Morgunblaðið - 11.12.2006, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.12.2006, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 2006 39 menning Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is ÞAÐ hefur mikið gerst á sviði raf- tónlistar og óhljóðalistar á Íslandi á undanförnum árum. Hljóðlistahóp- urinn Stilluppsteypa hefur þar ver- ið í broddi fylkingar og ýmsir aðrir hljóðlistamenn hafa sömuleiðis ver- ið mjög áberandi og mætti þar nefna Curver Thoroddsen, Jóhann Jóhannsson og DJ Musician. Ný- verið komu út þrír hljómdiskar sem heyra undir þessa senu með ís- lenskum og erlendum flytjendum. Þetta eru diskarnir Angel & Hildur Gudnadottir in Transmediale sem er samstarfsverkefni Hildar Guðna- dóttur, Dirks Dresselhaus og Ilpos Väisänens, Demon Jukebox með hljómsveitinni Evil Madness og The Sleeping Moustache með Sig- tryggi Berg Sigmarssyni, Steven Stapleton og fleirum. Umbreyttar sellóstrokur Raftónlistarmaðurinn þýski Dirk Dresselhaus, einnig þekktur sem Schneider TM, og sellóleikarinn Hildur Guðnadóttir hafa á und- anförnum árum leitt saman hesta sína í nokkrum verkefnum. Í fyrra gerðu þau hljómdiskinn Good So- und sem inniheldur þrjú tónverk byggð á sellóstrokum og slætti, þungum rafhljóðum og allsherjar hljóðnið. Á hljómdiskinum in Transmediate eru Hildur og Dres- selhaus komin saman enn á ný og að þessu sinni njóta þau aðstoðar Ilpos Väisänens frá Finnlandi en hann skipar annan helminginn í dú- ettinum Pan Sonic. Upptökurnar á diskinum eru frá tónleikum þríeyk- isins sem fóru fram árið 2004 í berlínska klúbbnum Transmediale. Þarna flytja þau frumsamin verk af svipuðum meiði og þau sem Good Sound inniheldur. Hildur strýkur úr sellóstrengjunum margs konar hljóð en Dresselhaus og Väisänen leiða þau inn í tækjahrúgald þar sem þeir teygja hljóðin og beygja. Dresselhaus og Väisänen eru engir aukvisar í raftónlistarsenunni en þeir eru að margra mati á meðal áhrifamestu raftónlistarmanna í Evrópu og þótt víðar væri leitað. Djöfullegar drunur Sigtryggur Berg Sigmarsson er einn af meðlimum Stilluppsteypu en líkt og aðrir í hljóðlistarsenunni hefur Sigtryggur nokkur járn í eld- inum. Á plötunni Sleeping Mous- tache er hann í slagtogi við Jim Haynes, R.K. Faulhaber, M.S. Waldron og Steve Stapleton. Þessi kvintett framkallar djöffullegar drunur með alls konar ólíkum hljóðum í bland. Steve Stapleton er eitt af stærri nöfnum hljóðlist- arsenunnar en hann er einna þekktastur fyrir að starfrækja hljómsveitina Nurse With Wound sem var ein fyrsta hljómsveitin sem gaf út óhljóðalist. Og enn af djöfullegum drunum. Það er óhætt að kalla hljómsveitina Evil Madness „súpergrúppu“ ís- lenskrar hljóðlistar en hana skipar bróðurpartur starfandi íslenskra hljóðlistamanna. Sveitin var stofnuð af Stilluppsteypu en þeir fengu svo til liðs við sig Jóhann Jóhannsson, BJ Nilsen, DJ Musician, Curver Thoroddsen og Pétur Eyvindsson. Sveitin er undir miklum áhrifum af hryllingsmyndatónlist og leynir það sér ekki á frumburðinum Demon Jukebox. Þarna er mikið notast við orgel og hljóðgervla sem hoppa á milli djöfullegra stefja innan um myrkar drunurnar. Lítil en sterk sena Curver Thoroddsen, hljóð- listamaður og meðlimur Evil Mad- ness, segir að þrátt fyrir að áhug- inn á hljóðlistarsenunni hér heima sé ekki gríðarlega mikill þá sé ís- lensk hljóðlist án nokkurs vafa á heimsmælikvarða. „Hún er vel sambærileg því sem er að gerast erlendis,“ segir Cur- ver, „Hljóðlistamenn hér eru held- ur ekkert endilega að einbeita sér að íslenskum markaði. Auðvitað er spilað heima en flestir af þessum listamönnum spila mikið úti. Jó- hann Jóhannsson er t.d. búinn að fara út um allt, eins Stilluppsteypa og DJ Musician.“ Þó að hljóðlistasenan hér sé ekki stór virðist hún vera nokkuð sterk og hefur á undanförnum árum ver- ið að færast meir upp á yfirborðið. Hljómdiskarnir sem hér voru nefndir eru gott dæmi um þá þró- un. Af hljóðlistum Morgunblaðið/Ásdís Engill Hildur Guðnadóttir spilar á selló á Angel & Hildur Gudnadottir in Transmediale sem tekinn var upp á klúbbi í Berlín árið 2004. Morgunblaðið/Billi Virkur Sigtryggur Berg Sigmarsson, liðsmaður Stillusteypu, spilar meðal annars ásamt Steve Stapelton á plötunni The Sleeping Moustache. Þó að hljóðlistasenan hér sé ekki stór virðist hún nokkuð sterk og hefur á undanförnum árum verið að færast meir upp á yfirborðið DANSVERKIÐ Ice „oh“ lation er samið út frá upplifun danshöfundar