Morgunblaðið - 11.12.2006, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.12.2006, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 2006 25 Hinn 8. apríl 2002 samþykktu 44þingmenn á Alþingi Íslendinafrumvarp um virkjun Jökulsárá Brú og Jökulsár í Fljótsdal og þar með gerð Kárahnjúkastíflu, stærstu framkvæmdar Íslandssögunnar til þessa. Með þessari ákvörðun var brotið blað í atvinnusögu Íslands. Landsins kostir, flúðir og föll, nánast náttúran öll var sett í sölumeðferð. Fyrir til- verknað hins opinbera skyldi Ísland verða iðnvætt og breytt í risavaxið efna- brennsuhelvíti á tiltölulega skömmum tíma. Í boði voru umtalsverð forréttindi, orka á gjafvirði, skattafríðindi, af- slættir af opinberum gjöld- um og tollum. Aðalafurðin var ál en aukaafurðir ýmiss konar brennisteins- og kol- efnissambönd, sem íslenzka þjóðin fengi til að anda ofan í sig í kaupbæti. Eins og síðar hefur komið á daginn þarf alla helztu fossa landsins allt frá Ófeigsfirði á Ströndum til Fjarðarár í Seyðisfirði sem og öll háhitasvæði eld- virka beltisins til að mætt verð þeirri þörf, sem leyst var úr læðingi með þessari hrikalegu samþykkt. Fæstir þeirra þingmanna, sem að samþykkt Kára- hnjúkavirkjunar stóðu, höfðu kynnt sér vettvang með við- hlítandi hætti og höfðu þar af leiðandi takmarkaða hugmynd um hvað var verið að samþykkja. Þeir lutu hins vega flokksaga og hlýddu fyr- irmælum að ofan. Nokkrir fóru þó og skoðuðu svæðið skömmu áður en drekkja átti landinu svona eins og til að kveðja það í kurteisisskyni. Það verður að telja lofsvert framtak en á skökkum tíma. Enda skipti enginn þeirra um skoðun. Því miður er of lítið gert af því á Íslandi. Þau eru nokkuð marktækt merki um þann blekkingarvef, sem ofinn hefur ver- ið um þessa ákvörðun af stjórnvöldum, stjórnmálamönnum, orkupostulum og ál- greifum, orð sendiherra Íslands í París í viðtali við franskt útivistarblað um að það væri bara eyðimörk, sem færi undir vatn við Kárahnjúkavirkjun. Það er erfitt að skilja þær hvatir sem liggja til þess að opinberir embættismenn láta hafa eftir sér ósannindi af þessu tagi. Kannski vissi hann ekki betur. Hann var einn þeirra, sem stóð að samþykkt Kárahnjúkavirkj- unar á Alþingi. Hann er vel kunnur fagurgalinn um hina endurnýjanlegu orku, sem engu að síður er að setja Ísland í fremstu röð meðal mengandi þjóða; nálgast nú að- alskaðvaldinn, Bandaríki Norður- Ameríku. Svo er skýrslum sem flytja varnaðarorð óhentug málstað stóriðj- unnar stungið undir stól. Pukrast er með verð á orku og er það eitt ljóst að hún er seld á gjafverði því náttúran er einskis virði í útreikningunum. Úr öðrum skýrslum eru aðeins notaðir kaflar, sem henta réttum málstað. Svo eru haldnir konsertar í aflstöðvum, skólum boðið fræðsluefni um þá sömu iðju, kvikmyndir gerðar um blásnar auðnir og sandbylji allt á kostnað hagsmunaaðila á þessu sviði til að fegra falska ímynd. Hvernig skyldi íbúum Búðareyrar í Reyðarfirði líða, þegar jafngildi útblástursins úr öll- um einkabílum þjóðarinnar leggst yfir þorpið þeirra? Stundum liggur við að maður skammist sín fyrir að vera Íslend- ingur. Vandalaust er að sýna fram á, að Ís- land er ekki aflögufært um þá orku, er þarf til að knýja þau brennsluvíti, sem þegar eru á borðinu, jafnvel