Morgunblaðið - 11.12.2006, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.12.2006, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 2006 19 LANDIÐ- LAUGAVEGI 15 • Sími 511 1900 Glæsilegt úrval úra og skartgripa Glæsileg kvenúr Borgarnes | Í haust stunduðu 13 nemendur nám á vegum Símenntunarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi sem kallast ,,Aftur í nám.“ Þetta er námstækifæri sem bauðst íbúum á Vesturlandi í fyrsta skipti á haustönn, en námskráin var samin af Mími símenntun og sér Fræðslumiðstöð atvinnulífsins um fram- kvæmd verkefnisins í samstarfi við fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar á landsbyggðinni. Námið er sérstaklega ætlað fullorðnu fólki sem glímir við lestrar og/eða skriftarerf- iðleika og er 95 kennslustundir sem má meta til allt að 7 eininga í framhaldsskóla. Mark- miðin með náminu eru m.a. að nemendur þekki eðli lesblindu samkvæmt aðferðafræði Ron Davis, þeir auki færni sína í lestri, bæti sjálfstraust sitt til náms svo eitthvað sé nefnt. Engin formleg próf voru lögð fyrir nemendur, heldur frammistaðan metin. Kenndar voru 4 námsgreinar, þ.e. íslenska, tölvu- og upplýsingatækni, sjálfstyrking og Davis-þjálfun sem tók 40 kennslustundir og er uppistaðan í þessu námi. Davis-þjálfunin er einstaklingsmiðuð og fékk hver nemandi eina viku með Davis-ráðgjafa. Í lokin var boðið upp á náms- og starfsráðgjöf. „Hvarflaði ekki að mér að ég væri lesblind“ Af þrettán nemendum hafa ellefu útskrif- ast formlega. Einn þeirra er Auður Ásta Þorsteinsdóttir, hárgreiðslunemi í Borgar- nesi. Auður sá auglýsingu á vegum Símennt- unar í haust og varð forvitin. ,,Ég var búin að ákveða að fara í hárgreiðslunám og er komin á samning. Ég fór reyndar á byrj- endanámskeið í tölvum í fyrra en fannst mig vanta eitthvað meira og var óörugg. Það var titillinn ,,Aftur í nám“ sem kveikti í mér, ef þetta hefði heitið ,,Námskeið fyrir lesblinda“ hefði ég ekki farið. Ég taldi mig ekki les- blinda og var ekki greind lesblind í skóla. Auður segist hins vegar vera komin að ann- arri niðurstöðu núna. ,,Ég var alltaf hræði- leg í stafsetningu en hélt bara að það væri ættgengt, ég er hæglæs en af því að ég er læs og les eitthvað á hverjum degi hvarflaði ekki að mér að ég væri lesblind.“ Auður fór á kynningarfund og segir að þegar verið var að tala um lesblinduleiðrétt- ingu, myndlaus orð og ýmis einkenni sem lesblindir hafa, hafi farið að renna á hana tvær grímur. ,,Þá fannst mér þetta eiga við mig og reyndar fullt af fólki í kringum mig. Til dæmis tók ég eina vinkonu mína með í þetta, hún er fluglæs en í hennar tilfelli var það reikningur og stafsetning sem var vandamál.“ Heilmikil naflaskoðun ,,Við byrjuðum á að mæta í fjögur skipti í sjálfstyrkingu, sem við höfðum mjög gaman af. Þarna var spjallað og pælt í hlutum sem flestir vita en allir hafa gott af að rifja upp og muna í mannlegum samskiptum. Við sögðum reynslusögur, hlógum mikið og þetta var alveg frábært.“ Eftir að sjálfstyrk- ingunni lauk tók við lesblindugreiningin. ,,Það er ekki öruggt að þetta henti öllum segir Auður, en í ljós kom að ég gæti nýtt mér þessa leiðréttingu, væri sem sagt les- blind.