af því að vera gestur á Íslandi. Andr- eas Constantinou er Kýpurbúi sem hefur búið í Lundúnum um árabil en dvelur nú hérlendis. Verkið skír- skotar til upplifunar hans á fámenn- inu hér á landi og þeirri einangrun sem oft fylgir búsetu á nýjum slóð- um, framandi honum. Dansverkið var sýnt á sviði í nýjum og glæsi- legum húsakynnum Klassíska list- dansskólans við Grensásveg. Dans- arinn Guðrún Óskarsdóttir lá líflaus en uppstillt á gólfi sviðsins og tveir skjáir römmuðu inn dýpt sviðsins ásamt síma og hvítum ferhyrndum kassa. Verkið hófst á því að dans- arinn lyfti sér löturhægt frá gólfinu og fikraði sig áfram í átt að kass- anum. Hreyfingar hennar lýstu ótta- blandinni virðingu. Hún faldi sig undir kassanum sem huldi hana að hluta. Síminn hringdi og þögult óp sást á andliti hennar. Útlitið eða formið á hreyfingunum var einfalt og tært og tókst Gurúnu Ósk- arsdóttur að koma hugmyndum höf- undar fagmannlega til skila. Dans- inn og leikurinn ásamt kassanum sem miðpunkti og símanum sem út- gangspunkti mynduðu augljósa tog- streitu sambands og sambandsleys- is. Það var góð stígandi í verkinu, sem var hæfilega langt, stílfært og fágað. Svið Klassíska listdansskól- ans rammaði inn verkið en sviðið á eflaust eftir að hýsa ófá dansverk framtíðarinnar. Það var þakklátt að sjá þetta unga atvinnufólk kynna list sína af fagmennsku. Þau mega una glöð við árangur erfiðisins. Fágun og fagmennska DANS Klassíski listdansskólinn Eftir Andreas Constantinou. Danslist: Guðrún Óskarsdóttir. Tónlist: Wajid Ya- seen, 2nd Gen, Sample from Bruce Nau- mens Raw Materials, Sample from Tetra- lógía. Vídeóverk: Andreas Constantinou. Dansarar í vídeóverkinu: Andreas Con- stantinou, Alice Tatge. Sviðsmynd: Gian- luce Vincentini. Búningar og lýsing: Andreas Constantinou. Laugardagur 9. desember. Ice „oh“ lation Lilja Ívarsdóttir Morgunblaðið/Ásdís Dansari „Útlitið eða formið á hreyfingunum var einfalt og tært og tókst Gurúnu að koma hugmyndum höfundar fagmannlega til skila.“ ROKKSVEITIN Noise hefur nú verið starfandi um allnokkra hríð en Wicked er önnur plata hennar. Það er orðið löngu ljóst að markmið Noise er ekki að finna upp hjólið, heldur frekar að rokka eins duglega og hægt er. Í þeim tilganginum not- ast meðlimir við tónheim gamla góða gruggsins, sem er auðvitað kjörinn fyrir slíka starfsemi. Lögin því ein- falt þriggja gripa rokk, söngurinn hálfsunginn og hálföskraður og allt byggt á grúvi og keyrslu. Að hlusta á Wicked er svona eins og að hlusta á Bleach með Nirvana. Þetta er hrátt og hart grugg í þeim anda sem umlék stefnuna áður en hún varð almenningseign (og í beinu framhaldi af því útvötnuð). Dálæti Noise á téðri sveit fer heldur ekki framhjá manni en sveitin er þó ekki jafn rígbundinn á klafa hennar og á fyrstu plötu sinni, Pretty Ugly, sem út kom 2003. Wicked er þannig nokkur framför frá því verki, menn eru klárlega að leitast við að pota ein- hverju sem kalla mætti frumlegu í lagasmíð- arnar. Fyrri platan minnti nefnilega pínlega mikið á Nirvana en ekkert slíkt er að finna hér. Opnunarlag plötunnar, „Ride the Wave“, er þannig í fremur „hefð- bundnum“ harðrokksstíl; trukkandi bílskúrsrokk sem erfitt er að pinna á einhvern einn áhrifavald. Næsta lag, „Out of line“, dragnast áfram, er borið uppi af surgandi og bjöguðum gíturum. Kaflaskiptingar svolítið sérstakar og söngpælingar skemmtilegar. Sum lögin eru nokk minimalísk, þar sem er keyrt á sama stefinu aftur og aftur þar til það er komið í lykkju. Þetta er áhrifaríkt þegar vel tekst til (sjá t.d. „Fat- head“). Þá verður að geta lagsins „Hit & Run“, grípandi keyrslurokk- ari þar sem engin grið eru gefin. Einar, sem er hörku gítarleikari, læðir svo innblásnum gítarsólóum inn í lögin við og við. Gítarhljóm- urinn á plötunni hæfir þá afstöðunni, er rifinn og skítugur. Í sumum lögunum keyrir ófrum- leikinn fram úr hófi en á heildina lit- ið tekst Noise prýðilega upp í því sem lagt er upp með, að spila „bara“ rokk og ról. Hart og hrátt TÓNLIST Geisladiskur Noise skipa þeir Einar Vilberg (gítar, söngur, píanó), Stefán Vilberg (bassi) og Hörður Steinbergsson (trommur). Öll lög eru eftir Einar utan að Stefán og Hörður eiga hvor sitt lagið. Ragnar Zolberg og Noise stýrðu upptökum. Noise gefa sjálf- ir út. Noise – Wicked  Arnar Eggert Thoroddsen LAUGAVEGI 15 • Sími 511 1900 Glæsilegt úrval úra og skartgripa Flott

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.