Morgunblaðið - 28.12.2006, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.12.2006, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Hermann BjörnHaraldsson fæddist á Hamri í Fljótum 20. mars 1947. Hann lést á heimili sínu á Ak- ureyri 18. desem- ber síðastliðinn. Foreldrar hans eru Haraldur Her- mannsson, f. 22.4. 1923, og Guð- munda Her- mannsdóttir, f. 27.11. 1927, sem bjuggu lengst af að Ysta-Mói í Fljótum og ólu þar upp öll sín börn. Þau eru nú bú- sett á Sauðárkróki. Hermann var elstur níu systkina, en hin eru: 1) Jóhanna Petra, f. 22.6. 1949; 2) Linda Nína, f. 7.6. 1954; 3) Lára Gréta, f. 15.10. 1957; 4) Þröstur Georg, f. 11.5. 1959; 5) Ellen Hrönn, f. 19.5. 1961; 6) Stefán Logi, f. 16.11. 1962; 7) Róbert dótturina Bjarneyju Rún, f. 17.10. 1992, móðir hennar er Anna Birna Sæmundsdóttir. Bryndís átti fyrir soninn Fannar Hólm Kristinsson, f. 18.3. 1990. 2) Guðmundur, f. 8.6. 1971, í sambúð með Kesorn Tangrod, f. 27.12. 1975. Hermann og Sigurhanna hófu búskap sinn á Akureyri 1968 og hafa síðan búið á Ysta-Mói í Fljótum, 1973–1975, fluttu síðan aftur til Akureyrar og þaðan til Patreksfjarðar árið 1976. Árið 1977 fluttu þau til Djúpavogs og bjuggu þar til ársins 1984. Þá fluttu þau aftur til Akureyrar og bjuggu þar til ársins 2001. Frá árinu 2001 hafa þau búið í Vík í Fljótum, ásamt því að hafa átt annað heimili á Akureyri. Hermann var lengstan sinn aldur starfandi á sjónum, sem vélstjóri, stýrimaður og skip- stjóri, á bátum frá Ólafsfirði, Ak- ureyri, Patreksfirði, Djúpavogi, Höfn í Hornafirði og víðar. Síð- ustu árin hefur hann gert út sína eigin báta og þá mest frá Haga- nesvík í Fljótum. Útför Hermanns verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Steinn, f. 21.12. 1963 og 8) Haraldur Smári, f. 9.9. 1966. Hinn 2. júní 1968 kvæntist Hermann Sigurhönnu Ólafs- dóttur, f. 3.11. 1947. Foreldrar hennar eru Ólafur Helgi Baldvinsson, f. 20.11. 1919 og Stein- gerður Ingibjörg Jó- hannsdóttir, f. 5.11. 1923, d. 29.1. 2001. Þau bjuggu á Gils- bakka í Arnarnes- hreppi og ólu þar upp sín börn. Sigurhanna er fjórða í röðinni af átta systkinum. Synir Hermanns og Sigurhönnu eru: 1) Haraldur, f. 18.5. 1969, kvæntur Bryndísi Gyðu Guðmundsdóttur, f. 21.4. 1969, þau eru búsett á Akureyri. Börn þeirrra eru: a) Hermann Björn, f. 14.7. 1999, b) Birkir, f. 1.7. 2005. Fyrir átti Haraldur Með sárum söknuði kveð ég elsku- legan bróður sem kvatt hefur þetta líf aðeins 59 ára gamall. Hermann var stóri bróðir, tveimur árum eldri en ég, og litla systir leit upp til hans. Ótal minningar koma upp í hug- ann þegar litið er til baka, fyrst bernskuárin heima í sveitinni og allt það sem var brallað þar í leik og starfi. Hermann var mjög hugmyndarík- ur og lét sér detta margt sniðugt í hug og hann framkvæmdi það líka, þótt það væri ekki allt heppilegt fyr- ir börn. Skólaárin koma upp í hugann í heimavistinni á Sólgörðum þar var Hermann ókrýndur foringi, ekki í náminu heldur var hann í því að finna upp á nýjum og nýjum prakk- arastrikum, svo litla systir var oft dauðhrædd um hann. Hermann var mikill sælkeri og þegar hann var lítill lagði