þótt farið sé inn á tugi ósnortinna svæða með nafra, skóflur, ýtur og önnur vígtól í því skyni að útandskota óspilltri náttúrunni, mestu auðlind þessa lands. Afleiðing slíkrar háttsemi blasir nú við á Hellisheiðinni, í nágrenni Reykjavíkur. Fyrir tilverknað græðginnar er heiðin ónýt og það rauna- lega er, að það hefði verið vandalaust að ganga miklu betur frá öllum mann- virkjum en gert var. Skömm hönnuða þeirra mun uppi á meðan land byggist fyrir vikið. Hvar eru þau yfirvöld þessa lands, sem gefa eiga gaum að verndun landslags og umhverfis og hvernig má það vera að Ísland eitt Norðurlanda hef- ur hvorki undirritað né fullgilt Evrópska landslagssáttmálann? Hvenær skyldu umhverfisráðherrar fara að standa vörð um umhverfið og náttúruna í stað þess að leita leiða til að komast hjá því, affriða friðlönd og þóknast framkvæmdavaldinu í óþarfri framkvæmdaáráttu þess? Þeir hugsa kannski eins og Húsvíking- urinn, sem fullyrti að áformuð háspennu- lína frá Þeistareykjum að brennsluvíti á Bakka sæist ekki nema horft væri á hana. Það er margt líkt með stóriðjufíkn og eitur- lyfjafíkn. Það er byrjað í litlum mæli til að koma fólki á bragðið, en smátt og smátt þarf að auka skammtinn. Endalokin eru hörmuleg í báðum tilvikum, nema því aðeins að snúið sé af rangri braut áður en það er of seint. Sölumenn dauð- ans svífast einskis við sína iðju, mála áhrifin í rósrauð- um litum en eru skeyt- ingalausir um afleiðing- arnar. Skjóttekinn hagnað þarf að endurgreiða með vöxtum og vaxtavöxtum, sé litið til lengri tíma. Of- þensla efnahagskerfisins, háir vextir og hátt gengi er afleiðing stóriðjustefnunnar og ruðningsáhrifin sömu- leiðis. Hefðbundnar at- vinnugreinar standast ekki stóriðjunni snúning, leggja upp laupana eða flytja af landi brott. Mikið hefur verið úr því gert, ákvörð- unin um Kárahnjúkastíflu og álver í Reyðarfirði hafi verið lýðræðislega tekin af til þess bærum aðilum. Höfundi þessa pistils kemur þetta ekki þannig fyrir sjónir. Ákvörðunin er tekin af flokks- formönnum stjórnarflokkanna, sem beygðu þingheim til hlýðni undir vald sitt og jafnvel nokkra stjórnarandstöðuþing- menn að auki. Nú er annar þessara for- ystumanna á förum af landi brott, flokk- ur hans rúinn trausti og fylgi við hann í sögulegu lágmarki. Hinn stendur fyrir reglulegum vaxtahækkunum á fólkið í landinu; afleiðingu óþarfrar og skað- samlegrar atvinnustefnu, sem hann beitti sér fyrir. Á dögunum varð fyrrverandi og tilvon- andi þingmanni fótaskortur á tungunni, er hann talaði um tæknileg mistök sín og þótti gera lítið úr sínum yfirsjónum. Hið rétta er, að viðkomandi hefur axlað ábyrgð, iðrast opinberalega fyrri yfir- sjóna og setið í steininum fyrir vikið. Varla er hægt að fara fram á meira. Það vakti hins vegar minni athygli í aðdraganda prófkjörs sjálfstæðismanna, er nokkrir núverandi og tilvonandi þing- menn voru spurðir um afstöðu sína með- al annars til stóriðju og innrásar í Írak. Allir voru fylgjandi nýtingu orkuauðlinda fyrir álver, einhverjir töldu þó að það yrði að vera í sátt við umhverfið og trúi hver sem vill, að hugur fylgi máli. Eng- inn þessara aðila taldi aðild Íslands að innrásinni í Írak vera mistök. Enginn hefur enn axlað neina ábyrgð á mistök- um sínum, hvað þá setið í steininum