Morgunblaðið - 16.12.2006, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 16.12.2006, Qupperneq 28
|laugardagur|16. 12. 2006| mbl.is daglegtlíf Kolbrún Birna Árdal hefur kom- ið sér vel fyrir í Seljahverfinu en húsið byggðu foreldrar hennar fyrir 26 árum. » 36 lifun Laufabrauðið var ekki fátækra- brauð þegar það sást fyrst á borðum Íslendinga segir Elsa E. Guðjónsson. » 36 matur Verslanir eru sneisafullar af fal- legum jólafötum á börnin þessa dagana. Daglegt líf fékk nokkra hressa krakka til að máta. » 34 tíska Sýningin á silfurmunum sem nú stendur yfir í Ráðhúsi Reykja- víkur þessa dagana er haldin til styrktar Ljósinu. » 31 hönnun Það er fátt jólalegra en ilmur af nýbökuðum piparkökum. Heiða Björg Hilmisdóttir gefur góða uppskrift að slíkum kökum. » 32 aðventan Þegar Brynja Ólafsdóttirdebúteraði í Salnum á dög-unum klæddist hún forlátaupphlut. Það væri kannski ekki í frásögur færandi ef upphlut- urinn hefði ekki verið saumaður á ömmu hennar Ásgerði fyrir rúmlega hálfri öld þegar hún var fimm ára. „Það var mjög gaman að fara í fyrsta skipti í þennan kjól,“ segir Brynja og undirstrikar að hún hafi aldrei farið í fínni flík. „Finndu bara hvað þetta er mjúkt,“ segir hún og strýkur yfir pilsið undir svuntunni. „Þetta er ekta silki.“ Brynja, sem er sex ára, var hálf- gerður senuþjófur á fjölskyldu- tónleikum sem pabbi hennar, Ólafur Kjartan Sigurðarson, stjórnaði í Salnum síðastliðinn sunnudag, þar sem hún söng einsöng. „Það var mjög skemmtilegt og fólkið hlustaði mjög vel,“ segir hún kotroskin. „Svo var þarna heill Kársneskór.“ Fimm kynslóðir innan sömu fjöl- skyldu tróðu upp á tónleikunum eins og frægt er orðið en hins vegar vita færri að hinn forláta þjóðbúningur sem Brynja klæddist við tilefnið er yfir hálfrar aldar gamall. „Mamma mín, Filippía Jónsdóttir, saumaði þennan upphlut fyrir mig þegar ég var fimm ára,“ segir Ás- gerður Ólafsdóttir, amma Brynju. „Ég man vel eftir mér í honum og að mér fannst ég alveg rosalega fín. Það var dálítið algengt á þessum tíma að stelpur eignuðust upphlut og sennilega hefur mömmu bara langað að hafa stelpuna sína dálítið fína.“ Bað stundum um búðarföt Ásgerður óx fljótlega upp úr bún- ingnum eins og gengur. „Ég geymdi hann því ég ætlaði alltaf að eignast stelpu sem myndi passa í hann. En ég var svo hepp- in að eignast tvær ömmu- stelpur í staðinn. Ásgerð- ur systir Brynju notaði hann fyrir nokkrum árum og núna passar Brynja í hann.“ Borðinn á húfunni er það eina sem hefur verið endurnýjað í gegnum tíð- ina enda var hann orðinn upplitaður. Annars er upphluturinn eins og þeg- ar Ásgerður klæddist hon- um fyrst árið 1955. Tvö sett af svuntu og skyrtu fylgja með honum, svo mikið hefur verið í hann lagt á sínum tíma. „Mamma var mjög flink í höndunum og saumaði allt á mig,“ heldur Ásgerður áfram. „Stundum bað ég um búðarföt því ég var orðin leið á því að fá bara heimagerð.“ Eðlilega var það stolt amma sem horfði á stelp- una sína syngja í Salnum síðustu helgi. „Fyrst og fremst af því hvað hún var dugleg að syngja en mér fannst líka rosalega gam- an að sjá hana í þessum fallega búning.“ Það fer ekki á milli mála að unga söngkonan er líka hæstánægð með klæðin. „Flottasti kjóllinn minn er þessi hér og líka þetta belti,“ segir hún og bendir á mittið á sér. Dulítið hik kemur á hana þegar hún er innt eftir því hvort hún hyggist vera í þjóðbúningnum um jólin. „Ég er bú- in að fá annan jólakjól og veit ekki alveg hvort ég ætla að vera í honum eða þessum á jólunum. Kannski bara til skiptis.“ Glerfín Ásgerður fimm ára í upphlutnum en myndin er unnin með gamalli tækni þar sem handmálað er yfir svarthvíta ljósmynd. Morgunblaðið/Árni Sæberg Eins og nýr Brynja tekur sig vel út í búningi ömmu sinnar, Ásgerðar. Tónleikabúningurinn yfir 50 ára Hún Ásgerður Ólafs- dóttir passar ekki lengur í gamla þjóðbúninginn sinn. Það gerir hins vegar sonardóttirin Brynja Ólafsdóttir sem nýlega tróð upp á tónleikum í upphlutnum sem langamma hennar saum- aði fyrir margt löngu. GÆÐI og verð virðast ekki fara sam- an þegar kemur að hrukkukremum ef marka má nýja neytendakönnun sem Neytendasamtökin segja frá á heimasíðu sinni. Eitt dýrasta kremið í könnuninni þótti slakast. Átta hrukkukrem voru skoðuð með tilliti til þess hvort þau drægju úr hrukkumyndun eða minnkuðu fínar línur. Konur voru fengnar til að bera hrukkukremin á annan helming andlitsins og venjulegt rakakrem á hinn yfir tólf vikna skeið. Þá voru myndir teknar af and- litum þeirra og rakinn í húðinni mældur. Skástu umsögnina fengu Dia- dermine Expert Rides, Oil of Olay Regenerist og Lancôme Renergie án þess að um góða einkunn væri að ræða. Krem frá Roc og L’Oreal fengu miðlungseinkunn og krem frá Nivea og La Prairie ráku lestina. Síðarnefnda merkið er bæði dýrt og vinsælt, að því er fram kemur á vef Neytendasamtakanna. Ekkert kremanna átta þótti gagnast sérstaklega gegn hrukk- unum en bestu kremin höfðu þó þau áhrif að fínar línur minnkuðu. Ár- angurinn var þó vart sjáanlegur. Hins vegar virkuðu flest kremin ágætlega sem rakakrem þótt hrukk- urnar færu hvergi. Hrífa ekki á hrukkurnar Reuters Gagnslaust Ósennilegt er að hrukkukrem gagnist þessari konu. ben@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.