hann það oft á sig að klifra upp allar hillurnar í búrinu til að næla sér í brúnköku með kremi og smákökurnar hennar mömmu, sem hún var búin að baka fyrir jólin, en þá átti bara að borða kökurnar á jólunum ekki fyrir jól. Franskbrauð með rabarbarasultu var hans uppáhald, hann smurði sér oft heilt franskbrauð með sultu og át það allt einn og ef maður nældi sér í eina sneið varð allt vitlaust. Hermann fór ungur á sjóinn og var sjómaður í eðli sínu þó að hann hafi reynt ýmislegt annað. Hann prófaði að vera bóndi en það átti ekki við hann. Þegar Hermann var ungur maður lenti hann í miklum sjávarháska, skipið fórst, en öll áhöfnin komst í björgunarbáta og varð að hírast þar í marga sólarhringa matar- og vatns- lítil og var orðin ansi hrakin þegar henni var bjargað. En þrátt fyrir það hélt Hermann áfram sjómennsku, keypti sér seinna trillu og gerðist trillukarl og setti sig niður í Haga- nesvík í Fljótum og þar var hann búin að byggja upp mikið útgerð- arfyrirtæki með konu sinni og stóð í miklum framkvæmdum þegar hann féll frá. Hermann var gleðimaður, vina- margur og vinur vina sinna, skemmtilegur í tilsvörum, hafði góð- an frásagnarhæfileika og hafði gam- an af að segja sögur og kryddaði sögurnar þá til að gera þær skemmtilegri, hann var hreinn og beinn og kom til dyranna eins og hann var klæddur, þótt ekki væri hann alltaf í sparifötunum. Far þú í friði, bróðir sæll. Við hjónin vottum Hönnu, Har- aldi, Guðmundi og fölskyldum þeirra okkar innilegustu samúð, megi guð styrkja ykkur í sorginni. Jóhanna Petra (Systa). Tendrast sól í sálu mér, sút í burtu strýkur. Ætíð mun ég þakklát þér, þar til yfir lýkur. Allar stundir okkar hér er mér ljúft að muna. Fyllstu þakkir flyt ég þér fyrir samveruna. (Har. S. Mag.) Svo snöggt og allt of fljótt ert þú kallaður í burtu. Það eru margar minningar sem koma upp í hugann á þessari stundu. Þegar við systkinin og fjölskyldur okkar komum saman eru oft rifjaðir upp atburðir frá liðnum tíma, þar varst þú alltaf mesti sögumaðurinn. Þú gerðir söguna lifandi og ýktir þokkalega með stríðnisbros á vör – þannig að allir höfðu gaman af og mikið var hlegið. Fyrir stuttu sagðir þú við mig: Eftir að þú fæddist var aldrei friður í húsinu, þú grenjaðir all- an sólarhringinn, í mörg ár. Fljótin voru þér afar kær, þú keyptir hlut í jörðinni sem afi Her- mann og amma Petra áttu, þar byggð- ir þú íbúðarhús, gerðir fiskverkunar- hús úr útihúsunum, stundaðir útgerð, varst á grásleppuveiðum og verkaðir góðan hákarl eins og afi. Þarna í Vík- inni varst þú sáttur og þar vildir þú vera. Bátarnir þínir heita í höfuðið á þeim hjónum, Manni í Vík og Petra og þú sýndir þeim virðingu með að hafa myndir af þeim í bátunum þínum. Þú hefur ekki staðið einn í þessu. Hanna konan þín hefur verið með þér í þessu öllu, gengið í öll verk með þér, líka verið á sjónum. Þú komst til dyranna eins og þú varst klæddur, sagðir skoðanir þínar á kjarnyrtri íslensku en oftast stutt í húmorinn. En samt alltaf mikill mömmustrákur. Það var gott að eiga þig fyrir bróður. Kæra Hanna, Haraldur, Guðmund- ur og þeirra fjölskyldur, við Jón og okkar fjölskylda sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Linda. Mikill harmur er kveðinn að fjöl- skyldu okkar þegar foringinn í systk- inahópnum er fallinn frá, langt um aldur fram. Hermann hefur svo sann- arlega verið í forystu hópsins, sem og svo víða annars staðar þar sem hann kom að málum. Það er margs að minnast og af svo ótalmörgu að taka þegar rifjaðar eru upp liðnar samverustundir með ástkærum bróður. Þá er ekki alveg laust við að maður skelli upp úr og brosi við end- urminningarnar þar sem Hermann bróðir hafði alveg einstakt lag á því að gera allar samverustundir að hin- um skemmtilegustu sögustundum og leiftrandi lýsingar hans á mönn- um og málefnum ævinlega fram sett- ar þannig að okkur er á hlýddum gat ekki leiðst og oft tárast af hlátri yfir sögum hans og lýsingum. Hann var þó einstaklega gætinn í því að halla ekki orði þannig að meitt gæti nokk- urn þann er um var rætt en leyfði gjarnan skemmtilegri útgáfu sög- unnar að njóta vafans, fram yfir lát- lausa og óspennandi útgáfu. Hann var þó einna duglegastur að gera grín að sjálfum sér á þennan hátt og oft fengum við systkinin okkar skammt af þessari frásagnarlist hans. Hann hefur augljóslega verið mjög tápmikill á sínum barnaskóla- árum að Sólgörðum því ófáar voru sögurnar þaðan, þar sem saman fóru hreint ótrúleg uppátæki skólafélag- anna og frásagnarstíllinn. Meginein- kenni hans við frásagnirnar voru þau að hann var gjarnan það sem kalla má; vel „kjarnyrtur“, en einnig óspar á lýsingarorð og broslegar hliðar. Hermann var á sinn hátt mik- ill hugsjónamaður og hans hugsjónir tengdust mjög Fljótunum, þar sem við systkinin fengum öll okkar upp- eldi. Hann hafði þá sérstöðu að vera í meira mæli samvistum við móður- foreldra okkar þar sem hann dvaldi oft á uppvaxtarárum sínum. Hann fetaði því í fótspor forfeðra sinna er hann flutti í Fljótin og byggði sér hús í Vík, þaðan sem hann stundaði útgerð sína, veiðar á grásleppu, há- karli og öðru sjávarfangi. Hermann hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum, þar sem réttlætiskenndin var í fyrirrúmi. Honum vorum málefni sjávarútvegs- ins hugleikin, sérstaklega réttinda- mál smábáta og var hann formaður félags kvótabátaeigenda, frá stofnun þess. Hermann var mikill fjölskyldu- Hermann Björn Haraldsson ✝ Karl HermannGuðmundsson fæddist á Rauf- arhöfn 13. mars 1926. Hann andaðist á sjúkrahúsinu á Húsavík aðfaranótt laugardagsins 16. desember síðastlið- ins. Foreldrar hans voru hjónin Guð- mundur Jónasson, f. 5.7. 1886, d. 10.4. 1970 og Fanney Jó- hannesdóttir, f. 28.9. 1895, d. 21.12. 1963. Systkini Karls eru Þor- björg, f. 10.10. 1923, d. 24.4. 2004, Halldóra, f. 26.9. 1927, búsett á Akureyri, Haraldur, f. 24.4. 1930, býr á Húsavík, Maríus, f. 1.7. 1935, búsettur í Reykjavík og Vil- borg Andrea, f. 11.6. 1937, d. 26.4 1993. Karl ólst upp í föðurhúsum á Barði á Rauf- arhöfn. Hann stund- aði lengst af vinnu við Síldarverk- smiðjur ríkisins á Raufarhöfn en var auk þess með fjárbúskap. Sonur Karls og Jónu Aðalheiðar Haraldsdóttur, f. 28.7.1928, d. 18.12. 1992, er Hörður, f. 15. 4 1957, kvæntur Christiane, f. í La Basse í Norður- Frakklandi 15.11. 