“ Kom það henni á óvart? ,,Já og nei, þetta var heilmikil naflaskoðun, bara þessi greining, og undir niðri vissi ég það kannski. Ég held að af því að ég var búin að fara í sjálfstyrkingu hafi mér tekist betur að glíma við þetta. Sjokkið sem ég beið eftir kom aldrei, og í rauninni var þetta bara léttir.“ Þá tók við alveg heil vika frá kl. 9 á morgn- ana til 4–5 á daginn. ,,Þá fékk ég einkatíma með Davis-ráðgjafa, þar lærði maður að skynstilla sig til að halda einbeitingu. Við unnum mikið með leir, ég lærði t.d. stafrófið upp á nýtt, aftur á bak og áfram, bæði stóru og litlu stafina. Hingað til hef ég alltaf stuðst við vísuna Abcd þegar ég hef þurft að leita í símaskrá, en nú sé ég stafrófið fyrir mér. Það var mikið unnið með þetta sjónræna minni og þrívíddarhugsun, að færa stafi og orð yfir í þrívíddarhugsun. Við sem erum lesblind hugsum í þrívídd, en ritmál á prenti er í tvívídd.“ Auður segir álagið hafa verið talsvert ,,ég var rosalega dösuð, sérstaklega fyrstu tvo dagana, enda var þetta mikið álag og maður uppgötvaði ýmislegt um sjálfan sig. Eftir þessa viku fengu nemendur kennslu í ís- lensku og tölvum. ,,Það var mjög gott, við fórum í grunn í íslenskri málfræði sem mér fannst skemmtilegt, í stafsetningu, hlustuð- um á texta, og gerðum útdrætti o.fl. Í tölv- um var farið í grunnþekkingu t.d í Word og Excel, og aðeins farið á Netið og í tölvupóst. Sum okkar höfðu aldrei komið nálægt tölv- um, en aðrir voru flinkir og allt þar á milli. Sjálf er ég ekki mikil tölvumanneskja.“ „Hef núna ofurtrú á sjálfri mér“ Í framhaldinu stefnir Auður á Iðnskólann eftir áramót. Hún er búin að vera á samningi síðan í byrjun október og ætlar að keyra á milli Reykjavíkur og Borgarness daglega. ,,Ég er að vona að þetta verið fjórum sinnum í viku, en sennilega verður það daglega. Ég þarf að vera fimm annir í skólanum, því ég fékk mikið af því bóklega metið síðan ég var í fjölbraut á sínum tíma. Aðspurð segist Auður vera vel gift og því sé álagið ekki vandamál á heimilinu. „Synir okkar, sem eru 6 og 9 ára, hafa vanist því að hafa mig heima í hlutverki mömmu og hús- móður, það er auðvitað breyting fyrir þá en þetta gengur allt saman. Ég lærði mikið á námskeiðinu sem nýtist mér til að takast betur á við daglega lífið. Svo hefði ég t.d. aldrei komið í viðtal ef þú hefðir beðið mig fyrr í haust. Í dag hef ég svo mikla ofurtrú á sjálfri mér að ég gæti farið í lögfræði í Há- skólanum.“ Auður bendir ennfremur á hægt sé að fá 7 einingar út úr þessu námi, sem metið er inn í framhaldsskólana. Hún segir ,,Aftur í nám“ vera frábært fyrir alla, ekki endilega fyrir lesblinda heldur einnig þá sem skortir einbeitingu, langar í nám eða eru óöruggir í námi. Aftur í nám á Vesturlandi Ánægð með námið Auður Ásta Þorsteins- dóttir hárgreiðslunemi dyttar að eigin hári Eftir Guðrúnu Völu Elísdóttur gve@ismennt.is Úskriftarhópur Hópurinn sem útskrifaðist á dögunum úr „Aftur í nám“ Stykkishólmur | Nemendur Grunn- skólans í Stykkishólmi og nem- endur Tónlistarskólans takast á við Frelsið þessa dagana, en það er leikrit sem fjallar um vináttu, ein- elti