbert Sjálfsbjargarviðleiti hvutta er með eindæmum og sömuleiðis er hann óskaplega stríðinn. „Til dæmis finnst honum voðalega gaman að bíta í hælana eða hækilinn á hest- inum akkúrat þegar hann er að fá sér úr síldartunnu sem er uppi í húsi svo það sturtist úr henni yfir þá báða. Ef maður kallar nafnið hans svolítið hátt syngur hann og spangólar með manni. Og hann vill fá að stjórna því hvenær heim- ilisfólk fer í bólið, röflar í því og reynir að drösla því inn í rúm ef honum finnst vera kominn hátta- tími. Honum finnst afleitt að fara einn inn að sofa.“ Þá er Stubbi bara talsvert póli- tískur og hefur t.a.m. tekið þátt í mótmælagöngu gegn Kára- hnjúkavirkjun svo eitthvað sé nefnt. Og Ása Hlín viðurkennir að senni- lega sé seppi svolítið fordekraður. „Kannski er það af því að við höfum viljað bæta honum upp fót- armissinn,“ segir hún og útlistar nánar í hverju spillingin er fólgin. „Ef það er pitsa á borðum vill hann bara miðjuna en ekki kantana. Hann étur ekki pylsur nema það sé tekið utan af þeim og ekki lifr- arpylsu heldur og verður sármóðg- aður ef hann fær ekki þessa þjón- ustu, setur pylsuna á gólfið og ýtir henni í áttina að manni. Og þegar ostar eru í boði borðar hann bara camenbert en lítur ekki við þessum venjulegu.“ Uppátæki Stubba eru fjölmörg og Ása Hlín hefur verið að dunda sér við að setja saman litla barna- sögu um ævintýri hans. „Það væri gaman að geta haft alvöru- ljósmyndir með svona sögu,“ segir hún og vonast til að einhvern tím- ann verði Stubbi að hetju í bók sem ratar í hendur ungra lesenda. Stríðinn og stjórnsamur þrífætlingur Morgunblaðið/ÞÖK Vinir Stubbi fylgir Ásu Hlín eftir hvert sem er og lætur lapparleysið ekki aftra sér. Helmingurinn af ánægjunni Ármúli 26 / Sími 522 3000 / www.hataekni.is Njóttu til fulls ánægjunnar af því að horfa á gott sjónvarp með KEF heimabíói. KEF hefur þróað þá einstöku tækni að staðsetja „tweeter“ hátalarann í miðju bassa- hátalarans. Hljómurinn hefur því eina uppsprettu, í staðinn fyrir tvær, eins og í hefðbundnum hátölurum. Fyrir vikið stækkar sæti bletturinn heima hjá þér (sweet spot) og hljómurinn dreifist um mun stærra svæði í rýminu. KEF hefur einkaleyfi á þessari tækni og kallar hana „Sit-any- where Uni-Q“ tækni. Hljómurinn verður jafnari (hljóðdreifing, ekki hávaði) og upplifunin á bæði mynd og hljóði verður öll miklu betri. Fyrir utan háþróaða tækni hefur KEF lagt mikla áherslu á glæsilegt útlit, nútímalega og stílhreina hönnun sem fyrir marga er hinn helmingurinn af ánægjunni. KEF KHT3000 P IP A R • S ÍA • 6 0 5 6 0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.