1961. Hún á eina dóttur, Laure, f. 12.4. 1988 og hefur Hörður gengið henni í föðurstað. Þau búa nú í Róm- arborg. Útför Karls verður gerð frá Raufarhafnarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Móðurbróðir minn, Karl Her- mann, er látinn eftir erfið veikindi undanfarin ár. Hann ólst upp í föðurhúsum á Barði, Raufarhöfn, og tók þátt í líf- inu á heimilinu eins og tíðkaðist á heimilum alþýðufólks í sjávarþorpum á Íslandi. Hann vann við búskap heimilisins, annaðist sauðfé og aflaði heyja með öðrum heimilismönnum handa allmörgu fé. Ég var hvert sumar á Barði allt frá því að ég man eftir mér og langt fram á unglingsár og tók þátt í lífinu þar hjá afa mínum og ömmu. Í lok bernskunnar hófst vinnan. Við Karl deildum herbergi á Barði í mörg sumur og unnum saman um tíma í Síldarverksmiðju ríkisins. Það er því ekki ofsagt að hann hafi verið hluti bernsku minnar og æsku og af hon- um lærði ég ýmislegt sem rifjast hef- ur smám saman upp eftir því sem árin líða. Karl gekk í Raufarhafnarskóla, en var einn vetur eftir fermingu í ungl- ingaskóla að Snartastöðum í Núpa- sveit. Þar með lauk formlegu námi hans. Líklegt er að þessi stutta skólaganga hafi samt haft sín áhrif. Hann var sílesandi og fylgdist vel með umræðunni í þjóðfélaginu og ræddi oft mál með þeim hætti að ókunnugir gætu haldið að hér færi víðförull maður og skólagenginn. Karl var ekki af barnsaldri þegar hann fór í sveit að Brekku í Núpa- sveit. Þar var hann á sumrin fram að fermingaraldri. Snemma bar á áhuga hjá honum á búskap og hann sinnti honum með föður sínum af kostgæfni og alúð. Síðar tók hann við bústofninum og hafði kindur lengst af. Hann ólst upp við þá ein- földu en dýrmætu hugsjón að maður ætti að bera virðingu fyrir öllu sem lífsanda dregur og það mátti sjá á þeirri umhyggju sem hann sýndi bú- smalanum. Karl starfaði hjá Síldarverksmiðju ríkisins alla tíð, að undanskildum tveimur árum, sem verkamaður og verkstjóri. Á þessum árum var mannmargt á Raufarhöfn og snemmsumars breyttist þorpið í bæ með iðandi mannlífi. Karl kynntist mörgu fólki sem hændist að honum og hann hefur átt að kunningjum síðan. Guðmundur, faðir Karls, gegndi stöðu vitavarðar Raufarhafnarvita um áratuga skeið. Þegar hann fór að lýjast tók Karl við þeirri stöðu og sinnti vitanum í mörg ár. Það var gert af sömu samviskusemi og gilti um önnur störf hans. Oft var mannmargt á Barði á sumrum þegar systkini og börn þeirra komu heim til að vinna í síld eða njóta þess að vera hjá afa og ömmu. Karl átti sitt sæti við borðið og ræddi kíminn við systkinabörnin. Örlítið stríðinn á stundum en óþreyt- andi að hafa þau með sér fjárhús eða heyskap. Þessarar gæsku fengu einnig önnur börn að njóta, skyld sem vandalaus. Karl kvæntist aldrei en lætur eftir sig son, Hörð, sem ætíð var honum kær. Þeir feðgar sáust fyrst þegar Hörður var að nálgast fermingarald- ur en þá höfðu þeir verið í góðu bréfasambandi um árabil. Samband þeirra þróaðist svo með árunum og hafa þeir feðgar alla tíð verið í góðu sambandi sem einkennst hefur af trausti og hlýju. Karl var fastur fyrir og lét