og unglingatísku. Nemendur hafa verið að æfa undanfarnar vik- ur og var leikritið frumsýnt í Fé- lagsheimilinu í Stykkishólmi fyrir skömmu. Leikritið er eftir Flosa Ei- ríksson og Gunnar Sturlu Hervars- son. Leikstjórar eru kennararnir Lárus Ástmar Hannesson og Auður Rafnsdóttir og Martin Markvoll sér um tónlistarstjórn. Lárus Ástmar segir að þetta sé í þriðja sinn sem nemendum í 9. og 10 bekk er boðið upp á leiklist sem valáfanga en hverjum áfanga lýkur með leiksýningu. Í þetta sinn gekk það upp að hafa undirleikinn flutt- an af níu manna hljómsveit sem er skipuð nemendum tónlistarskólans. „Það hefur verið gaman að sjá þá jákvæðu þróun á unglingunum sem verður hjá þeim að takast á við svona krefjandi verkefni. Sjálfs- myndin verður sterkari og feimnin minnkar stórum og þá er markmið- inu náð,“ segir Lárus Ástmar. Lárus Ástmar er mjög ánægður með árangur nemendanna. „Þeir stóðu sig með mikilli prýði. Mikil samstaða myndaðist innan hópsins og jákvætt andrúmsloft sveif yfir vötnum,“ segir Lárus Ástmar. „Við teljum að verkefni af þessu tagi efli ekki einungis þá nemendur sem taka beinan þátt heldur allt skóla- umhverfið. Til gamans má geta þess að hver og einn nemandi 10. bekkjar tók þátt í leikritinu með einum eða öðr- um hætti. Leikendur eru 24 og hljómsveitin er skipuð 10 hljóð- færaleikurum. Frelsið er viðamikil sýning og þátttakendur skila sínum hlutverkum með sóma. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Fjölmenn sýning Nemendur í Stykkishólmi takast þessa dagana á við leikverkið Frelsið. Frelsið á fjalirnar í Stykkis- hólmi Þórshöfn | Á heilsugæslustöðinni á Þórshöfn hefur tannlæknir aðstöðu en frá Húsavík kemur tannlæknir reglulega og nýta íbúarnir sér þjón- ustu hans. Tannlæknatækin og til- heyrandi búnaður voru komin til ára sinna og brýn þörf á endurnýj- un. Það er nú orðið að veruleika og nýr búnaður er kominn á tann- læknastofuna en Heilbrigðisstofn- unin á sér ýmsa velunnara sem koma að málefnum sem þessum, einkum hefur Styrktarfélag Heil- brigðisstofnunar Þingeyinga látið þar til sín taka. Í byrjun desember voru nýju tækin formlega afhent og í tilefni af því var íbúum við Þistilfjörð boðið að koma og skoða endurbætta tann- læknaaðstöðu á heilsugæslustöð- inni. Styrktarfélag Heilbrigðisstofnun- ar Þingeyinga, sem er einn af gef- endum tækjanna, var með kynn- ingu á félaginu en starfssvið þess stækkaði töluvert þegar heilsu- gæslustöðvarnar á Þórshöfn, Rauf- arhöfn og Kópaskeri sameinuðust stofnuninni á Húsavík undir nafn- inu Heilbrigðisstofnun Þingeyinga og nýir félagar eru kærkomnir, að sögn formanns. Boðið var upp á léttar veitingar og Stefán Haraldsson tannlæknir lýsti tækjabúnaðinum í stuttu máli en vinnuaðstaða hans gjörbreytist með tilkomu hans. Góð tannlæknaþjónusta er hluti af almennri heilbrigðisþjónustu í hverju byggðarlagi og þessir þættir hafa töluverð áhrif á búsetuskilyrði fólk svo þessar endurbætur eru vissulega kærkomin viðbót við þjón- ustuna. Góð gjöf á Heil- brigðisstofnunina Morgunblaðið/Líney Góð gjöf Nýi búnaðurinn á heilsugæslustöð Þórshafnar Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.