Morgunblaðið - 11.12.2006, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.12.2006, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 2006 9 FRÉTTIR Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, sími 562 2862 Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Gjafakortin vinsælu Leðurkápur Leðurjakkar Mánudagur 11.12. Súrsætur pottur og buff. Þriðjudagur 12.12. Spínatlasagna sí sí sí vinsælt. Miðvikudagur 13.12. Thailenskur pottur m. núðlusalati. Fimmtudagur 14.12. Tortillas og chillipottur. Föstudagur 15.12. Indveskar vefjur m. mangó chutney. Helgin 16.-17.12. Hnetusteik m. waldorfsalati. Nýbýlavegi 12, Kóp. Sími 554 4433. Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 10-16. Langömmukjólarnir komnir aftur j l i i GERT hefur verið samkomulag um uppbyggingu annars áfanga Skugga- hverfisins milli 101 Skuggahverfis hf. og Íslenskra aðalverktaka hf., en í þessum áfanga rísa fimm íbúðarhús, þrjár til nítján hæðir, þar sem verða tæplega 100 nýjar íbúðir samtals. Byggingarsvæðið afmarkast af Skúlagötu, Frakkastíg, Lindargötu og Vatnsstíg. Hæsta byggingin mun standa við Vatnsstíg og verður hún 19 hæðir. Þá munu tvær lægri bygg- ingar standa við sömu götu, sem verða annars vegar átta hæða og hins vegar þriggja hæða. Við Lind- argötu verða síðan tvær byggingar, önnur þriggja hæða en hin ellefu hæða. Húsasamstæðurnar verða tengdar saman neðanjarðar með bílageymslum á þremur hæðum, en samtals verða rúmlega 250 bílastæði í öðrum og þriðja áfanga verksins. Íbúðirnar í húsunum eru af mis- munandi stærð eða allt frá 67 fer- metrum og upp í rúmlega 300 fer- metra að stærð. Í flestum húsunum verða aðeins tvær íbúðir á hæð, sem þýðir að í flestum þeirra verður út- sýni til þriggja átta. Sérstök hljóð- einangrun verður á milli hæða og er lofthæð íbúðanna 2,7 metrar. Burð- arkerfi húsanna er steinsteypt, ásamt því sem útveggir eru einangr- aðir að utan og klæddir með bæði flísum, málmi og timbri. Samtals telur gólfflötur nýju húsanna tæpa 16 þúsund fermetra, auk bílageymslu sem verður hálft sjötta þúsund fermetra. Hönnuðir Skuggahverfis eru hinir dönsku Schmidt, Hammer & Lassen, ásamt íslensku arkitektastofunni Horn- steinum. Uppbygging reitsins er í þremur áföngum og verða þar samtals 250 íbúðir þegar hann er fullbyggður, að sögn Einars I. Halldórssonar, fram- kvæmdastjóra 101 Skuggahverfis. Heildarkostnaður við verkið er áætl- aður 7–8 milljarðar króna. Í fyrsta áfanga voru 79 íbúðir, í 2. áfanga 97 eins og fyrr sagði og í 3. áfanga 74 íbúðir. Gert er ráð fyrir að 2. áfanga verði lokið eftir tvö ár og verkinu að fullu árið 2010. Einar sagði að gert væri ráð fyrir að sala á íbúðunum hæfist í apríl- mánuði, en forsala á stærstu íbúð- unum hæfist fyrr. Tæplega 100 íbúðir í 2. áfanga 101 Skuggahverfis HEILBRIGÐISSTOFNUN Þing- eyinga sendi nýlega ljósmóður og hjúkrunarfræðing til Afganistans þar sem þær stóðu m.a. fyrir námskeiðum fyrir ljósmæður. Þær höfðu einnig með sér sér- stakar sjúkratöskur sem inni- halda bráðnauðsynlegan búnað vegna fæðinga, sem þær færðu þarlendum heilbrigðisstarfs- mönnum að gjöf. Kostnaður vegna sjúkratasknanna, sem nam 700 þúsund krónum, var greiddur af Zonta-hreyfingunni á Íslandi. Meðfylgjandi mynd var tekin þeg- ar Guðrún Hansdóttir, svæð- isstjóri Zonta á Íslandi, lengst til hægri, afhenti Friðfinni Her- mannssyni, framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunarinnar, féð. Á myndinni eru einnig frá vinstri Afganistanfararnir