skoðun sína óspart í ljós þegar við átti. Ekki orðmargur en kvað fast að. Hann fylgdist vel með stjórnmálum og verkalýðsbaráttu bæði á Raufarhöfn og á landsvísu. Hann las mikið og var skarpgreindur maður sem myndaði sér skoðun á mönnum og málefnum og rökstuddi hana þegar á þurfti að halda. Karl veiktist hastarlega undir haust 2004 og var fluttur á sjúkra- húsið á Akureyri, vart hugað líf. Það bráði þó af honum og hann komst á fætur þó þrótt hefði þorrið. Af sjúkrahúsinu lá leiðin austur á Húsa- vík þar sem hann dvaldi á dval- arheimilinu Hvammi og naut góðrar umönnunar fólks þar. Ég kveð Karl frænda minn með virðingu og söknuði og þakka sam- fylgdina og uppeldið. Samúðarkveðjur sendum við hjón, Herði og Christiane og systkinum Karls. Megi minning hans lifa. Guðmundur B. Kristmundsson. Elsku Kalli, við skiljum ekki hvernig maður getur bara hætt að vera til. Einn daginn er maður lif- andi en þann næsta er maður bara ekki til. Sálin hverfur bara. Eins og þú, elsku Kalli. Núna er enginn til að hafa eins miklar áhyggjur af okkur eins og þú gerðir. Vitum samt að þú fylgist með okkur þarna uppi og sérð til þess að allt sé í lagi. Þú hefur verið okkur sem afi og við lítum á þig sem afa okkar. Í gegnum árin hefur þú verið okk- ur svo góður og indæll. Þú vildir okkur alltaf það besta og gerðir allt til að við gætum fengið það sem okk- ur langaði í og langaði að gera, þrátt fyrir að foreldrar okkar segðu nei. Þú hefur alltaf verið okkur bestur, ef okkur langaði að gera eitthvað komum við til þín. Þú leyfðir okkur að drullumalla hjá þér og varst alltaf tilbúinn að smakka það sama hversu vont sem það var. Þú keyptir handa okkur myndaplástra og fengum við að líma þá upp um alla veggi hjá þér. Þegar þú passaðir okkur fengum við oft að krota á þig með olíutússi. Við gætum talið endalaust upp því minn- ingarnar streyma í gegnum huga okkar. Þú gættir okkar alltaf svo vel og vonandi heldur þú því áfram. Eins og alltaf þegar við erum að ferðast og keyra sjálfar þá hringdir þú reglulega til að athuga hvort allt væri ekki í lagi. Þegar líða tók á meðgöngu Karlottu var umhyggja þín ótakmörkum fyrir velferð Ólivers Árna. Þú sýndir okkur alltaf hversu vænt þér þótti um okkur. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Við munum sakna þín sárt Karlotta Kristín og Heiða Ösp. Kalli frændi er dáinn. Hann dó hinn 16. desember rúmlega áttræður að aldri. Kalli frændi var meira en bara frændi. Hann átti heima í hús- inu hjá afa og ömmu og bjó lengst af ævi sinnar þar. Kalli var föðurbróðir okkar systkina og áttum við margar ánægjustundir með honum á Barði á Raufarhöfn. Kynni okkar hófust þeg- ar við fórum sem börn með for- eldrum okkar til afa og Kalla á Rauf- arhöfn. Síðan hófust önnur kynni þegar við systkinin fórum norður til Kalla í sauðburð í nokkur ár í röð og Ingibjörg í vinnu í frystihúsið og bjó þá hjá Kalla. Kalli var ekki venjuleg- ur maður. Hann átti bæði kindur og trillu og húsið hans var niðri í fjöru. Þetta fannst okkur borgarbörnunum mjög merkilegt. Kalli var einstak- Karl Hermann Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.