og enginn hefur iðrast enn sem komið er nema kannski í hjarta sínu. Það er tæp- ast nóg til að ljá þeim atkvæði sitt í kosningum og vandalaust að leiða rök að því að mistök þeirra kunni að vera mun stórfelldari en þingmannsefnisins úr Eyj- um. Á Alþingi Íslendinga þarf að koma fram ný hugsun, nýtt gildismat, nýtt réttlæti, nýr heiðarleiki og nýtt lýðræði. Fjöregg þjóðarinnar, sjálf fósturjörðin, getur ekki verið gjaldmiðill í valdatafli einstakra flokksforingja. Hún á það ekki skilið og það getur aldrei orðið sátt með- al þjóðarinnar um að fósturjörðin sé van- virt. Það er eitt að taka rangar ákvarðanir. Menn þurfa líka að geta fallið frá stuðn- ingi við þær. Megi ferskur andblær fylgja nýkjörnu Alþingi og nýkjörinn þingheimur með nýjar áherzlur bera gæfu til nýrra ákvarðana í umhverfis- málum í sátt við fólkið í landinu. Að eyðileggja Ísland Eftir Sverri Ólafsson Sverrir Ólafsson » Fjöreggþjóðarinnar, sjálf fósturjörð- in, getur ekki verið gjaldmiðill í valdatafli ein- stakra flokks- foringja. Höfundur er viðskiptafræðingur og fyrrver- andi sjálfstæðismaður. í bæ“ halda þjónustustiginu uppi þegar ríkiskerfin lokast eða lamast. Við þurfum alvörutryggingar En fólk þorir ekki lengur að treysta sjúkratryggingunni sem fyrrum. TR býður aðeins upp á eina tegund sjúkra- trygginga sem er óskilgreind. Því er ekki hægt að kaupa sér viðbót við hana. Þörfin fyrir skiljanlegar alvöru- tryggingar birtist m.a. í því að tugþús- undir Íslendinga hafa keypt sér von um viðbótaröryggi fyrir stórfé á ári með líf- og sjúkdómatryggingum sem nú blómgast. Þær tryggja þó aðeins suma og fyrir fáeinum tilgreindum sjúkdómum. Þau miklu fjárútlát styrkja í engu hina sísveltu almennu heilbrigðisþjónustu. Íslensk leið Ríkið sinnir flestum verkum betur en rekstri heilbrigðiþjónustu í smáat- riðum. Vegagerðin er löngu hætt að moka, ræður verktaka í það. End- urreisn alvörusjúkratrygginga hlýtur að vera hin íslenska leið út úr ómynd- arskap og skipulagðri vanþjónustu rík- isins. Án trygginga er t.d. umræða um ný sjúkrahús utan vega. Hver vill nýj- an sveltan ríkisspítala? Sjúkrahús eiga að geta unnið fyrir sér sjálf en til þess þarf tryggða neytendur. Þannig gætu heilbrigðisstofnanir verið sjálfbjarga og þjónað sjálfstæðu fólki sem býr við öryggi trygginga. Skilgreining forgangsmál Augljóst en mikilvægt fyrsta skref í þessa átt væri að löggjafarþingið skil- greindi til fulls hvað felst í hinni lög- boðnu almennu sjúkratryggingu svo að fólk viti fyrir hvað það greiðir með sköttum sínum. Sú skilgreining ein og út af fyrir sig myndi opna leiðir fyrir fólk að tryggja sig betur. Það myndi opna fyrir aðkomu trygginga frá að- ilum öðrum en ríkinu. Aðilum sem vildu bjóða upp á góðar sjúkratrygg- ingar er gætu stuðlað að frjálsari og öflugri heilbrigðisþjónustu. Þannig gæti ríkið smám saman farið í frí. inbers fjár og með þá farið sem slíka. Þeim er skammtað. Ríkisrekið heil- brigðiskerfi er hagstjórnartæki oft not- að til skömmtunar og kúgunar. Með því úrelta verkfæri reyna stjórnvöld að hindra að ríkisútgjöld fari um of í heil- brigðis- og tryggingamál (nú yfir 40%) en halda uppi ímynd umhyggju með gjálfri um ,,mildi, velferð og besta heil- brigðiskerfi í heimi“. Vansæmaandi þjónusta Heilbrigðisþjónustan