Eva Laufey Ólafsdóttir ljósmóðir og Erna Óladóttir hjúkrunarfræðingur. Morgunblaðið/ÞÖK Framtak Heilbrigðisstofnun Þingeyinga sendi 35 töskur fyrir ljósmæður til Afganistans með rausnarlegum stuðningi Zonta-hreyfingarinnar. Afhentu töskur í Afganistan SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ, Neyðarlínan og ND á Íslandi, fyr- irtæki sem sérhæfir sig m.a. í þróun GPS-tækni á sviði eftirlits með akst- urslagi, hafa ritað undir viljayfirlýs- ingu um að vinna sameiginlega að því að hérlendis verði unnt að taka upp sjálfvirka hringingu úr bílum í Neyðarlínuna og þróa notkun Saga- hugbúnaðarkerfisins vegna inn- heimtu veggjalda og eftirlits með hvíldarákvæðum í umferðarlögum. Í fréttatilkynningu segir að neyð- arhringingarverkefnið gangi út á að hringt verði sjálfvirkt úr bílum í neyðarlínu ef slys verður og með slíku símtali myndu viðbragðsaðilum samstundis berast upplýsingar um staðsetningu. Gæti það flýtt fyrir réttum viðbrögðum, dregið stórlega úr afleiðingum slysa og jafnvel bjargað mannslífum. Í viljayfirlýsingunni segir að skil- greina skuli hvað gera eigi til að koma á svonefndu E-Call-verkefni hérlendis í samræmi við viljayfirlýs- ingu Evrópusambandsins. Vilja koma á sjálfvirkri neyðar- hringingu UM HELGINA var haldið upp á það að nú eru liðin 100 ár frá því að athafnamaðurinn Jóhannes Reykdal gangsetti aðra virkjun sína í Hamarskotslæknum í Hafn- arfirði, einungis tveimur árum eftir að sú fyrsta var gangsett. Nú er verið að endurbyggja þessa virkjun Jóhannesar og er reiknað með því að virkjunin verði form- lega gangsett í mars eða apríl 2007. Var athöfn haldin í undir- göngunum undir Lækjargötu þar sem stöðvarhús virkjunarinnar verður, og var vatni hleypt á píp- una og sá hluti mannvirkisins vígður formlega. Morgunblaðið/Kristinn Vígsla Lúðvík Geirsson og Jóhannes Reykdal við nýja stokkinn. Vatni hleypt á pípuna GUÐNÝ3 Hrund Karlsdóttir, við- skiptafræðingur í Reykjanesbæ, sest í 4. sæti á lista Samfylking- arinnar í Suður- kjördæmi í stað Ragnheiðar Her- geirsdóttur, bæj- arstjóra í Ár- borg, sem hlaut það sæti í prófkjöri en dró sig út af listanum eftir að hún tók við bæjarstjóraembættinu fyrir um viku. Guðný Hrund er fyrrverandi sveitarstjóri á Raufarhöfn. Hún tók ekki þátt í prófkjöri Samfylk- ingarinnar en er úr Reykjanesbæ og dóttir Karls Steinars Guðna- sonar, sem var alþingismaður Al- þýðuflokksins í Reykjaneskjör- dæmi um margra ára skeið og formaður Verkalýðs- og sjómanna- félags Keflavíkur. Efstu tíu sæti lista Samfylking- arinnar í Suðurkjördæmi vegna al- þingiskosninganna í vor eru þá þannig skipuð: 1. Björgvin G. Sig- urðsson 36 ára alþingismaður, Skarði, Skeiða- og Gnúpverja- hreppi, 2. Lúðvík Bergvinsson 42 ára alþingismaður, Vestmannaeyj- um, 3. Róbert Marshall 35 ára blaðamaður, Reykjavík, 4. Guðný Hrund Karlsdóttir 35 ára við- skiptafræðingur, Reykjanesbæ, 5. Guðrún Erlingsdóttir 44 ára for- maður Verslunarmannafélags Vestmannaeyja, Vestmannaeyjum, 6. Jenný Þórkatla Magnúsdóttir 35 ára þroskaþjálfi, Reykjanesbæ, 7. Árni Rúnar Þorvaldsson 30 ára grunnskólakennari og forseti bæj- arstjórnar, Hornafirði, 8. Torfi Ás- kelsson 47 ára framkvæmdastjóri, Árborg, 9. Guðlaug Finnsdóttir 25 ára leiðbeinandi, Sandgerði, 10. Dagbjört Hannesdóttir 37 ára við- skiptafræðingur, Þorlákshöfn. Guðný Hrund í 4. sæti í stað Ragnheiðar Guðný Hrund Karlsdóttir Fáðu úrslitin send í símann þinn Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.