Morgunblaðið - 16.12.2006, Qupperneq 75

Morgunblaðið - 16.12.2006, Qupperneq 75
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2006 75 – stæði fyrir alla ... svo í borg sé leggjandi Nú er einnig hægt að greiða fyrir stæði við stöðu- og miða- mæla í gegnum gsm-síma. Upplýsingar um skráningu á www.rvk.is/bilast Á bíl í jólaösinni í miðborg Reykjavíkur. Hvað má bjóða þér? Miðastæði, stöðumæli eða bílahús. Viltu greiða með korti eða krónum, eða kannski gsm símanum þínum? Tímamiðar úr miðamælum gilda áfram þegar lagt er við stöðumæli innan sama gjaldsvæðis. Ótakmarkaður tími býðst á stöðu- mælum í miðborginni. N æ st Ertu að leita að gjöf? Í desember verða bílahúsin opin klukkustund lengur en verslanir í miðborginni. Gleðilega aðventu! Kvikmyndaleikkonan AngelinaJolie lýsti því yfir í fyrradag að hún stefni ekki að því að fæða annað barn á næstunni. Þau Brad Pitt stefni hins vegar að því að ætt- leiða fleiri börn en fyrir eiga þau þrjú börn, þar af tvö sem Jolie ætt- leiddi frá Kambódíu og Eþíópíu. „Ég hélt ég hefði tekið af allan vafa um það að við hugsum okkur að ættleiða næst,“ sagði hún í viðtali í sjónvarpsþættinum Good Morning America „Það skiptir mig miklu máli til að halda jafnvægi í fjöl- skyldunni okkar og því hvernig börnin okkar upplifa hana. Já, við eigum Shiloh og það hefur verið dásamleg reynsla en við viljum finna annan bróður eða systur fyrir fjölskylduna úti í heiminum. Eins og þú getur ímyndað þér þá vakna margar spurningar í fjölskyldum þar sem fólk er af ólíkum kynþátt- um. Heldur maður jafnvæginu með því að bæta við einstaklingi frá Afr- íku fyrir Z? Eða þannig að það komi annar einstaklingur frá Asíu inn á heimilið fyrir Mad? Shiloh hefur Brad og mig til að horfa á.“ Jolie fæddi Shiloh í maí á þessu ári en sonur hennar Maddox er fimm ára og dóttirin Zahara tæp- lega tveggja ára.    Klukkan 16 í dag verður lesið ogsungið upp úr bókinni um Max og Mórits eftir Wilhelm Busch á Súfistanum, Laugavegi 18. Atli Rafn Sigurðarson og Eva María Jónsdóttir lesa, Ólafur Kjartan Sig- urðarson syngur og Anna Guðný Guðmundsdóttir leikur með á pí- anó. Klassísk þýðing Kristjáns Eld- járns þjóðminjavarðar og forseta á klassísku verki Wilhelms Busch var endurútgefin í haust af Minning- arsjóði Kristjáns Eldjárns gítarleik- ara.    Plötusnúðurinn Dj Jerry spilar á Barnum við Laugaveg í kvöld þar sem boðið verður upp á elektrónískt jólapartý. Í fréttatilkynningu segir að Dj Jerry sé hluti af hinni skemmtilegu Kitsuné útgáfu, en hún sérhæfir sig í elektrónískri tón- list. Dj Jerry er fastasnúður á Kits- uné kvöldunum í París ásamt því að spila á hinum svokölluðu Boom Box kvöldum í London er kallast. Boom Box var valið eitt af flottustu kvöld- unum í London að mati Time Out Magazine en þau kvöld eru öll sunnudagskvöld á Hoxton Bar. Dj Jerry kom hingað í sumar og spilaði þá í partýi í Héðinshúsinu við Loftkastalann og einnig á Barn- um. Það er Dj Casanova sem sér um upphitun og hefst stuðuð klukk- an 23. Aðgangur er ókeypis.    Ofurskutlan Pamela Andersonhefur vísað á bug staðhæf- ingum fyrrum eiginmanns síns Kid Rock um að hún hafi alltaf verið úti að skemmta sér og aldrei verið heima hjá börnum sínum þá fjóra mánuði sem þau bjuggu saman, en Pamela sótti nýlega um skilnað frá rokkaranum og sagði þá hjónaband þeirra einungis hafa verið sum- arævintýri. Pamela segir fullyrðingarnar al- gera lygi. „Ég var í Vancouver að vinna að kvikmynd þrjá daga í viku og síðan kom ég heim í fjögurra daga helgarfrí til að vera með börn- unum, segir hún. „Mamma og pabbi voru hér og Kid var í Detroit að vinna að nýrri plötu þannig að þau litu einnig eftir syni hans.“ Þá segir hún hjónabandið hafa verið mikil mistök. „Ég var í St. Tropez og hefði gifst hverjum sem er, jafnvel sjómanninum á næsta horni,“ sagði hún. „Ég held ég hafi bara stjórn á mér. Mig langaði í fjölskyldu fyrir börnin mín en það rifjast fljótt upp fyrir manni þegar maður tekur saman við einhvern á ný hvers vegna maður hefur ekki verið með honum.“ Leikkonan á tvo syni með fyrrum eiginmanni sínum trommaranum Tommy Lee, Brandon 10 ára og Dylan sjö ára en Rock á 13 ára son úr fyrra sambandi. Þá er hún sögð hafa misst fóstur skömmu áður en hún sótti um skilnaðinn. Fólk folk@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.