er langt fyrir neðan það að sæma okkur. Dæmi 1) Stjórnmálamenn fá fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu en almennir sjúklingar liggja oft á spítalagöngum eða hírast á biðlistum. Dæmi 2) Meira en ársbið eftir að- stoð við skólabörn með geðrænar trufl- anir nálgast að geta kallast barna- og fjölskyldumisþyrmingar á landsvísu. Og því fremur þegar færustu barnasál- fræðingar fá ekki að starfa með greiðsluþátttöku trygginganna. Dæmi 3) Roskinn maður með ban- væna sjúkdóma sem býr einn, mjög hjúkrunarþurfi fær ítrekað svar á þeim eina spítala sem hann hefur aðgang að ,,ekkert pláss fyrir hann hér“. Fer aft- ur heim í sjúkrabíl. Siðleysi eða aum- ingjaskapur? Já. En slík orð tapa inni- haldi þar sem ríkisrekstur á endalaus- ar afsakanir, hvað þá þegar einokunin er algjör. Ekkert val. Skattakvittanir heillar starfsævi tryggja þessum manni ekkert, aðeins biðlistann, líklega lengri en ævi hans mun ná. Sjúkratryggingar eru enn til En sjúkratryggingarnar eru ennþá til fjármagnaðar ósýnilega með skött- um okkar. Og þótt þær séu illa hann- aðar, síbreytilegar, búi við fjárlagas- kömmtunina sem oft dugir ekki út árið og séu óskiljanlegar greindasta fólki eru þær samt helsta forsenda þess val- frelsis sem við þó höfum. Þær eru ein af undirstöðum vaxandi sjálfstæðrar þjónustu sem við eigum utan ríkiskerf- isins. Þær auðvelda fólki aðgang að ágætri sérfræðiþjónustu utan spítala. Valfrelsið ræktar gæðin. Það aðgengi er sérstakt fyrir Ísland. ,,Stofurnar úti leitað læknis hvenær t hvílíkt öryggi þessar , meira en nú. Sam- og legugjöld sjúkra- og 1944 sagði í stjórn- r ríkisstjórnar undir ors ,,ákveðið að komið ri svo fullkomnu kerfi a, sem nái til allrar illits til stétta eða nd verði á þessu sviði grannaþjóðanna.“ For- sflokksins sá vel að álfstæðismál. Allir r komu að þessum báru ábyrgð á trygg- iddu þriðjung sjúkra- . Sveitarfélagið sem iddi annan þriðjung, Fólk greiddi það gjalda og fann að það g. Eftir að iðgjöldin kattheimtuna um 1970, r að líta á þetta sem gingahugtakið óskýrð- ks einnig. Í staðinn ð ríkið borgaði og enn eitarfélög drógu sig í gin voru lögð niður á Tryggingastofnun tók hlutverk þeirra. gjendur slendingum með and- natrú á innfluttan ð glutra þessu íslenska nutengdum trygg- kisrekstur. Sá sem áð- og rétt fór að líta á n þiggjanda. Sjúkling- ið þiggjendur op- ónustu úsundir Ís- a hafa keypt viðbótarör- tórfé á ári júkdóma- m sem nú Höfundur er læknir. m.a. á reglulegum fundum þar sem far- ið er yfir röntgenmyndir þeirra er þurfa á meðferð að halda auk þess sem konur eru sendar í völdum tilfellum á röntgendeild Leitarstöðvar til merk- ingar á brjóstum fyrir aðgerð (105 kon- ur á árinu 2005) og teknar röntgen- myndir af skurðsýnum (24 konur á árinu 2005). Flutningar brjósta- krabbameinsleitar Umræða um að nauðsynlegt sé að endurskipuleggja þjónustu við konur með brjóstakrabbamein að breskri fyr- irmynd kemur starfsliði Leitarstöðvar spánskt fyrir sjónir. Sérstaklega þykir undarlegt þegar rætt er um að flytja alla hópleit brjóstakrabbameina yfir á slíka þjónustumiðstöð. Slíkt hefði í för með sér flutning á um 13.300 konum sem mæta til brjóstaskoðana á Leitar- stöð (69% brjóstaskoðana) eða eru endurinnkallaðar af landsbyggðinni (4% brjóstaskoðana), yfir á LSH í stað þeirra 300 sem nú er vísað á brjósta- móttöku LSH. Spurning vaknar um skynsemi slíkrar tillögu sem jafngildir ákvörðun um að færa alla mæðravernd (um 4.000 konur á ári) frá heilsugæslu- stöðvum í Reykjavík og næsta ná- grenni yfir til LSH í stað þess að tak- marka hópinn við þær konur sem teljast áhættukonur á meðgöngu (um 400 konur). Lokaorð Aðskilnaður legháls- og brjósta- krabbameinsleitar leiðir til kostnaðar- auka sem hlýtur að vera umhugsunar- efni fyrir hið opinbera á tímum sívaxandi kostnaðar heilbrigðiskerfis- ins. Núverandi skipulag leitar hefur reynst vel og er því rétt að fram- kvæmdastjórn LSH gaumgæfi alla þætti málsins áður en hún hvetur ráðu- neyti heilbrigðismála til breytinga sem gagnast fáum og geta haft ófyrirséðar afleiðingar varðandi þann árangur sem þegar hefur áunnist. Ályktað var að slíkt fyrirkomulag myndi leiða til lægri kostnaðar fyrir hið opinbera og væri til hagræðis fyrir heilsugæslustöðvar á landsbyggðinni sem framkvæma um 23% leghálsskoð- ana og 32% brjóstaskoðana. Þessi sam- keyrsla hefur til þessa reynst vel en konum er vissulega frjálst að leita til sérfræðinga eftir leghálsskoðun en þurfa þá að greiða gjald til sérfræðings í stað hópskoðunargjalds. Konur með einkenni frá brjóstum Fram að þeim tíma að Leitarstöð bauð upp á sérstaka þjónustu við konur með brjóstavandamál á árinu 1973 var slík þjónusta lítt skipulögð hér á landi. Á árinu 1988 var stofnuð sérstök mót- taka fyrir þessar konur þar sem þeim er boðið upp á brjóstaskoðun sem gerð er af sérfræðingum í skurðlækningum og kvensjúkdómum, auk ómskoðunar og brjóstaröntgenmyndatöku sem framkvæmdar eru af sérfræðingum á röntgendeild Leitarstöðvar. Eftir þess- ar læknisskoðanir og rannsóknir er tekin ákvörðun um hvort ástæða er til brjóstaástungu með fínnál eða grófnál áður en tekin er afstaða hvort vísa beri konunni til brjóstamóttöku á krabba- meinslækningadeild LSH. Ætla má að um 12% af brjóstaskoðunum kvenna á aldrinum 40–69 sé vegna einkenna frá brjóstum (um 2.300 af 19.000 konum á árinu 2005). Samstarf við LSH Um 1,6% kvenna (um 300 konur) sem skoðaðar eru á vegum Leitar- stöðvar í hópleit eða vegna einkenna frá brjóstum var vísað til brjóstamót- töku á LSH á árinu 2005 en af þeim greindust um 58% (177 konur) með krabbamein. Samstarf við lækna LSH hefur verið með ágætum og byggist r einnig á því að reglu- tar var lélegri en áður bæta þurfti eftirlit með greindust með af- trok utan Leitar- öður leiddu til gjör- uvæddu boðunar- og tarstöðvar með þeim tíðni leghálskrabba- g hefur aldrei verið arstöð hefur stöðugt t og tók nú í desember annað tölvukerfi sem r til boðunar, eftirlits na legháls- og brjósta- ar. Jafnframt hefur með að þetta kerfi irhugaða ristilkrabba- er til umræðu hér á gháls- ana eitarstarfsins var allt mestu greidd af KÍ og kvennanna sjálfra. Í i til að hið opinbera 8 samning við KÍ um rstarfsins kom fram æri að samkeyra þessar æðis fyrir konurnar. rjóstakrabba- meinsleit ndi skipulag efur reynst vel étt að fram- jórn LSH alla þætti máls- hún hvetur heilbrigðismála ga … Höfundur er doktor í krabbameinslækn- ingum og lýðheilsu og er sviðsstjóri leit- arsviðs Krabbameinsfélagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.