Morgunblaðið - 06.11.2006, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.11.2006, Blaðsíða 23
hestar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2006 23 Ekki einasta er íslenski hesturinngleðigjafi heldur líka erindreki Ís-lands og íslenskrar menningar. Há-fleyg eru orðin en sönn þó. Reynsla Þórarins Jónassonar, sem margir þekkja undir nafninu Póri í Laxnesi, endurspeglar þessa eig- inleika hestsins en hann rekur kunna hestaleigu í Mosfellsdalnum. Fyrirtæki Póra hefur tekið höndum saman við Icelandair um að halda þol- reiðarkeppni íslenskra hesta erlendis og á þessu ári setti Póri slíka keppni á laggirnar í Dan- mörku, Noregi, Þýskalandi og nú síðast í Sví- þjóð og hefur verið afar vel tekið. Í þolreiðarkeppni er markmiðið að komast ákveðna vegalengd á sem stystum tíma og er þetta keppnisform vinsælt um heim allan. Póri stofnaði til keppninnar hérlendis fyrir 15 árum og var þá riðin 30 km leið frá Laxnesi að Skóg- arhólum á Þingvöllum. Hann endurvakti hana svo í fyrra. „Við settum okkur það takmark að keppnin yrði eins og maraþonhlaup og ég er viss um að margir eiga eftir að taka þátt í keppninni. Það höfðu ekki margir trú á Reykja- víkurmaraþoninu í upphafi. Verkefnið er stórt og tilgangur þess er að sýna fram á þol og þrek íslenska hestsins, allt sem hann stendur fyrir og kynna Ísland. Við áætlum að fá mikinn fjölda erlendra gesta hingað eingöngu út á þetta. Mót- tökurnar hafa farið fram úr björtustu vonum, keppnin hefur vakið athygli fjölmiðla úti og áhuginn er svo mikill í Þýskalandi að fimm að- ilar hafa sótt um að halda keppnina. Finnland kemur einnig inn í þetta og eins er búið að biðja mig um að halda keppni í Kaliforníu í Banda- ríkjunum,“ segir Póri og leggur áherslu á að þetta keppnisform sé mun merkilegra en fólk almennt geri sér grein fyrir. „Hún er fyrir hinn almenna hestamann á hvaða aldri sem er. Þú getur mætt með þinn eigin hest svo lengi sem hann er þjálfaður og hið mikilvæga í þessu er að þú þarft ekki að eiga milljónir til kaupa keppn- ishross o.s.frv. Þetta gengur út á samspil manns og hests og dýralæknir fylgist með ástandi hestsins, t.d. ef púlsinn verður of hár færðu refsistig eða ert dæmdur úr leik, þannig að ekki má ofbjóða hestinum. Auðvitað er markmið allra að ná sem lengst en þetta er fyrst og fremst skemmtun; að koma saman með hestana sína, tala um þá og sýna. „Litla-Ísland“ út um allar trissur Mikill áhugi var fyrir þolreiðarkeppninni í Svíþjóð sem var haldin 8. október sl. í Soll- entuna, rétt fyrir utan Stokkhólm, og vildu 100 manns taka þátt í henni en ekki var fært að skrá nema 47. Bosse Hellström og Hafliði Gíslason hjá Flygande pass (Fljúgandi skeiði) skipulögðu keppnina en í Svíþjóð eru um 20 þúsund íslensk- ir hestar og á hverju ári fæðast þúsund folöld. Áhuginn er gríðarlegur og vex stöðugt í Svíaríki líkt og í mörgum Evrópulöndum. Póri segir að ekkert dragi heldur úr hestamennskunni í lönd- um sem glímt hafi við efnahagskreppu. Sú hug- mynd vaknar að Ísland eigi „útibú“ út um allar trissur, „Litla-Ísland“. Allir hestarnir sem keppt var á í Svíþjóð bera t.a.m. íslensk nöfn, eins og Erill og Vinur. „Fólkið keyrði um langan veg með klárinn sinn í keppnina, í íslenskri lopa- peysu og með íslenskan hund,“ lýsir Póri hinum sólríka októberdegi. Fólk skemmti sér kon- unglega og sigurvegarinn, Marika Westerholm frá Álandseyjum, kom í mark á 43 mínútum og 39 sekúndum og fékk m.a. Íslandsferð að laun- um. Marika er með barni og var komin sjö mán- uði á leið! Póri hefur rekið hestaleiguna í Laxnesi frá árinu 1968 og til hans koma nú yfir tíu þúsund manns á ári til útreiða. „Það er skemmtilegt fyr- ir mig eftir 40 ár að koma keppni sem þessari á fót. Persónulega hef ég aldrei haft gaman af að fara á hestamót og horfa á hesta fara í hringi en ég hef alltaf gaman af að ríða út. Þess vegna er maður ennþá í þessu. Það er skemmtilegast og það sem fólkið hefur mest gaman af; að vera þátttakendur sjálft. Þol og þrek er líka að- alsmerki íslenska hestsins sem og lundin,“ segir Póri – sem segist aldrei hafa fengið skýringu á Póra-nafninu. „Faðir minn var læknir og var mikið erlendis og kannski var erfitt að segja Þórarinn. Það þekkir mig víst enginn undir öðru nafni,“ segir Póri hressilega. Helga Brekkan og Helgi Felixson kvik- mynduðu keppnina í Svíþjóð og verður þátt- urinn sýndur þar úti og hérlendis. Framleiðis munu þau sjá um að mynda keppnina um allan heim. thuridur@mbl.is Ljósmyndir/Helga Brekkan Erindreki Íslands Þessar þrjár kynslóðir kvenna kepptu í Sollentuna á íslensku hestunum sínum. Feðgin Póri í Laxnesi ásamt dóttur sinni, Þórunni Láru dýralækni, en hún hafði eftirlit með heilbrigði keppnishrossanna í Svíþjóð. Þolreiðarkeppni fyrir alla hestamenn Íslenski hesturinn er hrein gullnáma. Póri í Laxnesi segir Þuríði Magnúsínu Björnsdóttur frá útrás hestsins. Morgunblaðið/Sigurður Sigmunds Gleði Póri segist aldrei hafa haft gaman af hestamótum en alltaf sé gaman á útreiðum. Fólki þyki einmitt skemmtilegast að vera þátttakendur sjálft og þolreiðarkeppni komi þá til sögu.                               !"# $%  &' ()*+"# ,-# .$/ $0  1112+232#

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.